INDVERSK GRÆNMETISSÚPA

Uppskriftin þessa vikuna er frá Margréti Berglindi
Ólafsdóttur. Hún er á HREINT MATARÆÐI
námskeiði og þegar hún birti mynd af
þessari súpu í FB hópnum, fannst mér
hún svo spennandi að ég bað um að
fá að birta uppskriftina hér á síðunni.


INDVERSK GRÆNMETISSÚPA

Þessi súpa er frábær á köldum vetrardögum, hitandi, næringarrík og auðvelt að búa hana til. Þótt ég hafi “fundið upp á henni” eins og krakkarnir segja þegar ég var í hreinsunarferli, er ég viss um að hún hentar við mörg önnur tækifæri. Með því að minnka vatnsmagnið og bæta til samræmis við það kókosmjólk í súpuna, verður hún þykkari og matarmeiri, en kókosmjólkin passar svo vel við karrýbragðið.

Njótið vel
Margrét Berglind

INNIHALD OG AÐFERÐ:

1 laukur – gróft skorinn
1 rauðlaukur- gróft skorinn
4 hvítlauksrif- pressuð
2 msk smátt saxaður engifer

Þessum hráefnum er svissað saman í potti með 2-3 msk af olíu í smá stund og svo bætt út í pottinn:

2 msk  karrý (Pottagaldrar)
1 msk túrmerik (Pottagaldrar)
2 msk grænmetis paradís (Kryddhúsið)

Látið kryddið aðeins steikjast með lauknum

Bætið svo 1 lítra af vatni út í pottinn
og 1 msk glútenlausum grænmetiskrafti ( Himnesk hollusta) fæst í Bónus.

Skerið niður:
1 sæta kartöflu
5 sellerístilka
500 gr gulrætur

og bætið út í pottinn.

Látið þetta sjóða saman í 20 mínútur.

Rétt áður en súpan er tilbúðin, skerið þá niður lítinn haus af brokkólí og látið sjóða með síðustu mínúturnar.

Myndir: Margrét Berglind Ólafsdóttir
CanStockPhoto / Jack F / kmity

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram