ER HÆGT AÐ BRÆÐA ÓTTANN?
Óttanum fylgja yfirleitt þrenn viðbrögð. Í fyrsta lagi getur hann verið lamandi, þannig að hann ræni okkur öllum viðbrögðum og við nánast frjósum. Í öðru lagi getur hann leitt til þess að við „tökum til fótanna“, eins og þegar alvarleg hætta stafar af einhverju, sem er frábært. Í þriðja lagi getur óttinn fyllt okkur krafti til að berjast við „árásaraðilann“.
ÓTTINN VIÐ COVID-19
Óttinn við Covid-19 virðist vera frekar lamandi, því við vitum ekki hvar „árásaraðilinn“ er. Þess vegna liggja allir hurðarhúnar, allir stálfletir og allir sem við mætum eða þurfum að umgangast undir grun.
Ég hef tekið eftir tortryggninni sem kemur upp hjá fólki sem maður mætir, til dæmis á gönguferð. Ekki er lengur skipst á kveðjum eins og „Góðan dag!“ heldur er litið til jarðar og tekinn stór sveigur.
DR. BUTTAR ER MEÐ ÁHUGAVERÐAR UPPLÝSINGAR
Ég hlustaði á nokkur viðtöl og fræðslumyndbönd með bandaríksa lækninum Dr. Buttar um helgina. Dr. Buttar stundar það sem kallast „Advanced Medicine“ eða framþróuð læknisfræði og rekur ásamt öðrum Heilsugæslu (clinic) í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þar eru langt leiddir krabbameinssjúklingar og einstaklingar með einhverfu meðhöndlaðir með frábætum árangri.
Dr. Buttar er með ákveðnar skýringar á vírusnum sem veldur Covid-19 og er að hrella heimsbyggðina, sem er alveg þess virði að kynna sér. Viðtöl við hann og myndbönd frá honum er að finna inni á síðunni: www.askdrbuttar.com/nnn ef þú hefur áhuga á að hlusta á hann.
Í einu viðtalinu sem ég hlustaði á um helgina sagði hann meðal annars að Selenium virkaði eins og P-pillan sem vörn gegn vírusum. Ég hef áður fjallað um það sem eitt af þeim bætiefnum sem styrkja ónæmiskerfið, en fannst áhugavert hvernig hann orðaði þetta.
GETUR HLÝJA BRÆTT ÓTTANN?
Þar sem hugsun er til alls fyrst, hef ég látið mér detta í hug hvort hlýjar hugsanir geti „brætt“ óttann.
Gætum við í stað þess að senda frá okkur tortryggar hugsanir, sent hlýjar hugsanir til þeirra sem við mætum á förnum vegi – eða þegar við förum út að versla.
Við þurfum ekki að faðma fólk með öðru en hugsunum, en með því að senda hlýjar hugsanir erum við að bægja óttanum í burtu, bæði hjá okkur og öðrum.
ÓKEYPIS STUÐNINGSEFNI
Styrking ónæmiskerfisins er alltaf besta leiðin til að verjast hvers kyns árásaraðilum. Með því að hugleiða drögum við úr steitu og ótt og kynnum hugann, svo hann geti sent frá sér hlýjar hugsanir.
Þú getur sótt þér ókeypis E-bók – 5 RÁÐ TIL AÐ STYRKJA ÓNÆMISKERFIÐ – með því að SMELLA HÉR.
MORGUNHUGLEIÐSLAN er góð leið til að hefja daginn, en þú getur sótt hana HÉR.
Þú ert velkomin/-n í Facebook hópinn HEILSA OG LÍFSGÆÐI og er opinn öllum sem hafa áhuga á náttúrulegum leiðum til að efla heilsuna. Smelltu á heiti hópsins til að sækja um aðgang.
Mynd: Photo by Victor Serban on Unsplash
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025