SPÁDÓMAR FRUMBYGGJA ÁSTRALÍU

SPÁDÓMAR FRUMBYGGJA ÁSTRALÍU

Eftirfarandi upplýsingar og beiðni um þáttöku í hóphugleiðslu er að finna á vefsíðunni Forgotten Origin, sem er í eigu Steven og Evan Strong. Þeir telja sig hafa með rannsóknum sínum og uppgötvunum staðfest að uppruna mannkyns megi rekja til Ástralíu.

Ég hafði samband við þá þegar ég frétti af þeim viðburði sem fjallað er um hér á eftir og bauðst til að þýða upplýsingar um hann og koma þeim á framfæri hér á landi.

Það sem hér fer á eftir er afrakstur ferlis sem hófst fyrir um þremur árum síðan hjá þeim. Öldungarnir (Elders) og þeir sem vernda munnmæli og þjóðsagnir meðal frumbyggja Ástralíu, fóru þá að hafa samband við Steven og Evan og segja þeim frá þeim algeru umbreytingum sem væntanlegar væru á Jörðinni. Sögurnar komu ekki bara frá einum hópi frumbyggja, heldur frá mörgum og þeim hefur öllum borið saman.

TÆKI FRÁ SJÖSTIRNINU

Á þessu þriggja ára ferli hafa upplýsingarnar komið frá þeim sem stjórna seremóníum eða þeim sem bara höfðu heyrt af þessu. Það sem þær höfðu allar sameiginlegt var ferlið, staðsetningin og útkoman. Í fyrsu var okkur sagt að geimskip væri á leið frá Sjöstirninu (Pleiades) til Jarðar og að í því væri sérstakt tæki.

Síðar kom í ljós að tækið var löngu komið til Jarðar. Frá sjónarhorni frumbyggjanna fer tíminn í hringi í náttúrunni, svo það að vera nærri milljón árum frá tímasetningunni var ekki mikið mál. Það sem skiptir máli er að Pleiadians voru þegar búnir að afhenda tækið og það bíður tilbúið.

TÖFRAKASSINN ULURU

Þetta tæki sem Öldungarnir (Elders) kalla „Töfrakassann“ er ofar skilningi okkar á Jörðinni, en það er einn annmarki á gjöf þessari frá geimbúunum. Ef menn Jarðar hjálpa ekki til við að virkja orkuna í “kassanum”, gerir hann ekkert annað en að bíða eftir leiðbeiningum. Jafnvel þegar kveikt verður á „rofa kassans“ með söng, gerir það „kassinn“ bara tilbúinn fyrir næsta skref.

Hjálplegar geimverur mega ekki skipta sér beint af mannanna málum. Þær geta gefið vísbendingar, komið með tillögur og veifað hvítum fána, en aldrei hrint einhverju af stað eða bætt við það. Þessi „Töfrakassi“ gengur fyrir hreinni, jákvæðri orku mannsins. Ef það er hins vegar til staðar lágmarksfjöldi (100.000 í heildina eða fleiri) sem lætur farsóttir, efnahagsöngþveiti, stríð og hryðjuverk ekki hafa áhrif á sig og einblínir á það jákvæða, mun þessi kassi draga til sín allan þann forða af hreinni orku sem fólk sendir frá sér og síðan magna hana upp og senda hana út um allar orkulínur (ley lines) og Draumaslóðir á þessari plánetu.

JÖRÐIN VEIT AF BREYTINGUNUM

Plánetan sjálf er meðvituð um þessa væntanlegu hröðun (acceleration) sem leitir til hækkunar á sveiflu eða tíðni hennar. Þess vegna hefur Schumann Resonance tíðnin, sem mælir innri púls Jarðar, undanfarið verið að hækka eða lækka eins og sjávarföllin. Hún er að undirbúa sig fyrir þessa seremóníu, því þegar helgiathöfninni lýkur mun Jörðin halda áfram að vera á mun hærri tíðni um alla framtíð.

Haldi hins vegar núverandi ótti og neikvæðni áfram og verði þeir sem ekki falla undir þær tilfinningar of fáir, mun “kassinn” bara dóla áfram í hægagangi og fljótlega eftir það mun öxull Jarðar halla og hafið mun hreinsa plánetuna og nánast allt á henni skolast í burtu. Hvort heldur sem er, þá er Jörðin að rísa og mun verða hreinsuð.

JÖRÐIN SKIPTIST Í TVO PÚLSA

Verði hins vegar nægilegur fjöldi fólks sem styður með hreinni orku sinni við seremóníuna og virkja þannig orku “kassans”, hafa Öldungarnir sagt Steven og Evan Strong að Jörðin muni í orðsins fyllstu merkingu skiptast í tvo „púlsa“. Tíðnin á öðrum verður nærri 200 á Schumann skalanum, en hinn mun halda sömu tíðni og nú og vera í kringum 8.

Sérhver sál mun sjálfkrafa laðast að þeirri tíðni sem endurspeglar núverandi stöðu andlegs þroska þeirra. Þeir sem eru helteknir græðgi, slúðri, valdabaráttu, baktali og ringulreið munu laðast að lægri tíðninni, á meðan þeir sem leita eftir visku, horfa inn á við og virða gamlar leiðir, munu laðast að hærri tíðninni.

Slík tvískipt tíðnisveifla kemur ójafnvægi á efnissvið Jarðar, þar sem tveir mismunandi raunveruleikar þrífast ekki á sama efnissviði. Á næstu mánuðum eða þess vegna næstu árum, munu þeir sem eru á lægri tíðninni, en þangað munu margir leita, smátt og smátt dofna og að lokum hverfa. Samtímis mun allur þessi esóteríski farmur yfirgefa plánetuna.

HVORKI DÓMUR NÉ HEGNING

Þessi aðgreining er hvorki hugsuð sem dómur né hegning, því sálirnar sem komast ekki yfir hindrunina eiga eftir að endurfæðast, en ekki hér því að hækkandi tíðni Jarðar myndi einfaldlega ganga frá þeim sálum sem eru ekki nægilega þroskaðar. Margir þeirra sem búa nú á Jörðinni eru því á leið í leikskóla á ný, en þeir sem ná að fylgja hækkandi tíðni eru á leið í Háskóla Jarðarinnar.

Hvenær mun svo lokapróf hverrar sálar eiga sér stað? Svarið sem er upp á mínútu, kom fyrst frá Viktoríu-Öldungnum Brendan Murray (Original Victorian Elder) og þegar svarið kom upp vorum við hikandi við að staðfesta svo nákvæman tíma.

Tíminn þýðir ekkert hinum megin við tjaldið, því hann er mannanna mælieining. Of margir sjálfskipaðir spámenn hafa gefið upp tíma og dagsetningu sem ekki gekk eftir. Þrátt fyrir að hafa ekki viljað gera slíkt erum við nú 99.999% sannfærðir um að þann 21. desember klukkan 9 að kvöldi við Uluru muni „kassinn“ opnast og kveikt verði á rofanum.

——–

Forgotten Origin hópurinn leitar eftir þátttöku fólks, sem hvorki er lamað af ótta né neikvæðni, til að taka þátt í orkuuppbyggjandi hugleiðslu bæði fyrir 21. desember 2020, svo og á deginum sjálfum.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, set ég hér inn á síðuna mína föstudaginn 27. nóvember leiðbeiningar um hvernig óskað er eftir að hreinsun, hugleiðsla og ásetningur verði.

Myndir: Guðrún Bergmann – Myndirnar eru teknar árið 2009

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 501 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?