Hér er frábær uppskrift að MIÐAUSTURLANDA KEBABI, frá þeim hjónum Ólöfu og Omry í Kryddhúsinu. Þau elda mikið Miðjarðarhafsmat og þessi er af léttum og hollum grillmat.
Kebabið er mjög bragðgott með Ras el Hanut, sem er arabísk kryddbanda og þurrkaðri myntu (myntan má auðvitað vera fersk en þar sem hún er ekki alltaf til er gott að geta verið með þurrkaða myntu).
Hummusinn er mjög góður með og hann verður enn betri með því að krydda hann eins og við gerum (sjá uppskrift) og svo er gott salat nauðsyn. Heimagert límonaði er mjög sumarlegt og setur punktinn yfir i-ið!
MIÐAUSTURLANDA KEBAB
500 gr nautahakk
1 stk laukur (lítill) fínskorinn
2-3 tsk Ras el Hanut kryddblanda frá Kryddhúsinu
1 tsk Mynta, þurrkuð frá Kryddhúsinu
lúkufylli af fíntskorinni steinselju
salt og pipar
aðeins af ólífuolíu
Öllu blandað saman í skál og látið hvíla inn í kæli í a.m.k. 30 mín áður en sporöskjulaga bollur eru mótaðar utan um grillspjót. Grillað á heitu grilli.
HUMMUS MEÐ TAHINI OG HARISSU:
1 dós Hummus (við erum mjög hrifin af Tribe hummus og Cedar’s – Cedar’s fæst í Hagkaup og Tribe fæst í Krónunni
u.þ.b. 2 msk af Tahini (sesam smjör)
sítrónusafi og salt
ólífuolía
Hrærið Tahinið út með vatni. Byrjið á að setja aðeins af vatni og hrærið það saman við og smá bætið við vatni þar til þið hafið náð þeirri þykkt eða áferð sem þið kjósið. Þetta tekur smá tíma. Kreistið safa úr sítrónu út í og blandið vel saman við. Saltið aðeins og smakkið til, og bætið við sítrónusafa og eða salti ef þarf.
HARISSA MAUK
1 msk Marokkósk Harissa kryddblanda frá Kryddhúsinu hrærð saman við u.þ.b. 3-4 msk ólífuolíu.
Setjið Hummusinn á disk og gerið “holu” í hann með bakinu á skeið. Hellið Tahini sósunni í “holuna”, svo Harissa maukinu og dreypið ólífuolíu yfir allt saman.
GRÆNT SALAT MEÐ APPELSÍNU- OG MYNTUSALATSÓSU
Safi úr ½ appelsínu
2 msk hunang
1 tsk þurrkuð mynta frá Kryddhúsinu
a.m.k. ½ dl ólífuolía
salt eftir smekk
Allt hrært vel saman og látið standa í a.m.k. 20 mín til að bragðið taki sig. Hellið yfir grænt salat að eigin vali, rétt áður en það er borið fram.
HEIMATILBÚIÐ MYNTU-LÍMONAÐI
Safi úr 3-4 sítrónum
sykurvatn, magn fer eftir hve sætt þið viljið hafa límonaðið
lúkufylli af ferskum myntulaufum
ísmolar og sítrónubátar ef vill
Sykurvatn: sjóðið niður 1 glas af sykri (má vera hrásykur) á móti 1 glasi af vatni. Sykurvatn geymist vel í lokuðu íláti inni í ísskáp.
Kreistið safann úr sítrónunum. Setjið í vatnskönnu ásamt ferskri myntunni og sykurvatninu. Fyllið könnuna af ísköldu vatni og setjið ísmola og sítrónubáta út í ef vill.
Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Hagkaup, Nóatúni, Fjarðarkaup og Krónunni
Myndir: Ólöf Einarsdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025