HAFRAKÖKUR MEÐ HNETUSMJÖRI

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessa vikuna eru það HAFRAKÖKUR.


Ég hef aldrei verið þekkt fyrir mikla baksturshæfileika. Á svolítið erfitt með að fylgja uppskriftum. Í bakstrinum þarf maður stundum að vera ansi nákvæmur þannig að allt fari eins og til er ætlast.

Einu sinni sagði einhver bökunarspekúlant að bakstur væri alls ekki flókinn, maður þyrfti bara að kunna að gera „grunninn“. Þegar maður kynni hann gæti maður farið að láta „ljós sitt skína“, bætt við hráefnum og gert tilraunir.

Svei mér þá, ég held ég trúi því.

Það tekur ekki nema um 30-40 mínútur að undirbúa og baka hafrakökurnar. Það er sko ekki verra.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

HAFRAKÖKUR MEÐ HNETUSMJÖRI – og sultu

INNIHALDSEFNI:

120-130 gr grófir hafrar Himnesk hollusta

2 egg

8 dropar French vanilla stevía NOW

50-60 gr hnetusmjör

50 gr rúsínur

2 msk kakónibbur Himnesk hollusta

2-3 tsk MACO krydd, Kryddhúsið

1 tsk kanill, Kryddhúsið

2 msk hunang eða agave síróp

1 tsk vínsteinslyftiduft

bláberjasulta sykurlaus St.Dalfour (franska)

salt eftir smekk

AÐFERÐ:

1 – Setjið öll hráefnin í skál nema sultuna og hrærið þeim vel saman með sleif.

2 – Látið síðan standa í 10-15 mínútur þannig að hafrarnir dragi vökvann aðeins í sig.

3 – Deigið er frekar laust í sér þannig að reynið að þjappa því aðeins saman þegar þið mótið kökurnar á bökunarpappírnum sem gott er að smyrja aðeins með smá smjöri, olíu eða fituspreyi. Það koma svona 9-10 kökur úr þessari uppskrift.

4 – Gerið litla „skál“ á toppinn á kökunum og setjið um 1 tsk af sultunni þar í.

5 – Setjið inn í heitan ofn og bakið við 180°C í um 20 mínútur.

6 – Kælið kökurnar áður en þær eru bornar fram.

P.S. Það er líka gott að setja smá auka sultu á þær áður en maður borðar þær.

  • Einnig má skipta rúsínunum út fyrir döðlur eða aðra þurrkaða ávexti
  • Kakónibbunum má líka skipta út fyrir annað súkkulaði. Kakónibburnar eru ekki mjög sætar
  • Þið getið notað hvaða sultu sem er, veljið endilega ykkar uppáhalds. Mér finnst voða gott að nota sultur sem eru með smá bitum í eins og bláberin eru í bláberjasultunni og St.Dalfour sulturnar eru tilvaldar í þessa uppskrift.

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram