KJÚKLINGUR MEÐ DÖÐLUM OG FURUHNETUM

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen
Andrésdóttir heldur áfram að töfra fram
fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir.
Þessa vikuna er hún með sérlega
spennandi og bragðgóðan
kjúklingarétt sem ég er
viss um að margir
prófa um helgina.


Kæri lesandi!

Það er svo skemmtilegt með kjúklingakjötið að flest krydd passa við það. Svo er hægt að matreiða kjúkling á svo marga vegu og flestir borða hann. Mig langaði svo að gera eitthvað með döðlum og hnetum sem ég átti og úr varð þessi uppskrift.

Ég vil benda ykkur á að döðlu-og hnetumaukið er eiginlega hættulega gott. Ég er að velta fyrir mér að gera nammikúlur úr því við tækifæri. Leyfi ykkur að fylgjast með þegar þær eru tilbúnar.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

KJÚKLINGUR MEÐ DÖÐLUM OG FURUHNETUM

DÖÐLU- OG HNETUMAUKIÐ

13-15 döðlur
4-5 msk ristaðar furuhnetur
1 msk möndlusmjör
salt
vatn og olía

KJÚKLINGURINN

1 bakki kjúklingaupplæri skinnlaus
5 gulrætur
1 rauð paprika
1 laukur
1 dós þykk kókosmjólk eða 500 ml rjómi
1 ½ tsk cumin Kryddhúsið
3 tsk cajun kryddblanda Kryddhúsið
1 tsk sítrónupipar Kryddhúsið
1 tsk kanill Kryddhúsið
Cayennapipar Kryddhúsið eftir smekk má sleppa
sítrónuolía
salt 
svartur pipar
olía     

AÐFERÐ:

1 -Byrjið á því að setja döðlurnar í skál, hellið heitu vatni yfir og látið standa í um 15 mínútur, til að mýkja þær.

2 – Sigtið vatnið frá og setjið döðlurnar í matvinnsluvél ásamt ristuðu furuhnetunum og möndlusmjörinu, ásamt smávegis af salti og maukið.

3 – Þetta verður ansi þykkt mauk og þess vegna er gott að setja út í það smá olíu og vatn. Þá verður það mýkra og þá er auðveldara að spyrja því á kjúklinginn.

4 – Blandið saman cumin, cajun kryddblöndunni, sítrónupipar, kanil og cayenne pipar í skál.

5 – Skerið laukinn smátt, rífið gulræturnar á rifjárni og skerið paprikuna í litla bita.

6 – Steikið grænmetið á pönnu upp úr olíu þannig að laukurinn nái að brúnast aðeins ásamt paprikunni og gulrótunum.

7 – Notið um 1/3 úr skálinni með kryddblöndunni og stráið yfir ásamt salti. Setjið grænmetið síðan í botninn á eldföstu móti og hellið þykkri kókosmjólkinni yfir.

8 – Setjið kjúklinginn á fat og hellið smá olíu yfir hann og stráið restinni af kryddinu úr skálinni yfir og blandið vel saman þannig að kryddið þekji hvern bita.

9 – Setjið síðan kjúklinginn í eldfasta mótið og saltið. Smyrjið svo döðlumaukinu yfir hvern kjúklingabita, gjarnan frekar ríflega.

10 – Bakið í ofni í um 40 mínútur við 190° hita eða þar til kjúklingurinn er orðinn steiktur í gegn.

Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

#kryddhusid #kryddhúsið         

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram