KJÚKLINGUR MEÐ HVÍTVÍNSEDIKI

KJÚKLINGUR MEÐ HVÍTVÍNSEDIKI

Þetta er ein af mínum uppáhalds kjúklingauppskriftum og ég elda hana oft. Það tekur bara um 20 mínútur að útbúa þennan bragðgóða rétt og um 25 mínútur að baka hann. Meðan kjúklingalærin eru að bakast í ofninum er hægt að sjóða kínóa og útbúa salat, sem er flott að bera fram með þessum rétti – og það er líka hægt að þvo pönnuna og setja annað sem notað var við undirbúninginn í uppþvottavélina, sem mér finnst geggjað.

INNIHALD:

8 kjúklingaupplæri, á beini og með skinni (má líka nota 4 kjúklingabringur)
góð steikingarolía 
6 pressuð hvítlauksrif
1 bolli lífaflsræktað hvítvínsedik frá Solspring
safi úr einni límónu
2-3 bollar soðið vatn með 1 msk af grænmetiskrafti – leysið vel upp áður
en soðið er sett á pönnuna
eitt búnt ferskt kóríander, notið bara blöðin

KRYDDBLANDA Á KJÚKLINGINN:

1 msk Lime Pepper frá Santa María
1 tsk  paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
1/2 tsk malað múskat
salt eftir smekk

AÐFERÐ:

1 – Hitið ofninn í 180°C

2 – Blandið kryddinu saman í lítilli skál. Þerrið kjúklingalærin og
kryddið þau jafnt með kryddblöndunni. Raðið þeim á bretti eða disk
og látið standa með kryddinu í 15 mínútur.

3 – Hitið 1-2 msk af olíu á pönnu og snöggsteikið kjúklingalærin báðum megin. Raðið þeim í smurt eldfast mót.

4 – Bætið örlítilli olíu á pönnuna og steikið hvítlaukinn í henni þar til hann fer að taka lit. Hellið þá hvítvínsedikinu
á pönnuna og látið sjóða í mínútu eða svo.

5 – Bætið grænmetissoðinu út á pönnuna, svo og safanum úr límónunni og klippið um 3/4 af kóríanderinu út í soðið.
Leyfið þessu að malla við lágan hita í örfáar mínútur.

6 – Hellið soðinu yfir kjúklingalærin í mótinu og stingið því inn í ofn. Bakið í 25 mínútur eða þar til kjúklingalærin
eru elduð í gegn.

7 – Klippið afganginn af kóríanderinu fyri réttinn áður en hann er borinn fram með soðnu kínóa og salati.

Neytendaupplýsingar: Þú færð lífaflsræktaða (biodynamic) Hvítvínsedikið frá Solspring sem er frábært í alla matargerð hjá Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi
og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is

Myndir: Árni Sæberg og af vef Mamma Veit Best

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram