HAFRAKLATTARNIR HENNAR BJARGAR
Þessir eru glútenlausir, beint úr smiðju Bjargar Helen Andrésdóttur.
Hún er dugleg að setja saman þau hráefni sem hún á til og útbúa úr þeim
dásamlega rétti – eða skella í Hafraklatta eins og þessa, en gefum henni orðið:
GLÚTENLAUSIR HAFRAKLATTAR
Mikið er nú gaman að sjá hvert það leiðir mann þegar löngun í eitthvað sætt með kaffinu kemur yfir mann. Það þarf þó að vera frekar hollt og gott og má helst ekki taka langan tíma að búa til. Þá eru þessi uppskrift frábær.
Það tekur þig ekki nema um 10 mínútur að hræra öllum hráefnunum saman og þú ert varla búin að snúa þér við þegar klattarnir er tilbúnir til að borða. Gerist ekki betra!
Ég hef klattana ekki of stóra þannig að úr þessari uppskrift fæ ég á bilinu 10-12 klatta.
INNIHALDSEFNI:
150 gr. hafrar glútenlausir
20 gr. kókoshveiti
1 stórt egg
1-2 msk kanill
1 tsk vínsteinslyftiduft
50-60 gr.agave síróp eða hunang
2-3 msk grísk jógúrt
2 msk góð olía
Salt
80-110 gr. rúsínur eftir smekk
AÐFERÐ:
1 – Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið vel saman með skeið eða sleif.
2 – Mig langar að benda á að það er hægt að hafa klattana sætari með því að nota meira að sírópinu eða hunanginu. Nú einnig væri sniðugt að hræra nokkrum stevíu dropum út í jógúrtina áður en henni er blandað saman við öll hráefnin.
3 – Þegar allt er farið að loða saman mótar maður kúlu og fletur aðeins út á bökunarpappír sem þarf að smyrja með þeirri fitu sem hentar ykkur.
4 -Setjið inn í heitan ofninn og bakið við 180°C í 20-30 mínútur eða þar til klattarnir eru orðnir gullinbrúnir.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA