GRÆNMETISVEFJUR

 

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta.


GRÆNMETISVEFJUR

Ég mjög hrifin af vefjum. Elska að setja inn í þær allskonar mat, grænmeti, kjöt, hrísgrjón og kínóa, svo ég tali nú ekki um allar góðu sósurnar. Að breyta afgöngum í dásemdar máltíð með því að poppa þá upp og setja í vefju finnst mér geggjað.

Vefjan sjálf þarf ekki endilega að innhalda hveiti því það er dásamlegt að nota salatblöð eins og romain-, Lambhaga- eða icebergsalat til að setja matinn í.

Þetta er ótrúlega fljótlegur og ferskur réttur sem gaman er að borða.

Með matarkveðju
Björg Helen

 

FYLLING Í VEFJURNAR

150-200 gr.sveppir
1 rauðlaukur smátt skorinn
1 rauð paprika
150-200 gr brokkolini eða brokkoli
1 poki blómkálshrísgrjón Angelmark
1 msk ristuð sesamfræ
1-2 rif hvítlaukur
steikarolía Himnesk hollusta
1 ½ tsk sesamolía
1 ½ tsk sítrónuolía Himnesk hollusta
himalayasalt
svartur pipar Kryddhúsið
1 msk Marokkosk Harissa Kryddhúsið
1 msk Grænmetis paradís Kryddhúsið

Lambhagasalat, Romain salat eða uppáhalds salatið ykkar

AÐFERÐ:

1 – Byrjið á því að steikja sveppi, rauðlauk, brokkolini, hvítlauk og papriku upp úr steikar- og sesamolíu og kryddið með Marokkóska Harissa og Grænmetis paradísinni.
2 – Ég notaði blómkálshrísgrjónin frá Angelmark (afþýðið fyrst) en þau geta verið þægileg að nota í staðinn fyrir ferskt blómkál. Setjið þau út í grænmetið en passið að vera búin að taka mesta vökvann frá þeim.
3 – Hrærið saman, saltið, piprið og setjið smá sítrónuolíu út í.

GRÍSK JÓGÚRTSÓSA

3 msk.  grísk jógúrt
1 tsk. Dijon sinnep
1 tsk Grænmetis paradís Kryddhúsið
smá salt

Blandið saman grískri jógúrt, Dijon og kryddinu og hrærið vel saman. Gott að láta standa í 30 mínútur áður en hún er borin fram þannig að hráefnin blandist vel saman. Ef þið viljið þynna sósuna aðeins er hægt að setja smá vökva eins og vatn út í.

Borið fram þannig að þið setjið grænmetið í salatblaðið og sósuna. Stráið síðan ristuðum sesamfræjum yfir og njótið!

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?