FULLT TUNGL Í FISKUM

FULLT TUNGL Í FISKUM

Tunglið verður fullt á 17° og 41 mínútu í Fiskum klukkan 10:00 að morgni þann 10. september.  Kortið fyrir þennan dag er margslungið, enda verður mikið að gerast í kringum þetta fulla Tungl. Eins og alltaf á fullu Tungli eru Sólin og Tunglið í 180° spennuafstöðu við hvort annað og fullu Tungli fylgir alltaf einhver hápunktur í orkunni.

Ef þið eigið stjörnukort getið þið skoðað hvar 17° og 41 mínúta í Fiskum lenda í kortunum ykkar – og velt svo fyrir ykkur hvað sé að ná hápunkti í lífi ykkar? Hvað eruð þið að uppskera eða hvað er að enda? Hvaða leyndarmál eru að koma í ljós í þessu bjarta Tunglsljósi sem gætu breytt stefnu ykkar á næstunni?

Ýmis konar ræktun á norðurhveli Jarðar er einmitt á hápunkti núna, enda er uppskerutími á korni, grænmeti  og ýmsu öðru í fullum gangi. Þeir sem sækja í gjafir Jarðar eins og ber og sveppi eru líka á fullu að uppskera, enda hápunktur einnig þar.

FISKUNUM FYLGIR FALLEG ORKA

Orkan sem fylgir Fiskunum er mjög falleg og Fiskarnir geta verið mjög andlega sinnaðir, skapandir og listrænir. Fiskarnir eru það merki sem tengist umbreytingarástandi, svona eins og þegar við týnum okkur í tíma og rúmi úti í náttúrunni eða þegar við erum að hugleiða eða teikna, mála eða skapa eitthvað – eða tengjast hinu Guðlega.

Orka Fiskanna tengist líka draumum okkar, einkum í þessu tilviki þar sem Tunglið er í samstöðu við Neptúnus en hann stjórnar Fiskunum. Við ættum því að geta fengið mikið af upplýsingum í gegnum drauma okkar í kringum þetta fulla Tungl. Ef þú heldur ekki draumadagbók er frábært að byrja á því núna. Best er að hafa hana við rúmstokkinn ásamt penna og skrá drauminn niður, áður en farið er út úr rúminu á morgnana.

NEIKVÆÐA BIRTINGIN

Öll stjörnumerki hafa á sér bæði jákvæða og neikvæða birtingu. Neikvæða birting Fiskanna getur tengst eituráhrifum, mengun hvers konar, lyfjum af öllum gerðum, fíknum – og blekkingum eða því að hlutirnir séu í raun ekki eins og þeir virðast vera. Sviksemi getur því verið hluti af neikvæðri birtingu Fiskanna – og líklegt er að ljósið frá þessu fulla Tunglið beinist að einhverju slíku.

FLÓÐAHÆTTA

Fiskarnir eru vatnsmerki sem stjórnað er af Neptúnusi. Neptúnus er tengdur hafinu og því er  yfirleitt möguleiki á flóðahættu í tengslum við fullt Tungli í Fiskum. Regn gæti örugglega komið sér vel á svæðum, þar sem miklir þurrkar hafa verið í sumar. En ef skyndilega rignir mikið fylgir því hætta á flóðum því jarðvegurinn er svo þurr að hann dregur ekkert vatn í sig.

MIKIÐ AF HUGLÆGRI ORKU

Í kortinu fyrir þetta fulla Tungl er nokkrar afstöður sem tengjast huglægri orku. Mars er í Tvíbura og verður þar í óvenju langan tíma eða í sjö mánuði, alveg fram til 25. mars á næsta ári. Yfirleitt er Mars ekki nema 5-6 vikur í hverju merki, svo þetta er óvenjulega langur tími, sem skýrist af því að hann verður um tíma á ferð aftur á bak, en það ferli hefst undir lok október á þessu ári.

Tvíburanum er stjórnað af Merkúr, sem er pláneta hugans og Mars kemur til með að efla orkuna þar, hvar sem hann lendir í kortunum ykkar og í hvaða húsi. Sjá skýringar um húsin í greininni TÓLF HÚS STJÖRNUKORTANN.

Þar sem Mars er í Tvíburanum kemur hugurinn til með að vera mjög örvaður. Það verður því mikið af nýjum staðreyndum og nýjum upplýsingum sem streyma til okkar og við verðum að sigta okkur í gegnum þær og meðtaka það sem við teljum vera rétt.

Táknið fyrir Merkúr

MERKÚR í KYRRSTÖÐU

Merkúr er í kyrrstöðu, um það bil að fara aftur á bak næstu þrjár vikurnar eftir að Tunglið verður fullt. Þess vegna er orkan frá honum magnaðri en vanalega, en slíkt á í raun við um allar plánetur sem eru kyrrstæðar – og skiptir þá ekki máli í hvora áttina þær eru svo að fara.

Það er því mikið að gerast í höfðinu á okkur. Merkúr er í Vog, sem tengist huganum eins og hin loftmerkin gera reyndar líka. Vogin er einmitt táknræn fyrir valkosti, það að vega og meta (vogarskálarnar) hvað gera skal eða hvaða leið sé best að fara. Það er því mikið um tvígreiningu hér, því stjörnumerkin þrjú Vog, Tvíburi og Fiskar eru öll tengdir þessari tvígreiningu.

Vogarskálarnar eru tvær, Tvíburarnir eru tveir og Fiskarnir eru tveir. Val okkur kemur því til með að vera mikilvægt og best að gæta þess að valið sé markvisst út frá eigin hjarta.

SPENNUAFSTAÐA MILLI MERKÚRS OG JÚPITERS

Merkúr er á 1° í Vog og Júpiter á 7° í Hrút. Á milli þeirra er því nokkuð víð 180° spennuafstaða. Hún getur tengst stórum hugmyndum og draumum fyrir framtíðina. Við höfum alltaf skapað með ljósinu, en við höfum verið svo ómeðvituð um það. Við erum hins vegar að verða mun meðvitaðri um það hvernig við sköpum framtíð okkar með ljósinu, því við erum að færast úr kolefni yfir í kristaliseraða orku.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: CanStockPhoto/ Knotsmaster /araraadt / dvarg

Heimildir:  Útdráttur úr stjörnuspekiskýringum Pam Gregory, þýddar með leyfi höfundar.
Sjá skýringarnar hennar á ensku í fullri lengd HÉR!

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?