LIPOSOMAL CoQ10 FYRIR AUKNA ORKU

LIPOSOMAL CoQ10 FYRIR AUKNA ORKU

Vissir þú að starfsemi frumuhvatberanna er kjarninn í öllu sem gerist í líkamanum? Flestar frumur í líkamanum bera í sér mörg hundruð hvatbera, sem líkja má við litlar orkuverksmiðjur sem sjá líkamanum fyrir mest öllu eldsneyti og orku sem hann framleiðir. Liposomal CoQ10 styður við þessa orkuframleiðslu.

MARGT GERIR CoQ10 MIKILVÆGT FYRIR HEILSUNA

Ubiquinol – eða samþjappaða, elektrónríka formið af CoQ10 sem framleitt er náttúrulega af líkamanum – gegnir mikilvægu hlutverki í flutningskeðju hvatberanna, þar sem það greiðir fyrir umbreytingu á hvarfefnum og súrefni, yfir í líffræðilega orku (adenosine triphosphate eða ATP), sem viðheldur lífi, viðgerðum og endurnýjun í frumum okkar.

CoQ10 er fituuppleysanlegt andoxunarefni, sem þýðir að það virkar í fituhluta líkamans, svo sem í frumuhimnunum, þar sem það dregur í sig alls konar aukaefni úr meltingunni, sem þekkt eru sem gagnverkandi súrefnistegundir.

Með því að taka inn CoQ10 ertu að vernda frumuhimnuna fyrir oxandi eyðileggingu. Rannsóknir hafa sýnt að CoQ10 virkar vel gegn ýmsum heilsufarsvandamálum og krónískum sjúkdómum, sem oft eru tengdir lágum gildum af bætiefninu.

200 SINNUM MEIRA AF CoQ10

Í raun kemur það ekki á óvart, því ýmis heilsufarsvandamál, þar með taldir hjartasjúkdómar og mígreni – sem CoQ10 hefur virkað vel á – virðast tengjast truflun á starfsemi hvatberanna í frumunum.

Hver einasta fruma í líkamanum notar CoQ10, einkum þó hjartafrumurnar. Frumurnar í hjartavöðvanum eru með um 200 sinnum meira af hvatberum og þurfa því 200 sinnum meira af CoQ10 en vöðvar tengdir beinagrind líkamans.

CoQ10 ER MIKILVÆGT FYRIR HEILSU HJARTANS

Rannsóknir sýna að CoQ10 er mikilvægt fyrir þá sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, þar með talið þá sem hafa fengið hjartabilun eða eru með of háan blóðþrýsting. Rannsóknir gefa líka til kynna að CoQ10 stuðli að bata eftir stórar hjartaaðgerðir.

Hvað varðar hjartaheilsuna, er almennur ávinningur sá að CoQ10 ubiquinol virkar líka sem andoxunarefni í blóðinu, þar sem það kemur í veg fyrir oxun á LDL kólesterólinu (almennt kallað slæma kólersterólið), og dregur á þann hátt úr líkum á æðahrörnun vegna fituútfellinga.

LIPOSOMAL CoQ10 ER AUÐUPPTAKANLEGT

Liposomal CoQ10 er góður kostur fyrir þá sem hafa ekki góða meltingu og næringarupptöku, því upptakan fer fram í fituhimnum frumna líkamans en ekki í meltingarveginum sjálfum. Liposomal CoQ10  frá Dr. Mercola nýtist því líkamanum sérlga vel. Það er án allra  gervi-og aukaefna sem getur hjálpað til við að:

  • Auka orku og úthald.
  • Vernda frumuhvatana gegn oxun.
  • Auka heilbrigði heila, hjarta og æðakerfis.
  • Að draga úr öldrunarferlinu.
  • Styðja við ónæmis- og taugakerfi líkamans.
  • Styðja við að halda jafnvægi á CoQ10 fyrir þá sem þurfa að taka inn kólesteról lækkandi lyf.

Neytendaupplýsingar: Þú færð Liposomal CoQ10 frá Dr. Mercola í Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi eða á www.mammaveitbest.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:

Heimildir:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25126052/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23065343/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/8241707/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/21966175/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26512330/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27012265/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25282031/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/8241697/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24331360/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/21586650/

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram