EINFALDUR OG BRAGÐGÓÐUR HUMMUS

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen
Andrésdóttir heldur áfram að töfra fram
fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir.
Þessa vikuna er hún með bragðgóðan
og einfaldan hummus fyrir okkur.


Kæri lesandi!

Mér finnst oft gott að gera mér hummus til að eiga ofan á kex, með mat eða með grænmeti og ávöxtum. Það er lítið mál að kaupa þurrkaðar baunir, leggja í bleyti og síðan sjóða þær. Ég á samt alltaf dósir af lífrænum baunum inn í skáp sem ég get gripið til þegar mig langar að gera eitthvað
fljótleg og ég notaði þær einmitt í þessa uppskrift.

Hummus er hollt og gott viðbit sem kostar lítið – og maður getur alltaf á sig hummus bætt!

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

INNIHALDSEFNI Í HUMMUSINN

1-2 dósir lífrænar kjúklingabaunir eða baunir sem þið hafið lagt í bleyti og soðið
1 tsk sumac krydd Kryddhúsið
Chilli flögur eftir smekk (má sleppa)
2 hvítlauksrif eða hálfur lítill kringlóttur hvítlaukur
1 msk kúfuð af Tahini
safi úr hálfri sítrónu
½-1 msk Agave síróp eða eftir smekk
ólífuolía
vatn
svartur pipar
salt

AÐFERÐ: 

1 – Byrjið á því að skola safann af kjúklingabaununum og setjið í matvinnsluvél.

2 – Setjið vel fulla skeið af tahini út í ásamt hvítlauknum, agave sírópinu, smá olíu og kreistið síðan hálfa sítrónu út í.

3 – Setjið síðan sumac kryddið og chilliflögurnar út í og saltið og piprið vel.

4 – Maukið saman þar til blanda verður silkimjúk. Ef blandan er of þykk þá bætið þið út í olíu og/eða vatni.

5 – Berið fram í fallegri skál og setjið smá ólífuolíu yfir. Ég setti smávegis af sumac kryddinu yfir líka.

Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun:
https://www.kryddhus.is/

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram