SÓLMYRKVI OG NÝTT TUNGL

SÓLMYRKVI OG NÝTT TUNGL

Þótt Sólmyrkvar séu alltaf öflugir, er þessi sérstaklega öflugur og orkan frá honum mun enduróma, ekki bara í næstu sex mánuði eftir að hann verður, heldur í gegnum allt árið 2024. Það er vegna þess að Plútó í transit á eftir að fara aftur inn í Steingeitina og verður þá í níutíu gráðu spennuafstöðu við gráðuna sem Sólmyrkvinn verður á – og mun þar með endurmagna upp orkuna og virkja það sem þessi myrkvi er táknrænn fyrir.

EINSTAKUR SÓLMYRKVI

Nýja Tunglið veldur einstökum Sólmyrkva á tuttugu og níu gráðum og fimmtíu mínútum í Hrút þann 20. apríl kl. 04:12 (GMT tíma) hér á landi og honum fylgir mjög dýnamísk orka. Fimm plánetur verða í Hrútnum, ef með eru taldar dvergpláneturnar Eris og Chiron, en Hrúturinn er stjörnumerki aðgerða og vill hrinda af stað nýjum verkefnum.

Það fylgir því hreyfing og frumorka þessum Sólmyrkva, auk þess sem plánetan sem stjórnar Hrútnum er Mars, en Mars er utan við 23 gráður norðan og sunna Sólbaugs, fram í byrjun maímánaðar og er því frekar stjórnlaus. Síðari hluti aprílmánaðar og fyrsta vika maímánaðar eru því líklegar til að mynda sérlega hverfult og eldfimt tímabil – og allar líkur eru á að því tímabili fylgi miklar breytingar.

Gott er að setja fram ásetning sinn eða markmið fyrir þann 20. apríl því nýja Tunglið og Sólmyrkvinn marka mjög stórt nýtt upphaf. Þetta er mjög sjaldgæfur Sólmyrkvi, vegna þess að þetta er svokallaður „hybrid“ Sólmyrkvi og hann verður einungis í 3% tilvika af Sólmyrkvum.

SÓLMYRKVINN

Hann byrjar sem hringlaga myrkvi með hring af ljósi Sólarinnar yst og svo verður hann að almyrkva yfir Ástralíu, Austur-Tímor, Austur-Indónesíu og Nýju-Gíneu þar sem nýlega varð stór jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter. Síðan verður þetta að hlutamyrkva yfir Suðaustur-Asíu, Kyrrahafi, Indlandshafi, Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og Suðurskautinu.

Hann nær því yfir stórt landsvæði og hvar sem áhrifa Sólmyrkva gætir, er líklegt að eitthvað af þessum löndum eigi eftir að komast í fréttirnar, á einn eða annan hátt á næstu mánuðum. Þessi Hrútsorka er gífurlega dýnamísk og tengist mjög nýju upphafi. Hún getur verið mjög einbeitt, reið og stríðskennd, einkum og sér í lagi þar sem myrkvinn á sér stað á þessari síðustu gráðu í Hrútnum, en í öllum stjörnumerkjum er birting hennar fyrir heildina líkleg til að vera er ekki sérlega jákvæð.

Við gætum því orðið vitni að stríðskenndri framkomu, en við getum dreift úr þeirri orku með því að halda okkur í friði, hugrekki, sjálfræði og sjálfstæði. Einstaklingsorkan er mjög sterk og við vitum að ef við beitum friðsamlegri orku okkar, þá er hún öflug, heildstæð og stöðug.

MEIRA UM SÓLMYRKVANN

Sólmyrkvum og reyndar öllum myrkvum, en þó einkum Sólmyrkvar fylgir ófyrirsjáanleg orka.  Þeir geta hent okkur inn á okkar réttu tímalínu, inn á örlagabraut okkar – svona eins og með orku Úranusar, sem er aldrei línuleg, heldur kemur hún óvænt og í stökkum. Ef Sólmyrkvinn lendir á Sólinni okkar, Rísingu eða Miðhimni, gæti okkur verið lyft til nýrrar virðingar eða inn í nýja stöðu, eða einhver gæti veitt okkur tækifæri til frekari starfsframa.

Þessi Sólmyrkvi er mjög jákvæður fyrir framtíð okkar, vegna þess að í hvert skipti sem við erum með Sólmyrkva, þarf Tunglið að vera mjög nærri annað hvort norður- eða suðurenda Öxulnóðunnar. Í þessu tilviki er Tunglið í samstöðu við Norðurnóðuna sem er á fyrstu gráðunum í Nauti, um það bil að bakka inn í Hrútinn.

Norðurnóðan er táknræn fyrir sameiginlega framtíð heildarinnar, svo við erum með mjög skýr skilaboð hér. Þetta er enn eitt merkið um nýtt upphaf í framtíð heildarinnar. Hið óhjákvæmilega er að myrkvum fylgja varanlegar breytingar, einkum þar sem afstaðan við Plútó er mjög sterk við þennan myrkva.

ENDALOK OG NÝ TÆKIFÆRI

Það eru yfirleitt endalok einhvers sem gera það að verkum að það opnast fyrir ný tækifæri. Þau endalok verða enn sterkari þegar við nálgumst Tunglmyrkvann sem verður þann 5. maí. Þetta tímabil frá síðari hluta apríl og fram í fyrstu vikuna í maí er því líklegt til að verða ótrúlega mikilvægt tímabil, vegna þess að orkan er eins og blossamark eða uppkveikitími fyrir mannkynið í þróunarferli þess.

Þann 23. mars síðastliðinn, þegar Plútó fór inn í Vatnsberann, lyftumst við upp á annað stig í þróunarferli okkar vegna þess að við höfum unnið okkur það inn. Meðvitund mannkyns hefur hækkað nógu mikið til að sú breyting gæti orðið. Því er gott að líta á þetta tímabil jákvæðum augum.

AFSTÖÐUR PLÁNETA VIÐ SÓLMYRKVANN

Í hinum mjög svo dýnamíska Hrút eru fimm plánetur, en þær eru Sól, Tungl, Júpiter, Chiron og Eris. Plútó er í níutíu gráðu spennuafstöðu utan merkja við Sólmyrkvann. Hann er reyndar ekki lengur í Steingeit, heldur í Vatnsberanum, svo þess vegna telst afstaðan vera utan merkja.

Plútó er líka í T-spennuafstöðu við Öxulnóðurnar og fellur þessi Sólmyrkvi því inn í þessa öflugu spennuafstöðu. Norðurnóðan er á fjórum gráðum í Nauti  og Suðurnóðan á fjórum gráðum í Sporðdreka. Þetta er uppkveikipunkturinn, sem kemur til með að valda varanlegum samfélags- og stjórnarfarsbreytingum í heiminum, því Plútó er pláneta dauða og endurfæðingar. Þessi T-spennuafstaða Plútós við Nóðurnar mun vara nánast allt þetta ár eða fram í nóvember. Hún er þó mögnuðust núna og fram í miðjan júlí.

HINGAÐ OG EKKI LENGRA

Þar sem Sólin og Tunglið eru á þessum Sólmyrkva á öftustu gráðunni í Hrútnum, fylgir því ákveðin ákafi eða nauðsyn að halda áfram. Það er engin leið að snúa til baka, því við erum komin að endamörkum. Þessu fylgir mikil tilfinningaspenna, einkum ef við erum með sterkar afstöður við Plútó og Tunglið.

Tilfinningin er að sú að heildin sé á síðasta snúning eða búin að fá nóg. Svona – hingað og ekki lengra! Endalok, upphaf, ný tækifæri, stökk fram á við og ófyrirsjáanlegar breytingar – eiga eftir að ýta á eftir því að gamli heimurinn hrynji.

Með alla þessa Hrútsorku eru líkur á að fólk bregðist við ýmsu af hvatvísi, frekar en með  úthugsuðum viðbrögðum. Reynið því af fremsta megni að bregðast ekki við af hvatvísi. Verið staðföst í hugrekki ykkar, ykkar innri miðju og haldið innri styrk og sjálfræði. Þannig birtið þið þessa Hrútsorku á mjög jákvæðan máta.

MERKÚR OG ÚRANUS

Merkúr og Úranus eru í korti nýja Tunglsins í mjög þéttri samstöðu í Nauti. Sú afstaða getur verið táknræn fyrir sláandi fréttir, afhjúpanir og sannleika sem kemur í ljós. Merkúr fer líka að fara aftur á bak nokkrum klukkustundum eftir þennan Sólmyrkva.

Þar sem hann er í Nauti eru líkur á að mikið af upplýsingum úr fjármálaheiminum komi upp á yfirborðið – og sterkar líkur eru á miklum óstöðuleika í fjármálum alveg frá miðjum apríl og fram í fyrri hluta maímánaðar, þar sem bankamál tengjast Nautinu.

Chiron – hin særði heilari

MARS Í KRABBA OG CHIRON

Önnur afstaða sem er mikilvæg í þessu korti nýja Tunglsins er að Mars, sem stjórnar Hrútnum og þessum Sólmyrkva er í Krabba. Í Krabbanum birtist hann sem öflugur verndari. Við erum því líkleg til að vilja vernda fjölskyldu okkar og þá sem okkur þykir vænt um, alveg sama hvað.

Mars er líka í níutíu gráðu spennuafstöðu við Chiron, sem er í Hrútnum. Allir eru með Chiron einhvers staðar í fæðingarkortum sínum og ef við skoðum þessa plánetu á persónulegu nótunum, þá er hún yfirleitt táknræn fyrir hið „upphaflega sár/áfall“, sem við erum einhvers staðar með, eftir því í hvaða stjörnumerki eða húsi Chiron er í, í stjörnukortum okkar.

Chiron er alltaf tengdur sárum, særindum, veikindum og heilun. Þar sem hann er í spennuafstöðu við Mars, gætu sumir fundið til reiði í tengslum við heilsufarsvandamál eða sannleika sem snýr að heilsumálum sem væri að koma upp á yfirborðið og viljað bregðast við með hvatvísi til að vernda þá sem þeim þykir vænt um, vegna allrar þeirra miklu orku sem tengist Sólmyrkvanum.

ERIS OG JÚPITER

Eris er á 24 gráðum í Hrút og verður í nákvæmri samstöðu við Júpiter þann 24. apríl. Júpiter kemur þá til með að þenja út orkuna í Eris. Hún var systir Mars, kvenlega hliðin á stríðsmanninum, með mikla stríðsorku, tengd lögum náttúrunnar og berst kröftuglega gegn óréttlæti. Hún berst fyrir því að á alla sé hlustað og að allir séu virkir aðilar í samfélaginu. Hún berst gegn hvers konar mismunun og er herskár uppreisnarmaður og fylgin sér.

Júpiter á eftir að þenja út alla þessa orku hennar, en Eris er sú sem berst á götum úti. Í kringum þennan Sólmyrkva eru því líkur á að við sjáum mikið af hópmótmælum, þar sem krafan snýst um jafnræði og réttlæti.

DVERGPLÁNETAN HAUMEA

           Dvergplánetan Haumea

Hins vegar er hin dásamlega dvergpláneta Haumea á núll gráðu og þrjátíu mínútum í Sporðdreka. Það tekur Haumea 283 ár að fara einn hring um sporbaug sinn, svo hún fer hægt yfir. Hún verður í níutíu gráðu spennuafstöðu við Plútó fram til ársins 2028 eða næstu fimm árin.

Haumen er ein öflugasta arkitýpan sem til er fyrir Nýja Jörð. Meðan hún er í Sporðdreka, þar sem Suðurnóðan verður fram í júlí á þessu ári, eru líkur á að hún hreinsi upp eitrið í samfélögum okkar, í fjármálakerfunum, í hafinu og vatnsfarvegum okkar.

Þar sem Satúrnus er nýkominn inn í Fiskana, dvergplánetan Sedna er að fara á milli stjörnumerkja og Haumea er nýkomin inn í hið djúpa vatnsmerki Sporðdrekann, virðist mikilvægi    vatns vera í brennidepli.

Sporðdrekinn er mjög tengdur eitrunum en þar sem Haumea býr yfir endurnýjunarkröftum, er líklegt að á einhvern hátt verði hægt að hreinsa höf og vötn sem hafa verið mjög menguð af mannkyninu. Hvernig það verður gert er enn óljóst, en líklegt er að hreinsunin gangi hraðar fyrir sig en við nú teljum mögulegt.

HÆRRA TÍÐNISVIÐ MEÐVITUNDARINNAR

Þetta hærra tíðnisvið meðvitundar okkar, sem við erum að fara inn á er mjög fíngert og ljósvakatengt og allt öðruvísi en þriðju víddar tíðnisviðið sem við höfum verið á. Við erum á leið inn í nokkurra mánaða tímabil, þar sem þriðja víddin er að hrynja. Því ferli kemur til með að fylgja mikill hávaði. Haldið bara innri ró ykkar og vitið að allt verður í lagi.

Leiðin framundan hjá þeim sem velja hærri tíðnina er tengd töfrum Alheimsins, vegna þess að við erum töfrandi verur. Verið meðvituð um að við erum öflugir meðskapendur í þessu ferli, í allri þessari Hrútsorku, þessum sterka skilningi á sjálfstæði okkar og krafti – og sendum LJÓS okkar út til heildarinnar – og smitum hana með því. Það er eitt það öflugasta sem við getum gert, hvort sem við sitjum ein í sófanum heima eða erum í hópi með öðrum.

Hægt er að lesa meira um þá umbreytingu sem er að verða í heiminum í  LEIÐ HJARTANS – en henni fylgir FRÍ heimsending.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: CanSTockPhoto/ Paula Paladin/leolin tang/araraadt/fredmantel/Mari2d

Heimildir: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory á Sólmyrkvanum, en þær má finna í fullri lengd HÉR.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram