MELATÓNIN BÆTIR SVEFNINN

MELATÓNIN BÆTIR SVEFNINN

Ekki er langt síðan farið var að leyfa sölu á Melatónin hér á landi, en þetta bætiefni er í raun mjög nauðsynlegt fyrir flesta. Við erum með svo bjartar nætur á sumrin að við erum nánast ekki með neina líkamlega framleiðslu á því, nema því aðeins við sofum í almyrkvuðu herbergi eða með svefngrímu sem tryggir að ekkert ljós komist í gegn. Líkaminn framleiðir nefnilega bara Melatónin í myrkri.

FRAMLEITT Í HEILAKÖNGLINUM

Melatónin er framleitt í heilakönglinum, sem losar það frá sér í ákveðnum hrynjanda í auknu magni eftir að dimma tekur eða líkamsklukkan segir að kominn sé svefntími. Eftir framleiðslu er því seytt út í blóðið og út í heila- og mænuvökva. Melatónin flyst síðan með blóðflæðinu frá heila, til allra hluta líkamans.

Ég veti einungis um eitt fyrirtæki sem framleiðir Melatónin sem vinnur eins og framleiðslan í heilaköngli okkar, en það er Life Extension. Í hverri töflu af Melatonini frá þeim eru einungis 750 míkrógrömm (leyfilegt magn er er 1 milligram hér á landi). Þróun töflunnar er hins vegar þannig að hún er með tímaskammtara svo hún losar melatóninið út í líkamann í ákveðnum hrynjanda yfir sex klukkustundir – líkt og framleiðsla heilaköngulsins gerir.

MELATÓNINMAGN LÍKAMANS

Að nóttu til ætti melatóninmagn líkamans að vera að minnsta kosti tíu sinnum hærra en að degi til, það er að segja ef við sitjum ekki fyrir framan tölvu- eða símaskjá, störum á sjónvarpið eða erum vakandi af öðrum ástæðum, á þeim tíma sem við ættum helst að vera sofandi.

Framleiðsla á melatónini minnkar svo  smátt og smátt á meðan við sofum. Í dagrenningu, þegar birtan gefur okkur merki um að dagurinn sé mættur, hættir heilaköngullinn nánast að seyta út melatónini. Svefntímanum er lokið og við tekur næsti hluti dægursveiflunnar, það tímabil líkamsklukkunnar sem gefur okkur merki um að drífa okkur á fætur.

FIMM ÁSTÆÐUR TIL AÐ NOTA MELATÓNIN

Melatónin er almennt þekkt sem svefnhormónið. Það er eitt af vinsælustu stuðningsefnunum við svefnvandamálum enda hafa margar rannsóknir sýnt fram á að melatónin stuðlar að betri og dýpri svefni.

            #1 – Eykur svefngæðin og stuðlar að betri og dýpri svefni

            #2 – Getur bætt augnheilsuna

            #3 – Dregur úr hættu á kölkun augnbotna

            #4 – Rannsóknir hafa sýnt að Melatónin virkar vel fyrir einhverfa

            #5 – Virkar vel á þotuþreytu (jet lag) og auðveldar svefn eftir langferðir milli tímabelta

HVENÆR Á AÐ TAKA MELATÓNIN INN?

Ráðlagt er að taka Melatónin inn 30 til 60 mínútum áður er lagst er til svefns. Þegar Melatóninið frá Life Extension byrjar að virka sækir á mann svefn. Mín reynsla er sú að það veiti dýpri og jafnari svefn yfir nóttina og auðveldar manni að sofna strax aftur – í stað þess að liggja andvaka – komi einhver utanaðkomandi truflun á svefninn.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur Melatóninið frá Life Extension í vefversluninni www.betridagar.is – Lesendur geta fengið 15% afslátt út á afsláttarkóðann gb23

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:  © Can Stock Photo / Bialasiewicz og af vefsíðu Betri Daga

Heimildir: Úr bókinni BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram