VILTU SIGRAST Á SYKURPÚKANUM?

VILTU SIGRAST Á SYKURPÚKANUM?

Magn af sykri í ýmsum drykkjum.

Ég hef stundum líkt sykurpúkanum, við púkann á fjósbitanum, sem oft er fjallað um í þjóðsögum okkar. Í þjóðsögunum reynir hann gjarnan að tæla fólk þegar það er í dimmu fjósinu.

Sykurpúkinn þarf ekki myrkur. Hann raðar sér á skjái landsmanna, hvort sem er í kvikmyndahúsum eða í sjónvarpinu. Hann er alls staðar til sýnis í matvöruverslunum og sjoppum, mun öflugri en sá gamli á fjósbitanum, því þessi bragðast líka vel. Þannig veiðir hann flesta í greipar sínar – og margir sitja þar fastir ár eftir ár.

SYKURLAUS SEPTEMBER

Hið góða er að það er hægt að losna úr greipum hans með því að gera breytingar á neyslumynstri sínu. Á morgun byrjar átakið SYKURLAUS SEPTEMBER í Facebook hópnum HEILSA OG LÍFSGÆÐI.

Á meðan á því stendur færðu daglegar hvatningar til að halda þig við markmiðið – að vera sykurlaus allan september – ásamt fræðslu bæði á myndböndum og í texta, sem styðja þig í gegnum SYKURLAUSAN SEPTEMBER.

Í samstarfi við NOW á Íslandi verður svo vikulega dregið úr nöfnum þátttakenda, einkum þeirra sem eru duglegir að kommenta á færslur daganna, og einn heppinn fær að launum flotta gjafakröfu frá NOW.

En hvað ef þú þarft frekari aðstoð til að sigrast á sykurpúkanum?

BÆTIEFNI GEGN SYKURPÚKANUM

Ef þér finnst þú ekki vera að sigrast á sykurpúkanum upp á eigin spýtur, geturðu nýtt þér bætiefnið GLUCOSE METABOLIC SUPPORT frá NOW. Í því er blanda af völdum næringarefnum og jurtum sem stuðla að eðlilegum efnaskiptum sykurs og kolvetna.

Lykilhlutverki í þeirri blöndu gegnir indverska lækningajurtin Gymnema, sem hefur verið notuð frá örófi alda af Ayurvedískum læknum til að draga úr sykurlöngun og minnka sykurmagn í blóði. Þar sem hún hefur örvandi áhrif á efnaskipti líkamans, hefur hún mikið verið notuð í meðferðum við ofþyngd og fitulifur.

Í böndunni er einnig efnið Glucofit, sem samanstendur af corosolic acid. Rannsóknir hafa sýnt að það stuðli að eðlilegum efnaskiptum glúkósa í líkamanum.

FLEIRI MIKILVÆG NÆRINGAREFNI

Að auki eru í GLUCOSE METABOLIC SUPPORT ýmis fleiri næringarefni eins og króm, bíótín, B-1, B-5, L-glútamín, Alpha lipoic acid og vanadium. Öll þessi næringarefni eru mikilvæg fyrir efnaskipti glúkósa í líkamanum og stuðla að meira jafnvægi á blóðsykrinum.

Auk þess að búa yfir eiginleikum til að stuðla að viðgerð þarmaveggjanna er amínósýran L-glútamín talin draga úr sykurlöngun og koma jafnvægi á blóðsykur líkamans.

Króm er snefil­efni sem marga skortir, en það er talið mik­il­vægt stuðnings­efni fyr­ir virkni insúlí­ns og hefur þar af leiðandi áhrif á stjórnun blóðsyk­urs í líkamanum. Króm eyk­ur insúlí­nnæmni frumna og er nauðsynlegt í efna­skipt­um kol­vetna, fitu og próteina.

Alpha lipoic acid er öflugt andoxun­ar­efni og orkugjafi fyrir hvat­ber­a frumnanna (orkuframleiðsluhluta þeirra), en eyk­ur jafnframt insúlí­nnæmni svo frum­urn­ar geti auðveld­lega nýtt glúkósa til orku­mynd­unar.

GLUCOSE META­BOLIC SUPP­ORT er því bæði gagn­legt og ómiss­andi bæti­efni ef þú ert í brasi við að sigr­ast á sykurpúkanum, koma jafn­vægi á blóðsyk­ur og halda syk­ur­löng­un í skefj­um.

P.S. Hugsanlega viltu strax hendast af stað og ná þér í glas af þessu frábæra bætiefni, en bíddu aðeins. Það hefjast nefnilega Vítamíndagar í NETTÓ búðunum 3. september og þá er alltaf góður afsláttur í boði.

Myndir: CanStockPhoto – og af vef Nowfoods.com

 

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram