ÞESSI CBD OLÍA ER Í UPPÁHALDI

ÞESSI CBD OLÍA ER Í UPPÁHALDI

Lestrartími: 3 1/2 mínúta

Á þessu ári lét ég loks verða af því að prófa ýmsar CBD vörur. Eftir frábæra reynslu bæði af CBD dropum og áburðum sem í er CBD hef ég nokkrum sinnum spurt sjálfa mig af hverju ég hafi ekki gert það fyrr – en allt á greinilega sinn tíma.

HAMPUR TIL LÆKNINGA Í ÞÚSUNDIR ÁRA

CBD er skammstöfun fyrir Cannabidiol, sem oftast er unnið úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi. Notkun á hampafurðum gegn alls kyns kvillum og sjúkdómum hefur fylgt manninum í þúsundir ára enda eru áhrifin af góðu náttúrulegu CBD hreint út sagt frábær.

CBD er ekki bara að finna í vörum sem merktar eru sem CBD vörur, heldur er það á meðal innihaldsefna í lyfseðilsskyldum tauga- og flogaveikislyfjum. Í vísindasamfélaginu er einnig almenn viðurkenning á áhrifum CBD gegn kvíða, streitu og svefnleysi, auk þess sem það virkar á minni, skapgerð, matarlyst og meltingarkerfið.

LE-KKU OLÍAN Í UPPÁHALDI

Ég er búin að prófa nokkrar mismunandi gerðir af CBD olíu, en þessa stundina er LE-KKU í uppáhaldi. Hún er mild en með mikla virkni og ég kalla hana stundum LUKKU. Hún slær nefnilega á taugakrampa og verki sem ég er gjörn á að fá í fótleggina, dregur úr verkjum sem ég fæ í bakið ef ég sit of lengi við tölvuna og er nauðsynleg á kvöldin fyrir góðan nætursvefn.

LE-KKU er framleidd úr hágæða iðnaðarihampi úr lífrænni ræktun í Litháen. Hún inniheldur bæði CBDA og CBGA og er heilvirk (Full spectrum) hráolía, sem þýðir að allir 130+ kannabínóðarnir eru virkir í henni. Rannsóknir hafa sýnt að notandinn finnur fyrir meiri jákvæðum áhrifum ef allir kannabínóðar og terpenar vinna saman, heldur en ef notað er einangrað CBD.

SAMVIRKNI VIÐ LÍKAMANN

Ekki er langt síðan uppgötvað var að í mannslíkamanum er kerfi sem kallast endókannabínóðakerfi. Það er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. 

Endókannóbínóðar eru svipaðir og kannabínóðarnir sem eru í kannabis-sativa plöntunni. Líkaminn framleiðir þá á náttúrulegan máta og þeir hafa meðal annars áhrif á orkujafnvægi líkamans, örvun matarlistar, blóðþrýsting og viðbrögð ónæmiskerfisins

MÓTTAKAR UM ALLAN LÍKAMANN

Móttakar fyrir kannabínóðana eru á yfirborði frumna um allan líkamann. Endókannóbínóðarnir tengjast við móttakana, sem senda skilaboð til þeirra til um að setja af stað viðbragðsferli. Tveir helstu kannabínóða-móttakarnir sem eru til staðar í líkamanum eru:

  • CB1 sem er aðallega í miðtaugakerfinu, sem samanstendur af heila og mænu.
  • CB2 sem er aðallega í úttaugakerfinu og í ónæmiskerfinu.

Endókanabínóðar geta tengst annarri hvorri tegund móttakanna, sem leiðir til mismunandi árangurs eftir staðsetningu móttakanna í líkamanum. Þeir geta til dæmis tengst CB1 móttökunum í mænutaug til að draga úr sársauka, eða binda sig við CB2 móttaka á ónæmisfrumu, sem gefur merki um að bólgur séu í líkamanum.

Ensím sjá svo um að brjóta niður endókannóbínóðana eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu.

HVAÐ MEÐ VÍMUÁHRIFIN?

Margir velta því fyrir sér hvort þeir lendi í vímu ef þeir noti CBD dropa eða aðrar CBD vörur, en það er ekki mögulegt. Ekki heldur þótt í þeim séu heilvirkar olíur, því magnið af THC er svo lítið eða minna en 0,2%.

TVÆR PLÖNTUTEGUNDIR

Til eru tvær tegundir af kannabis eða hampplöntum. Önnur er kannabis-sativa sem er iðnaðarhampur ræktaður meðal annars til framleiðslu á CBD olíu, sem annað hvort er með einangruðum kannabínóðum eða heilvirkum kannabínóðum.

Hin tegundin er kannabis-indica sem er betur þekkt sem marijúana og í henni er meira THC, en það er skammstöfun á efninu sem veitir vímuáhrifin.

GOTT AÐ HAFA Í HUGA

Þegar ég kaupi CBD olíur eða aðrar CBD vörur finnst mér mikilvægt að vita í hvaða landi hampurinn er ræktaður og hvort hann sé úr lífrænni ræktun. Ég vil nefnilega alltaf vita hvaðan vara sem ég nota kemur. Ef þú kaupir CBD olíu mundu þá að hrista dropaglasið fyrir notkun og geyma á svölum stað. Einnig þarf að gæta þess að sól skíni ekki á glasið.

Neytendaupplýsingar: LE-KKU CBD olían fæst í verslun Hemp Living, Urriðaholtsstræti 24 í Garðabæ eða í vefverslun þeirra á www.hempliving.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:  Af vefsíðu Le-kku 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram