HVENÆR ER BEST AÐ TAKA CBD?
Lestrartími: 1 mín og 45 sek
Ég hef í rúmt ár verið að nota CBD olíur og CBD áburði til að takast á við slæma taugaverki vegna klemmdrar taugar í mjöðm. Margir hafa á þessu tímabili leitað til mín og spurt hvenær dags sé best að taka CBD olíurnar. Ég ákvað því að fara aðeins yfir það í þessari grein
BESTI TÍMINN
Besti tími dags til að taka CBD olíu er þegar þér finnst þú þurfa á því að halda. Ég hef tekið mína dropa inn þegar ég finn fyrir miklum taugaverkjum en það getur verið nánast hvenær sem er dagsins. Stundum vakna ég við þá, stundum verða þeir óbærilegir ef ég sit of lengi við tölvuna yfir daginn og stundum get ég ekki sofnað fyrir verkjum – svo ég tek mína CBD dropa inn þegar ég þarf á þeim að halda til að slá á verkina. Það getur verið nokkrum sinnum á dag suma daga og einu sinni á dag aðra daga.
Aðrir nota CBD olíu til að öðlast innra jafnvægi yfir daginn eða til að slaka á eftir langan vinnudag. Enn aðrir þegar þeir eru með slæma verki í líkamanum, til að slá á kvíða eða til að koma jafnvægi á blóðsykurinn. Eins og sjá má byggist því notkunin oft á þörf, frekari en fastri reglu.
En svo eru þeir sem nota CBD olíuna til að halda innra jafnvægi alla daga og til að tryggja góðan nætursvefn. Þá byggja þeir upp ákveðna rútínu sem þeir svo halda, þar sem hún hentar þeirra lífsstíl.
ÁKVEÐIN RÚTÍNA
Til að búa til ákveðna rútínu er best að taka CBD olíu inn á morgnana og fyrir svefn á kvöldin. Algengasta aðferðin við inntöku á CBD olíu er sú að setja örfáa dropa undir tunga. Sú leið skilar skjótum og skilvirkum árangri, líkt og þegar þú setur B-12 dropa eða D-3 dropa undir tunguna. CBD olían hefur áhrif á endokannabínóðakerfi líkamans og geta áhrif olíunnar varað í allt að nokkrar klukkustundir.
Auðvelt er að geyma CBD olíuna. Hægt er að geyma hana í lyfjaskápnum eða við hlið fæðubótarefnanna á köldum þurrum stað fjarri sólarljósi.
Ég kaupi mína CBD olíu hjá Hemp Living, Urriðaholtsstræti 24 eða á vefsíðunni www.hempliving.is – Ef þú hefur áhuga á að prófa hana geturðu fengið 15% afslátt með kóðanum „gb23“, sem ég hef leyfi til að bjóða lesendum mínum. Kóðann má nota hvort sem er í verslun eða á vefsíðu.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: Af vefsíðu Hemp Living og Endoca.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA