UPPÁHALDS HÚÐOLÍAN MÍN

UPPÁHALDS HÚÐOLÍAN MÍN

Lestrartími: 3 mínútur 15 sekúndur

Flestir eiga sér eitthvað uppáhalds og eitt af mínu uppáhalds þessa dagana er Hamp húðolían frá Endoca. Það má nota hana bæði á andlit og líkama, svo hún virkar frá toppi til táar. Í henni eru dásamleg og algerlega 100% náttúruleg innihaldsefni.

Aðaluppistaðan í þessari frábæru olíublöndu er kaldpressuð apríkósuolía og CBD-hampþykkni, sem gengur vel inn í húðina og róar og nærir þurra húð. Ég hef lengi verið með frekar þurra húð á kálfunum en síðan ég fór að bera olíuna á mig er húðin allt önnur.

NÁTTÚRULEGUR LJÓMI HÚÐARINNAR

Þessi Hamp olía frá Endoca hefur komið mér mikið á óvart, því fyrst þegar ég bar hana á mig var ég ekki viss um að ilmurinn af henni félli mér – en það var bara í það eina skipti. Nú elska ég ilminn af henni og líðanin sem fylgir því að nota hana daglega er dásamleg. Húðin bókstaflega sogar hana í sig eftir morgunsturtuna því hún gengur svo vel inn í hana.

Fyrir utan þrjár frábærar olíur, lífræna apríkósuolíu, bergamot olíu og CBD hampolíu, er blandan full af andoxandi efnum eins og A- og E-vítamínum og fljótandi ómettuðum fitusýrum sem mýkja áferð húðarinnar. Olíublandan er létt í sér og gengur auðveldlega inn í húðina, en situr ekki utan á henni og veitir líkamanum ljóma frá toppi til táar.

FLOTT FYRIR ÞURRBURSTUN

Hamp olían frá Endoca virkar sérlega vel með þurrburstun, en þurrburstun er frábær fyrir almennt heilsufar líkamans og getur haft eftirfarandi áhrif:

Þéttir og styrkir húðina – Örvar meltinguna – Losar um appelsínuhúð – Örvar blóðrásina – Eykur frumuendurnýjun – Hreinsar sogæðakerfið – Losar um dauðar húðfrumur – Styrkir ónæmiskerfið – Bætir samskipti milli frumnanna – Örvar starfsemi innkirtlanna og styrkir um leið allan líkamann.

SVONA ÞURRBURSTARÐU HÚÐINA 

Notaðu bursta með löngu skafti, helst með náttúrulegum hárum, ekki of stífum og burstaðu húðina á eftirfarnandi máta:

  1. Byrjaðu á að bursta iljarnar því taugaendar þar senda boð um allan líkamann.
  2. Burstaðu síðan kálfa, læri, rasskinnar og mjaðmir – neðan frá og upp.
  3. Burstaðu næst kviðinn með réttsælis hringlaga hreyfingum, frá nafla og út að mjaðmabeinum.
  4. Burstaðu bakið (eins og þú nærð) með hreyfingum í átt að mitti.
  5. Burstaðu svo hendurnar og upp handleggina alveg upp að öxl og síðan efri hluta líkamans að framan, niður að nafla.
  6. Sérstaklega fyrir konur: Teygðu handlegginn upp yfir höfuð og burstaðu annað brjóstið í hringi (að ofan og undir og svo upp og aftur í hring) og síðan hitt. Burstað þau ekki af sama krafti og aðra hluta líkamans og gættu þess að BURSTA EKKI geirvörturnar.
  7. Burstaðu húðina alltaf ÁÐUR EN þú ferð í sturtu eða bað, eins oft í viku og þú hefur aðstöðu til.
  8. Berðu Hamp olíuna frá Endoca á húðina EFTIR BURSTUN, leyfðu húðinni að draga hana í sig í svona 5-10 mínútur (getur verið í slopp eða vafin handklæði á meðan) og þurrkaðu hana svo af með snörpum frottéklút eða litlu handklæði. Ef klúturinn er hvítur, sjást óhreinindin sem sogæðakerfið skilar frá sér á því að hann verður gráleitur.

KVÖLDS EÐA MORGNA

Ef þú burstar húðina á kvöldin er gott að fara í góð náttföt eftir að olían hefur verið þurrkuð af húðinni og leyfa líkamanum að njóta þeirrar olíu sem eftir situr á henni yfir nóttina. Fara svo í sturtu næsta morgun og ekki nota sápu á aðra staði á húðinni en þá sem merktir eru á veggspjöldum sundlauganna.

Ef burstað er að morgni er farið í heita sturtu EFTIR BURSTUN, OLÍUÁBURÐ OG ÞURRKUN og húðin svo skoluð í lokin með köldi vatni (alla vega upp fyrir hné), til að örva blóðflæðið og ná hita fram í yfirborð hennar.

NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI

Margir nuddarar nota Endoca hamp olíuna í starfi sínu, en það dásamlega við náttúrulegu innihaldsefnin í henni er að það er hægt að finna þau í mörgum eldhúsum. Það má því borða þau öll. Olíublandan veldur okkur engum skaða, heldur nærir húðina utan frá og inn án skaðlegra efna eins og parabena eða súlfata. Það er kannski það allra besta við hana.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur Endoca hamp olíuna í Fjarðarkaup, verslunum Hagkaups, Hemp Living, Urriðaholtsstræti 24 í Garðabæ og í vefversluninni GottCBD.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Mynd: CanStockPhoto / gubcio og af vef endoca.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram