SINK ER LÍKAMANUM NAUÐSYNLEGT
Lestrartími: 3 og 1/2 mínúta
Sink (Zinc eða Zn 65.38) er snefilefni, sem þýðir í raun að líkaminn þarf einungis á örlitlu magni af því að halda, þótt það sé nauðsynlegt fyrir næstum hundrað ensím í líkamanum, svo þau geti framkvæmt mikilvæg efnahvörf. Sink er mikilvægt fyrir myndun á DNA-i, vöxt frumna og byggingaprótína, fyrir heilun á sködduðum vefjun og til að stuðla að heilbrigðu ónæmiskerfi[i].
Þar sem sink stuðlar að vexti frumna og fjölgun þeirra er mikilvægt að fá nægilega mikið af því á vaxtartímabilum eins og hjá börnum, unglingum og meðan á meðgöngu stendur. Sink er líka tengt bragð- og lyktarskyni okkar.[ii]
MIKILVÆGT STEINEFNI
Næst á eftir járni er sink annað mikilvægasta steinefnið í líkamanum. Það er líkamanum nauðsynlegt en hann þarf annað hvort að fá það úr fæðu eða bætiefnum, vegna þess að líkaminn getur ekki framleitt það.
Sinkið frá Vibrant Health er byggt á sérstakri samsetningu steinefna og ensíma, sem kallast Krebs ferlar (Krebs cycles). Næringarefnin[iii] sem tengjast þessum Krebs ferlum í líkamanum stuðla meðal annars að bættri meltingu[iv] og öflugra ónæmiskerfi, auk þess sem í blöndunni er magnesíum, en sink og magnesíum vinna vel saman í líkamanum.
Krebs ferlarnir stuðla að orku í hverri einustu frumu. Sinkið er bundið við fimm lífrænar sýrur, sem keyra ferlið áfram. Það gerir Krebs ZINC sérlega auðupptakanlegt fyrir líkamann þar sem sýrurnar stuðla að orkuframleiðslu og styrkja lífið sjálft.
AF HVERJU ÆTTIRÐU AÐ TAKA INN SINK?
Það er margar ástæður til að taka reglulega inn sink og hér á eftir nefni ég nokkrar þeirra.
# 1 – STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ OG VINNUR Á SÝKINGUM
Skortur á sinki getur dregið úr ónæmisviðbrögðum líkamans, en þetta steinefni heldur niðri bólgum og bólguviðbrögðum í líkamanum. Sink þykir gott til að vinna á kvefi og ýmsum öðrum öndunarfærasýkingum og sé það tekið inn reglulega í fimm mánuði í röð dregur verulega úr líkum á því að fólk fái kvef [v]
Rannsóknir sýna að þetta nauðsynlega steinefni stuðlar að þróun ónæmisfrumna og truflar það sameindarferli sem veldur því að slím og bakteríur safnist í nefgöngin. Jónað sink býr yfir rafhleðslu, sem getur haft veirueyðandi áhrif með því að festa sig við móttaka í húðveggjum nefganga og blokkera áhrif þeirra.
# 2 – KEMUR JAFNVÆGI Á HORMÓNA
Sink stuðlar að náttúrulegri hormónaframleiðslu, meðal annars með því að auka testosterónframleiðslu á náttúrulegan máta. Það er því gott fyrir æxlunarfæri bæði karla og kvenna. Sink stuðlar einnig að framleiðslu á og losun eggja úr eggjastokkum kvenna, auk þess sem þörf er á sinki til að framleiða hormóna eins og estrógen og prógesterón hjá konum. Hægt er að draga úr ýmsum vandamálum í tengslum við blæðingar, eins og til dæmis geðsveiflum, snemmbærum tíðahvörfum og ýmsu öðru með því að taka inn sink.
# 3 – KEMUR JAFNVÆGI Á INSÚLÍN
Sink er nauðsynlegt til að koma jafnvægi á flesta hormóna, meðal annars insúlín, sem er helsta stýrihormónið fyrir blóðsykur líkamans. Sink hefur jákvæð áhrif á blóðsykurmagnið, vegna þess að það bindur sig við insúlín, þannig að nægilegt magn af insúlíni geymist í brisinu og fer út í blóðið þegar glúkósi kemur í það.
Það stuðlar líka að réttri nýtingu meltingarensíma, sem eru nauðsynleg til að insúlín tengist frumum – svo að glúkósinn nýtist sem orkugjafi fyrir líkamann, en safnist ekki upp sem fita.
# 4 – GÓÐ HJARTAHEILSA
Sink er nauðsynlegt til að viðhalda frumum í hjarta- og æðakerfinu, auk þess sem það dregur úr bólgum og oxandi streitu, en streitan hefur skaðleg áhrif á kerfið. Innþekjan eða þunna lagið af frumum sem þekur æðaveggina treystir á nægilegt magn af þessu steinefni.
Sink stuðlar líka að góðu blóðflæði, þar sem það vinnur gegn háþrýstingi og kólesteróli sem hefur stíflað eða skemmt slagæðarnar. Rannsóknir[vi] sýna að fullorðnir einstaklingar sem voru með hjartavandamál voru með minna magn af sinki en þeir sem voru með heilbrigt hjarta.
# 5 – KEMUR Í VEG FYRIR NIÐURGANG
Skortur á sinki er tengdur krónískum meltingarvandamálum og niðurgangsvandamálum, en slíkt hefur komið fram í töluvert mögum klínískum rannsóknum. Vísindamenn hafa komist að raun um[vii] að sink bætiefni skilar góðum árangri, bæði sem forvörn og eins sem remedía gegn skyndilegum niðurgangi.
Neytendaupplýsingar: Krebs Sink frá Vibrant Health fæst í Mamma Veit Best í Auðbrekku í Kópavogi og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: CanStockPhoto maxxyustas og af vefsíðu Vibrant Health
Heimildir:
[i] https://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/nutrition-and-immunity/
[ii] https://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/zinc
[iii] https://www.sciencedirect.com/topics/biochemistry-genetics-and-molecular-biology/succinate-dehydrogenase#:~:text=Succinate%20dehydrogenase%20(SDH)%2C%20a,assembly%20and%20activity%20of%20SDH.
[iv] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4703346/
[v] https://draxe.com/nutrition/zinc-benefits/
[vi] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29682528/
[vii] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK547698/
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025