EINFALDAR HUGLEIÐSUR SKILA ÁRANGRI

EINFALDAR HUGLEIÐSLUR SKILA ÁRANGRI

Margir ímynda sé að til að hugleiða þurfi maður að sitja í lótusstellingu á litlum púða á gólfinu í hálftíma eða meira til að ná einhverjum árangri. Vissulega gerðu gömlu indversku jógameistararnir það og það var líka uppálagt fyrst þegar hugleiðslur fóru að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum.

Tíðnin hefur hins vegar breyst svo mikið að minni tími í dag gerir sama gagn og langur tími gerði áður. Hægt er að hugleiða sitjandi eða standandi, inni eða úti, í bíl eða flugvél. Með smá æfingu er fólk fljótt að ná tökum á hugleiðslu, sem fókusar til dæmis á inn- og útöndun eða það að óma með lokuð augun.

FRAMUNDAN ERU UMBROTATÍMAR

Ég pæli mikið í stjörnuspeki þessa dagana og hlusta á viðtöl þar sem fjallað er um spádóma frumbyggjanna í Norður- og Suður-Ameríku. Uppröðun plánetanna í himinhvolfinu og aldagömlum spádómum ber saman um að miklar breytingar verði á næstu mánuðum og svo áfram á næstu árum eftir það, meðan við ryðjum okkur leið inn í Gullnu Öldina.

Við megum eiga von á því að gömlu kerfin okkar hrynji og þegar slíkt gerist er það áfall fyrir marga, einkum þá sem hafa ekkert verið að spá í slíkt. Nú eru til dæmis bankar um víða veröld að fara í þrot og því hefur verið spáð að hrun þeirra verði eins og þegar eitt dómínó fellur, þá fellir það alla hina „kubbana“.

Fátt skiptir meira máli á umbrotatímum en að halda innri ró, sama hvað á gengur í kringum mann. Þess vegna er gott að hugleiða reglulega, jafnvel þótt það sé einungis gert í stuttan tíma í einu. Þrjár til fimm mínútur á erfiðum degi geta skipt sköpum fyrir okkur.

HJARTAÖNDUN

Í bók minni LEIÐ HJARTANS, þar sem ég fjalla um mikilvægi þess að við tileiknum okkur að lifa í kærleiksorkunni kenni ég það sem kallast HJARTAÖNDUN. Hér kemur útdráttur úr bókinni:

„Við getum öll hækkað tíðnina í eigin hjarta og stækkað orkusvið þess með þessari einföldu öndunaraðferð. Gott er að loka augunum og beina athyglinni að hjartanu og hugsa sér að við öndum ljósi inn og út í gegnum hjartað líkt og það væri lunga. Smátt og smátt hægist á andardrættinum og við finnum hvernig samræming og innri ró færist yfir okkur. Við finnum líka hvernig orkusvið hjartans stækkar langt út fyrir líkama okkar.

Á meðan við þenjum út orkusvið hjartans, hægist enn meira á andardrætti okkar. Með hægari andardrætti dýpkar hann yfirleitt, en samhliða því dregur úr kortisólframleiðslu líkamans og við það fækkar streituhormónum í honum. Þessi streituhormón geta valdið alls konar heilsufarslegu ójafnvægi í líkamanum svo það er mikilvægt að halda þeim í lágmarki.

Með dýpri andardrætti er síðan hægt að taka smá hlé á milli inn- og útöndunar og fara þannig enn dýpra inn í hjartaöndunina. Áður en augun eru opnuð aftur er gott að leggja hönd sína á hjartað og sýna með því okkar yndislega sjálfi sama kærleik og umhyggju og við sýnum öðrum.  

Hjartaöndunin styrkir ónæmiskerfið og býr til samræmi í orkusviði okkar. Það samræmi hefur síðan jákvæð áhrif á alla í umhverfi okkar – þannig að með þessari öndunaræfingu erum við að gera heiminn enn kærleiksríkari.“

EINFALDAR HUGLEIÐSLUR

Inni á Facebook er til síða sem heitir EINFALDAR HUGLEIÐSLUR. Þar er að finna nokkrar ókeypis hugleiðslur sem allir geta hlustað á. Nýjasta hugleiðslan er endurnærandi 3ja mínútna hugleiðsla sem er fullkomin fyrir stuttar pásur í vinnu, námi eða daglegu amstri. Þriggja mínútna hugleiðsla getur haft stór áhrif og gert okkur hæfari til að takast á við næsta verkefni á dagskrá.

Smelltu á eitthvað af hlekkjunum hér fyrir neðan til að hlusta:

– Anchor: https://anchor.fm/einfaldarhugleidslur

– Spotify: https://open.spotify.com/show/48ycfUif4csJCy16EQ4sFZ

– Apple Podcasts: https://podcasts.apple.com/…/einfaldar…/id1668662425

– Google Podcasts: https://podcasts.google.com/…/aHR0cHM6Ly9hbmNob3IuZm0vc…

– Amazon Music: https://music.amazon.com/…/einfaldar-huglei%C3%B0slur…

– Audible: https://www.audible.com/…/Einfaldar…/B0BTC4RJKC…

– Castbox: https://castbox.fm/ch/5297351

INNI Á VEFSÍÐUNNI MINNI

Þar geturðu fundið Morgunhugleiðslu, sem er sex mínútna löng hugleiðsla. Ég hef hvatt alla sem sækja HREINT MATARÆÐI námskeiðin mín til að hlusta á hana meðan á hreinsunarferlinu stendur og hún hefur skilað þátttakendum meira jafnvægi. Hægt er að SMELLA HÉR til að nálgast hana.

Nú hefurðu úr nokkrum leiðum að velja til að koma á innri ró með þessum stuttu hugleiðslum. Svo er bara að muna að taka sér þessar 3-6 mínútur sem þarf til að koma á innri ró, þegar við erum undir miklu álagi.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:  CanStockPhoto / Okolaa /Violin / filmfoto 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram