STJÖRNUSPEKIN OG FRAMTÍÐIN

STJÖRNUSPEKIN OG FRAMTÍÐIN

Ég hellti mér á kaf í stjörnuspekina síðastliðið sumar og hef verið mjög upptekin í að fylgjast með því hversu nákvæmlega hún spáir fyrir um þær umbreytingar sem eru að verða í heiminum. Stjörnuspekin byggist á stærðfræðilegum líkindum og líkist því á vissan hátt veðurspá.

Fyrsta stjörnuspekinámskeiðið sem ég sótti var hjá Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi árið 1985. Í framhaldi af því sökkti ég mér í stjörnuspekina og las ótal bækur um hana meðan ég átti verslunina Betra Líf á árunum frá 1989-1994.

STJÖRNUSPEKIN Í DAGLEGU LÍFI

Alveg frá upphafi hef ég nýtt mér stjörnuspekina í mínu daglega lífi og meðan ég rak Hótel Hellnar, réði ég fólk í gegnum atvinnumiðlanir út frá stjörnukortum þeirra, því ég hitti það ekki – og tókst bara vel til.

Stjörnuspekin hefur líka verið snar þáttur í allri einkaráðgjöf sem ég býð upp á og í sumar og haust hef ég verð að bæta enn við þekkingu mína með því að sækja námskeið hjá erlendum stjörnuspekingum. Þar hef ég verið að læra um pláneturinar í Kuiper-beltinu.

TUTTUGASTA BÓKIN

Þessi stjörnuspekiáhugi og dýpri skilningur á áhrifum plánetanna á líf okkar hér á jörðinni varð svo til þess að ég settist niður síðla sumars til að skrifa bók, en LEIÐ HJARTANS er tuttugasta bókin mín á þrjátíu árum. Ekki örvænta þótt þú skiljir lítið í stjörnuspeki, því ég skýri mjög nákvæmlega út grunnþættina, svo umfjöllunin er auðskilin.

Ég mundi ekki alveg hvenær fyrsta bókin mín kom út, en rak nýlega augun í það var árið 1992. Sú bók hét LÁTUM STEINANA TALA, en í henni skrifaði ég um orkusteina og kristala. Þeir geta verið jafn mikilvægir fyrir okkur nú og þeir voru í þeirri umbreytingarbylgju sem þá gekk yfir heiminn og var gjarnan kölluð Nýöld.

Á MERKILEGUM TÍMAMÓTUM

Við sem mannkyn erum stödd á merkilegum tímamótum. Meðvitund alls mannkyns er að taka framþróun og uppfærast, meðal annars vegna áhrifa frá ytri plánetum í sólkerfinu. Verið er að vekja okkur til vitundar um alla þá duldu hæfileika sem við búum yfir en höfum hingað til verið ómeðvituð um. Við erum nefnilega mun öflugri en við höldum.

Jörðin er líka að fara í gegnum sína uppfærslu. Í LEIÐ HJARTANS koma fram nánari skýringar á þeim umbreytingum sem sólkerfi okkar er að fara í gegnum. Framundan eru miklar umbyltingar, niðurbrot gamalla kerfa og uppbygging nýrra og algerlega ólíkra kerfa. Nýju kerfin þarf að reisa með víðsýni, umburðarlyndi og samkennd. Til að geta gert það þurfum við að gera upp við fortíðina, læra að hugsa bæði með hjartanu og höfðinu og virkja markvisst kærleiksorkuna í okkur sjálfum.

Þú getur pantað þér eintak af LEIÐ HJARTANS á forlagsverði með því að SMELLA HÉR

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Mynd: CanStockPhoto/Patrick

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram