HAUSTIÐ NÁLGAST
Haustið nálgast hægt og hljótt. Gróður er farin að falla, sólin sest fyrr á kvöldin, bændur setja grænmetisuppskeru sumarsins á markað og berjatínsla er á fullu víða um land. Skólar eru að byrja og við almennt að huga að því sem fylgir haustinu.
Eftir ferðasumarið mikla innanlands, hefur nestið úr vegasjoppunum og grillmaturinn og hvítvínið væntanlega skilið eftir ákveðna uppsöfnun í líkamanum. Því er gott að taka til í honum á einn eða annan hátt.
VELJUM ÞAÐ SEM VIRKAR
Sumir velja að sækja þá námskeið eins og HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn, en einn slíkur er einmitt í gangi núna, sá sextugasti og fimmti sem ég leiðbeini fólki í gegnum.
Aðrir velja að sækja námskeið sem ÖRVAR VAGUS TAUGINA, en hún er ein af allra mikilvægustu taugum líkamans og snertir öll líffæri frá augum og niður í nára, nema nýrnahetturnar. Ég er einmitt með slíkt námskeiðið í gangi, en það byggist á 28 daga æfingaprógrammi, sem styrkir taugina og undirvitundina.
Ég hef lært mikið um VAGUS taugina á þessu ári og nú síðast las ég hjá einum fremsta leiðbeinanda í faginu að sé VAGUS taugin vanvirk, sé ekki hægt að koma jafnvægi á þarma og ristil – svo virkni henni skiptir miklu fyrir meltingakerfið, sem og önnur kerfi líkamans.
SYKURLAUS SEPTEMBER
Ég er með hópinn HEILSA OG LÍFSGÆÐI á Facebook, en hann er fyrir alla sem hafa áhuga á náttúrulegum leiðum til að viðhalda góðri heilsu. Það kostar ekkert að vera í hópnum og í gegnum hann veiti ég ýmsa ókeypis fræðslu og hvatningu.
Í maí var ég með hreyfingarátakið 30 MÍN Á DAG Í 31 DAG, sem tókst frábærlega vel.
Nú í september blæs ég til SYKURLAUSS SEPTEMBER, sem allir sem í hópnum eru geta tekið þátt í. Samhliða daglegum hvatningum í gegnum Facebook hópinn, verður fræðsla bæði í formi fyrirlestra og greina.
VIKULEGIR VINNINGAR
Til að hvetja til þátttöku og dugnaðar í þessu átaki, mun ég vikulega draga út úr hópi þeirra sem eru duglegir að „kommenta“ eitt nafn og gefa vinningshafa hverrar viku veglega vinninga í samstarfi við NOW á Íslandi.
Eina sem þú þarft að gera ef þú vilt vera með er að sækja um aðgang að hópnum HEILSA OG LÍFSGÆÐI og setja þér að markmiði að taka þátt í SYKURLAUSUM SEPTEMBER, sem hefst fyrsta dag septembermánaðar.
Mynd: Sólsetur við Patreksfjörð – Guðrún Bergmann
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA