GRÆNKÁLSPESTÓ sem þú verður að prófa

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
á þessa uppskrift eins og svo margar aðrar hér á síðunni.
Hún er dugleg að framreiða flotta og bragðgóða rétti
eða meðlæti eins og þetta GRÆNKÁLSPESTÓ:


 

GRÆNKÁLSPESTÓ
– sem þú verður að prófa

Mikið er nú dásamlegt að sjá allt þeetta fallega, litríka og holla íslenska grænmeti í kjörbúðunum. Mig hefur alltaf langað til að nota grænkálið meira en ég hef gert í matargerð þar sem það er svo hollt.

Þegar ég sá glænýtt, ferskt og brakandi grænkál í búðinni um daginn keypti ég einn pakka af því. Ég hafði ákveðið að nota það í súpu en ekkert varð úr því, þar sem ég ákvað að gera frekar pestó úr því. Ég sé ekki eftir því þar sem pestóið heppnaðist svona líka vel. Almáttugur hvað það kom skemmtilega á óvart hvað það var gott! Svo tekur svo skamma stund að búa þessa dásemd til!

Njótið vel!

Með “matarkveðju”
Björg Helen 

 

GRÆNKÁLSPESTÓ

70 gr. heslihnetur

60 gr. grænkál

50.gr. grænar ólífur án steina

rifinn börkur af 1 lítilli sítrónu og smá safi

1 hvítlauksrif

3-5 döðlur smátt saxaðar (spurning um sætleika)

5-6 msk af góðri ólífuolíu

himalayasalt

svartur pipar Kryddhúsið

AÐFERÐ:

1 – Skolið grænkálið og þerrið. Skerið stilkana frá því blöðin eru aðeins notuð.

2 – Setjið í matvinnsluvélina ásamt öllum hráefnunum og blandað vel saman. Þá er það tilbúið!

Þetta Pestó hentar fullkomlega ef þú ert á á HREINU MATARÆÐI.

Svo mæli ég eindregið með því að gera OFNBAKAÐAR GRÆNKÁLSFLÖGUR, sem uppskrift er að í HANDBÓK sem fylgir námskeiðinu. Það er dásamlegt snakk!

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?