KJÚKLINGUR Í INDVERSKRI KARRÝBLÖNDU

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessi réttur er algert sælgæti!


Ég elska gott karrý! En karrý er ekki bara karrý. Það eru til óteljandi blöndur af því en það samanstendur af mörgum kryddum.

Þegar ég prófaði fyrst Indversku karrýblönduna frá Kryddhúsinu fannst mér ég „vera komin heim“ því hún var svo góð! Fullkomin blanda.

Þessi réttur inniheldur nokkur af þeim hráefnum sem ég held mikið upp á og blandast einstaklega vel saman eins og kókosmjólk, Dijon, karrý, sætan úr döðlunum svo ég tali nú ekki um sítrónuolían góða sem gerir allan mat betri.

Og vitið þið hvað? Það tekur ekki nema um 10 mínútur að útbúa þennan rétt áður en hann fer inn í ofn sem er svo frábært.

Hann er því sko vel þess virði að prófa.

Með matarkveðju
Björg Helen

KJÚKLINGUR Í INDVERSKRI KARRÝBLÖNDU
– MEÐ DÖÐLU KÍNÓA

700-800 gr útbeinuð kjúklingalæri

1 dós kókosmjólk Clearspring

1 msk indversk karrýblanda Kryddhúsið

1 msk steikarkrydd Kryddhúsið

1 msk Dijon sinnep

sítrónuolía frá Himnesk hollusta eða sítrónusafi úr 1/2 sítrónu

olía

sjávarsalt

svartur pipar Kryddhúsið

KÍNÓA MEÐ DÖÐLUM

1 bolli kínóa (eða brún hrísgrjón)

5-6 döðlur

salt og vatn

AÐFERÐ:

1 – Byrjið á því að setja ca ½ dl af olíu í botninn á eldföstu móti og veltið kjúklingalærunum upp úr olíunni þannig að kryddið loði vel við.
2 – Kryddið vel með karrýblöndunni, steikarkryddinu, salti og svörtum pipar. Hellið smá sítrónuolíu yfir hvern bita.
3 – Setjið inn í 190 gr heitan ofn í ca 20 mínútur.
4 – Takið þá úr ofninum og veltið hverjum bita einu sinni við og til baka aftur þannig að kryddið sem er ofan á bitanum blandist aðeins safanum og olíunni í botninum.
5 – Hellið síðan eini dós af kókosmjólk á milli bitana og blandið 1 msk af Dijon sinnepi saman við. Gætið þess að sinnepið blandist vel í í kókosmjólkina.
6 – Setjið aftur inn í ofn í 10-20 mínútur, eftir því hvað bitarnir eru þykkir.

Sjóðið kínóa skv.leiðbeiningum og saltið . Skerið döðlurnar smátt og sjóðið með.

Berið fram til dæmis með góðu salati

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?