5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA INN C-VÍTAMÍN

5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA C-VÍTAMÍN

Hefur þú nokkurn tímann heyrt um ljón eða tígrisdýr sem fengið hefur kvef? Væntanlega ekki, því það er óþekkt. Flestar dýrategundir eru nefnilega svo heppnar, ólíkt fólki, að geta sjálfar myndað mikið magn af C-vítamíni.

Þar sem líkamar okkar mannfólksins mynda það ekki þurfum við hins vegar að taka það inn nokkuð reglulega, ef við viljum styrkja ónæmiskerfi okkar. C-vítamín er nefnilega vatnsuppleysanlegt bætiefni, svo allt það sem líkaminn getur ekki notað strax skolast í burtu. Þess vegna þarf að taka það nokkuð reglulega inn til að fá hámarks árangur út úr því.

Að mínu mati eru ótal ástæður fyrir því að taka reglulega inn C-vítamín, en hér á eftir geturðu kynnt þér fimm þeirra:

1 – C-VÍTAMÍN ER ANDOXUNAREFNI

Andoxunarefni eru mikilvæg vegna þess að þau vinna á móti frjálsum stakeindum, en það eru mólekúl sem verða til þegar líkaminn brýtur niður fæðu, er útsettur fyrir sígarettureyk, geislum frá sólinni, röntgengeislum og ýmsu öðru. Þessar frjálsu stakeindir geta valdið skemmdum á frumum og vefjum. Talið er að þær eigi þátt í myndun ýmissa sjúkdóma eins og hjartveiki og krabbameinum.

2 – C-VÍTAMÍN VINNUR MEÐ ÖÐRUM BÆTIEFNUM

C-vítamín er samverkandi með öðrum vítamínum og steinefnum í líkamanum svo sem eins og með járni. Járn styður við eðlilegan vöxt og þroska, við getu líkamans til að dreifa súrefni um allan líkamann og stuðlar að framleiðslu ákveðinna hormóna.

Samhliða því að taka inn C-vítamín og neyta joðríkra kjöttegunda og sjávarfangs, eykst upptakan á joðinu.

3 – C-VÍTAMÍN ÖRVAR EFNASAMRUNA KOLLAGENS

Líkaminn treystir á C-vítamín til efnasamruna kollagens, en kollagen er í öllum bandvef líkamans. Því er mikilvægt að hafa nægilega mikið magn af C-vítamíni í líkamanum til að kollagen framleiðsla geti átt sér stað.

Kollagen er mikilvægasta prótínið í líkamanum og er nauðsynlegt fyrir bandvefinn sem finna má í líffærum okkar, svo og fyrir húð, hár og neglur. Sjá greinina: ERTU AÐ NOTA KOLLAGEN?

4 – C-VÍTAMÍN STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ

Kannski er C-vítamín hvað best þekkt fyrir þau jákvæðu áhrif sem það hefur á ónæmiskerfi líkamans. Það styður ónæmiskerfið með því að vinna gegn oxandi streitu í líkamanum, drepur örverur og bakteríur í líkamanum og dregur úr mögulegum skaða á vefjum. Einnig hefur það sýnt sig að skortur á C-vítamíni leiðir til aukinnar hættu á sýkingum.

Það er kannski of seint að fara að taka inn C-vítamín þegar þú ert komin/-n með kvef, en með því að taka það inn reglulega eru allar líkur á að þú komir í veg fyrir að fá kvef – eða ef þú ert komin/-n með það, að þú náir fyrr bata á ný.

5 – C-VÍTAMÍN EFLIR STARFSEMI HEILANS

C-vítamín hefur áhrif á samruna taugaboðefna og heilastarfsemi. Taugaboðefnin senda boð frá heilanum til annarra hluta líkamans. Meira C-vítamín í líkamanum hefur verið tengt við góða heilastarfsemi, samkvæmt upplýsingum í tímaritinu Nutrients, en þar var greint frá rannsókn þar sem þeir sem voru með meira C-vítamín í líkamanum sýndu betri hugræna getu, en þeir sem voru með minna af því.

SUFFICIENT-C VÍTAMÍNIÐ

Þetta C-vítamín er nokkuð sérstakt því það er í duftformi og hentar því vel fyrir þá sem eiga erfitt með að taka inn töflur og hylki. Fullorðnir taka inn eina mæliskeið af Sufficient-C í glasi af vatni einu sinni til tvisvar yfir daginn, en börn undir 12 ára aldri taka hálfa.

Það sem C-vítamín er vatnsuppleysanlegt er betra að taka það tvisvar á dag, en að taka stóran skammt einu sinni á dag. Gott að að muna að of mikið magn af C-vítamíni getur leitt til þess að hægðir verða linar, en þá er bara um að gera að minnka skammtinn.

Sufficient-C er með sítrónu- og ferskjubragði og í hverri mæliskeið eru 4.000 mg af C-vítamíni, en það er frábær skammtur fyrir þá sem vilja styrkja ónæmiskerfi sitt. Í C-vítamínduftinu er líka L-Lysine, en það er ein af þessum nauðsynlegu amínósýrum sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur og Bromelain, sem stuðlar að betra niðurbroti fæðunnar og styrkir ónæmiskerfið. Í því eru einnig jurtaefni og kraftur úr grænu tei, sem eru mjög styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

Neytendaupplýsingar: Sufficient-C vítamínið er glútenlaust, sykurlaust, ekki úr erfðabreyttum efnum, vegan og koffínlaust. Það fæst hjá Mamma Veit Best á mótum Dalbrekku og Auðbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Mynd:

Helstu heimildir: www.everydayhealth.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram