VIÐ VERÐUM AÐ VERA BREYTINGIN
Oft er vísað í orð Mahatma Ghandi sem sagði á sínum tíma: „Við verðum að vera breytingin sem við viljum sjá verða í heiminum!“
Einmitt núna, þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað í kringum okkur, ekki bara í tengslum við Covid-19, heldur líka vegna þess að ýmsar plánetur í kringum Jörðina eru með orku sinni á „ýta við okkur“, verðum við að fara að hugsa um hvaða breytingar við viljum sjá verða í heiminum.
Í KAOSINU GILDIR AÐ HALDA RÓ SINNI
Sem stendur erum við í miðju kaosinu. Við vitum að allt er að breytast, en gerum okkur samt ekki alveg grein fyrir hvert sú breyting mun leiða okkar.
Efnahagslífið er að hrynja, afkoma heimila og heilu atvinnugreinanna að breytast, við óttumst veiruna sem veldur Covid-19 og þær afleiðingar sem smit kanna að hafa á okkur og þá sem okkur þykir vænt um.
Kaosið er eins og stormur og meðan við erum í miðjum storminum er lítið hægt að gera annað en halda ró sinni og reyna að standa í báða fætur, ef svo má að orði komast.
NOKKRAR LEIÐIR TIL AÐ HALDA RÓ SINNI
Ein leið til að halda ró sinn er að hugleiða – og inni á síðunni minni geturðu náð þér í ókeypis MORGUNHUGLEIÐSLU til að hlusta á daglega. Ef þú hugleiðir, beindu þá athygli þinn að þriðja auganum, sem mikilvægt er að virkja núna. Sjá myndband á Facebook síðunni minni frá í gær.
Önnur er að virkja líkamann til hreyfingar, hvort sem er innan- eða utandyra, huga að mataræðinu og tryggja að líkaminn og ónæmiskerfi hans séu sem öflugust. Til að lifa af storminn þurfum við að hafa sterkan líkama.
Þriðja leiðin er að halda reglu og skipulagi á lífi sínu. Halda reglu á heimilinu, borða á matmálstímum, tryggja minnst 7 tíma svefn á nóttu og taka inn bætiefni sem styrkja ónæmiskerfið.
JÖRÐIN OG MENGUNIN
Í fyrradag 22. apríl var alþjóðlegur DAGUR JARÐAR. Við Íslendingar tökum að sjálfsögðu ekki þátt í honum, heldur búum til okkar eigin Dag umhverfisins, sem er 25. apríl.
Ég lít samt svo á að samstaða með öðrum þjóðum í heiminum, þegar kemur að Jörðinni sé mikilvæg. Saman þurfum við að finna leiðir til að vera samstíga í því hvernig við ætlum að vernda hana fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir.
Ég hef gjarnan sagt að við gerum ekkert (sem mannfólk á Jörðinni) fyrr en okkur er þröngvað til þess. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur þröngvað okkur til að sjá svo margt, kannski mest hversu háð við erum hvort öðru með svo margt – og hversu ósjálfbær við erum, þegar við treystum á ódýrar vörur frá löndum sem stunda algera láglaunastefnu – í stað þess að tryggja framleiðslu í eigin landi.
Við höfum komist að raun um að mengun hefur minnkað stórlega í Wuhan í Kína og í norðurhérðum Ítalíu. Þar sjá menn í fyrsta sinn í áratugi til Alpanna og síkin í Feneyjum eru orðin tær. Þar sjást nú fiskar og höfrungar, sem ekki hafa sést þar óralengi.
Loftið er hreinna, því mengun frá flugvélum hefur minnkað sem um munar. Eina sem hefur kannski ekki breyst er að enn er notað mikið af eitruðum áburði, skordýraeitri og illgresiseyði við ræktun matvæla, sem ekki eru af lífrænum uppruna.
Við þurfum að huga að því hvaða Jarðarmynd við viljum sjá þegar við komumst í gegnum Covid-19 faraldurinn, því við verðum að vera breytingin sem við viljum sjá verða í heiminum.
Facebook hópurinn minn HEILSA OG LÍFSGÆÐI er öllum opinn sem hafa áhuga á náttúrulegum leiðum til að efla heilsuna.
Mynd: CanStockPhoto
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA