FULLT TUNGL Í VOG

FULLT TUNGL Í VOG

Tunglið sem nær fyllingu sinni þann 6. apríl er sjöunda tunglið af sjö sem er á sextándu gráðu í sínu merki. Þetta Tungl er enn eitt táknið um það hrun hins gamla og orkubreytingu og uppbyggingu hins nýja. Framundan eru tveir mánuðir, apríl og maí, þar sem mikil umskipti verða á öllu og málum verður snúið við.

Með þeirri ljóseindaorku sem streymdi til Jarðar dagana 22. og 23. mars, fylgdi hækkun á tímalínum okkar, sem þýðir að okkur standa nú í fyrsta sinn til boða tímalínur á mun hærri tíðni en hingað til. Við komum því öll til með að vera á okkar einstaklingsbundu tímalínu, allt eftir sögu sálarinnar og þeim samningum sem sálin gerði áður en hún kom til Jarðar.

Gott er þó til að setja markið hátt og stefna á að hafa kærleikann, gleðina og friðinn í fyrirrúmi, til að ná að vera á þessum hærri tímalínum. Við erum á leið inn í alveg nýjan kafla í sögu mannkyns, eins margir gera sér nú þegar grein fyrir. Héðan í frá erum við ekki með fókusinn á fortíðina eða það sem er að hrynja, heldur á það að skapa hina Nýju Jörð, sem er innra með okkur af krafti og erum að sameinast sem mannkyn í því ferli.

FULLA TUNGLIÐ

Tunglið verður fullt á 16 gráðum í Hrút þann 6. apríl kl. 04:34, hér á landi. Enn eru fjórar plánetur í Hrútsmerkinu, en þær eru Chiron, Sól, Júpiter og Eris, en sú síðastnefnda er á 24° í Hrút. Mars er líka mjög sterkur, en hann fór yfir Öxul Alheimsins á núll gráðu í Krabba, þann 25. mars. Núll gráðurnar í kardinála merkjunum, sem eru Krabbi, Vog, Steingeit og Hrútur, teljast vera á öxli Alheimsins og áhrifanna frá þeim plánetum sem þar eru gætir um allan heim – en plánetan Mars stjórnar Hrútnum.

Þessi plánetuafstaða eykur mjög svo þessa ákveðnu og einbeittu stríðsorku sem fylgir Hrútnum. Hins vegar má nota hana á mun jákvæðari og afkastameiri hátt – með því að stíga inn í eigið hugrekki, sjálfræði og sína einstaklingsbundnu orku – og spá í það á hvaða hátt við erum að hefja nýjan kafla í eigin lífi, því það eru svo mikil umskipti í orkunni í Alheiminum.

SÓL Í SAMSTÖÐU VIÐ JÚPITER

Sólin er í samstöðu við Júpiter og Júpiter er dásamleg pláneta, tengd hærri vitund, útþenslu og sterkri framtíðarsýn. Júpiter er táknrænn fyrir tengingu út í kosmósið (alheiminn), ferðalög um geiminn. Þar sem hann er í samstöðu við Sólina, þenur hann líka út þessa Hrútsorku sem er í gangi. Þessa „ég er“ orku, „ég veit hver ég er“ og eykur dýpri skilning á okkar eigin tilveru.

HEILSA OG HEILUN

Heilsu- og heilunarmál verða áberandi á þessu fulla Tungli (Chiron). Á fullu Tungli eru Sól og Tungl alltaf í 180 gráðu spennuandstöðu við hvort annað. Fullt Tungl markar yfirleitt hápunkt í einhverju eða að einhver mál eru til lykta leidd.

Tunglið getur líka verið að lýsa upp hluti sem við vissum ekki um áður. Í þessu tilviki gæti það verið að lýsa upp eða beina ljósi sínu að mörgum málefnum, sem tengjast heilsu og heilun – vegna þess að Sólin er í mjög þéttri samstöðu við Chiron. Það eru einungis 15 mínútur á milli plánetanna en ein gráða er 60 mínútur.

RÉTTLÆTISKENND VOGARINNAR

Tunglið er í Vog og Vogin er táknræn fyrir réttlæti, sanngirni, jafnvægi og þá samvinnu sem við viljum hafa í samskiptum okkar við aðra. Vogin dregur því aðeins úr þeirri árásarhneigð sem fylgir plánetunum í Hrútnum. Vogin kallar eftir friði í þeim málum sem eru mest áberandi í heiminum núna, en Vogin er annað tveggja stjörnumerkja, ásamt Bogmanninum, sem tengist lögum og rétti, því hún og Tunglið er að beina ljósi sínu að öllum slíkum málum.

Júpiter er ekki bara í samstöðu við Sólina, heldur er hann í 180 gráðu spennuafstöðu við Tunglið. Þessari afstöðu fylgir stærri framtíðarsýn, sem tengist visku og meðvitund á hærri tíðni – og auknum skilningi á því hversu stór Alheimurinn er. Sá skilningur á eftir að aukast mikið á næstu tveimur árum.

ERIS Í HRÚT

Dvergplánetan Eris er á 24 gráðum í Hrút og Júpiter sem er á 20 gráðum í Hrút er því mitt á milli Eris og Sólar sem er á 16 gráðum. Júpiter er því að þenja út alla þá orku sem tengist Eris, einkum ef hún er notuð á réttan hátt. Auk þess er hann að þenja út Hrútsorkuna.

Eris vægir engum, því hún er algerlega ósveigjanleg og er tilbúin að berjast til endaloka til að ná sínu fram. Það sem hún vill fá fram tengist mjög lögum náttúrunnar, ekki þeim lögum sem menn hafa sett sér. Hún berst fyrir jöfnum réttindum allra í samfélaginu – ekki þeirri aðgreiningu og stéttaskiptingu, sem við höfum horft upp á svo lengi.

Eris er líka mjög tengd uppreisnar- og byltingarorku, en sú orka er einmitt mjög sterkt þema í þessu korti fulla Tunglsins, meðal annars vegna þeirrar orku sem fylgir samstöðunni á milli Sólar, Júpiters og Eris í Hrút.

Líka vegna þess að Tunglið sem er á 16 gráðum í Vog er í 150 gráðu afstöðu við Úranus á 17 gráðum í Nauti. Tunglið er táknrænt fyrir fólkið – og Úranus er pláneta uppreisnarinnar. Þessi afstaða sýnir okkur uppreisnargjarnt fólk, sem ákveðið er að draga fram sannleikann, því Úranus er líka pláneta vitindarvakningar og hann kemur til með að vera mjög öflugur í apríl og maí. Til að undirstrika þessa uppreisnarorku nægir að benda á þau mótmælin sem hafa undanfarið verið um allan heim.

Táknið fyrir Plútó

PLÚTÓ Í VATNSBERA

Plútó, sem nú er í Vatsnberanum á eftir að magna upp orku þess merkis. Vatnsberanum er stjórnað af Úranusi, sem tengist uppreisnum, byltingum, sannleikanum og vitundarvakningu.

Þótt Plútó sé bara í Vatnsberanum í tiltölulega stuttan tíma á þessu ári, eða frá 23. mars og til 11. júní, byrjar hann að afhjúpa hvers konar spillingu í vísindum og tækni. Hann mun gera það á þessum tveimur og hálfa mánuði sem hann er í Vatnsberanum á þessu ári – og svo í mun meira mæli á næsta ári þegar hann verður í níu mánuði í Vatnsberanum. Hann fer svo í stuttan tíma inn í Steingeitina aftur og svo að lokum alveg inn í Vatnsberann í lok árs 2024, þar sem hann kemur til með að vera í tuttugu ár.

Það er því mikið af byltingarkenndri orku í gangi, mikið af sannleika sem þarf að komast upp á yfirborðið og réttlætismál sem þurfa að ná fram að ganga.

VENUS OG VOGIN

Plánetan sem stjórnar Voginn er Venus, en sem stendur er Venus í Nauti í samstöðu við Úranus. Hún er því að beina athyglinni að allri þeirri orku sem fjallað hefur verið um hér að framan. Þessari afstöðu getur fylgt mikill fjárhagslegur óstöðugleiki og breytingar sem gerast með stuttum fyrirvara. Nautið er merki banka, ríkidæmis og fjárfestinga – og þar sem Venus, sem líka tengist fjármálum er í Nauti styrkir það enn þær líkur.

RAFMÖGNUÐ ORKA

Þar sem Plútó er kominn inn í Vatnsberann, sem stjórnað er af Úranusi er orkan á mjög hárri tíðni. Hugarorkan getur líka verið mjög rafmögnuð og hástemmd, svo erfitt getur verið að finna innri frið. Eitt af því besta við orkuna í kringum þetta fulla Tungl í Vog er að hún minnir okkur á að beina athyglinni að andardrættinum og að finna innri ró – aftur og aftur yfir daginn – og finna fyrir gleði og njóta þess að vera í augnablikinu.

Halda vel utan um eigin innri styrk, því við erum á leið inn í tímabil ótrúlega skjótra umbreytinga og óvissu – bæði á þessu ári og því næsta. Jarðtenging er því mikilvæg, svo og öflug tenging við okkar eigin innri kjarna. Í þessari grein er að finna slóðir inn á stuttar hugleiðslur sem hjálpa okkur að viðhalda auknu innra jafnvægi.

PLÚTÓ OG NORÐURNÓÐAN

Plútó er í 90 gráðu spennuafstöðu við Norðurnóðuna á 5 gráðum í Nauti. Suðurnóðan er alltaf í 180 gráðu spennuafstöðu við Norðurnóðuna og er því á 5 gráðum í Sporðdreka. Norðurnóðan er táknræn fyrir sameiginlega framtíð mannkyns og Suðurnóðan fyrir þá fortíð sem við erum að losa okkur við.

Þessi spennuafstaða Plútó við nóðurnar kemur til með að hafa gríðarleg áhrif til umbreytinga um allan heim, ekki bara stjórnarfarslega séð, heldur líka samfélagslega. Það verður því mikið um niðurrif og uppbyggingu, sem kemur til með að verða frá grasrótinni og upp. Plútó er táknrænn fyrir dauða og endurfæðingu – og rífur allt niður að grunni, til að hægt sé að byggja upp aftur. Með öllum okkar skilningi og þekkingu komum við væntanlega til með að byggja allt upp á mun betri máta.

PLÚTÓ GREFUR DJÚPT

Plútó verður á þessu fulla Tungli líka í 90 gráðu spennuafstöðu við Merkúr og það undirstrikar enn frekar þemað um að vilja grafa djúpt til að komast að sannleikanum og afhjúpa leyndarmálin. Afhjúpa það sem falið hefur verið, því Plútó hefur alltaf verið tengdur því að afhjúpa leyndarmál – en þegar hann er í sterkri afstöðu við Merkúr, er það merki um að hann sé tilbúinn til að grafa enn dýpra til að koma þeim upp á yfirborðið.

MAGNAÐIR TÍMAR

Erfitt er að gera of mikið úr eða ýkja hversu feikna magnaðir þeir tímar eru sem við lifum á. Við erum algerlega í suðupotti þeirra umbreytinga sem eru leiða okkur frá gamla heiminum til hins nýja. Því er mikilvægt að að viðhalda ekki því gamla, heldur beina öllum kærleika okkar, gleði, athygli og sköpunarkrafti í þá átt að skapa eitthvað mun betra – mun betri heim – og muna að þessi orka og afstöður plánetanna eru bara eins og leir, sem við þurfum að móta úr það sem við viljum að verði að veruleika.

Orkan frá plánetunum er bara 50% af heildarmyndinni. Mannkynið sjálft þarf að nýta hana og skapa úr henni, svo mikilvægt er að stíga inn í hetjuna í okkur sjálfum eða okkar andlega stríðsmann til að stuðla að umbreytingunni. Þegar við komum til með að líta til baka, til þessa tíma í sögunni, viljum við geta verðið stolt af okkur sjálfum og því sem við lögðum fram til að skapa betri og kærleiksríkari heim.

Við lifum á ótrúlega spennandi umbrotatímum. Þegar hlutirnir fara að hrynja, verður hávaðinn meiri – en það er einmitt merki um að gamli heimurinn, sem við höfum vaxið upp úr sé að hverfa.

Hægt er að lesa meira um þá umbreytingu sem er að verða í heiminum í  LEIÐ HJARTANS – en henni fylgir FRÍ heimsending.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: CanStockPhoto / Orla / Allexxandar

Heimildir: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory á þessu fulla Tungli, en þær má finna í fullri lengd HÉR.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram