VISSIR ÞÚ ÞETTA…?

VISSIR ÞÚ ÞETTA…?

Hér eru tuttugu og tvær staðreyndir um heilsuna og leiðir til að gera hana betri – eða verri, allt eftir því hvaða leið valin er.

1 – Hlátur er góður fyrir hjartað og getur aukið blóðflæðið um 20%.

2 – Sjáðu allaf björtu hliðar lífsins. Bjartsýnin getur hjálpað þér að lifa lengur.

3 – Líkamsrækt gefur þér aukna orku, jafnvel þegar þú ert þreytt/þreyttur.

4 – Of mikil kyrrseta og svefn geta dregið úr lífslíkum þínum.

5 – Um 30% af íbúum Jarðar eru með offituvandamál.

6 – Það örvar heilann að læra nýtt tungumál eða læra að spila á hljóðfæri.

7 – Ef stressið er að fara með þig – lestu þá bók. Með því að týna sér í góðri bók geta kortisól og aðrir streituhormónar lækkað um 67 prósent.

8 – Það er gott fyrir heilsuna, minnið og lífslíkurnar að halda góðu sambandi við fjölskyldu og vini.

9 – Ilmur af rósmarín getur aukið árvekni og bætt minnið, svo lyktaðu af því fyrir próf eða mikilvægan fund.

10 – Þú kemur til með að muna betur það sem þú handskrifar.

11 – Jóga getur bætt heilastarfsemina og dregið úr streitu.

12  – Gönguferðir í náttúrunni geta dregið úr neikvæðum hugsunum og aukið sjálfstraustið.

13 – Möndlur, avókadó og klettasalat geta aukið kynorku og frjósemi.

14 – Haframjöl eykur seratóninframleiðslu, róar heilann og bætir skapið.

15 – Það tekur  líkama þinn margar klukkustundir að melta eina máltíð.

16 – Konur yngri en fimmtíu ára þurfa tvisvar sinnum stærri skammta af járni á dag, en karlar á sama aldursskeiði.

17 – Epli á dag getur dregið úr magni slæma kólesterólsins.

18 – Jómfrúar-ólífuolía (Extra Virgin Olive Oil) er heilsusamlegasta fita á Jörðinni.

19 – Það eru meira en 650 vöðvar í mannslíkamanum.

20 – Til að léttast um 500 gr af fitu, þarftu að brenna um það bil 3.500 kaloríum.

21 – Regluleg líkamsrækt eykur lífslíkur þínar og heldur DNA-inu heilbrigðu og ungu.

22 – Teygjur auka blóðflæði til vöðva og draga úr líkum á meiðslum.

Þær eru margar fleiri staðreyndirnar sem skipta máli þegar hugað er að heilsunni, enda er líkaminn stórkostlegur og vinnsluferli hans flókin.

Greinarhöfundur: Guðrún Bergmann

Mynd: Prasanna Kumar on Unsplash
Ben White on Unsplash

Heimildir: www.thegoodbody.com

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram