KÍSILL FYRIR HÚÐ, HÁR OG BEIN

Guðrún Bergmann

KÍSILL FYRIR HÚÐ, HÁR OG BEIN

Vissir þú að kísill (silica) er talinn vera fjórða mikilvægasta næringarefni líkamans? Þrátt fyrir þetta mikilvægi er tiltölulega stutt síðan menn fóru að gera sér grein fyrir hversu öflug áhrif hann gæti haft á heilsufars mannslíkamann. En af hverju ættirðu að íhuga að taka inn kísil?

NÁTTÚRULEG KOLLAGEN FRAMLEIÐSLA

Kísillinn eykur náttúrulega kollagen framleiðslu líkamans, sem er hugsanlega mun betri leið en að taka inn kollagen. Kollagen er prótín sem er í húð okkar, brjóski, blóði, vöðvum og liðböndum líkamans og stuðlar að teygjanleika húðarinnar. 

Upp úr fertugu fer oft að bera á kísilskorti, en sá skortur leiðir yfirleitt til þurrks og hrukkumyndunar. Þegar líkaminn fær aftur kísil er eins og húðin enduruppgötvi þá eiginleika sem hún hafði á yngri árum, það dregur úr fínhrukkum og húðin öðlast meiri teygjanleika á ný.

Kísillinn hefur líka góð og styrkjandi áhrif á neglur og hársekki, en eitt áberandi merki um kísilskort er þurrt, stíft og líflaust hár.

LOSAR LÍKAMANN VIÐ BAKTERÍUR OG VÍRUSA

Kísillinn gegnir mikilvægu hlutverki í upptöku annarra steinefna í líkamanum, auk þess sem hann getur hjálpað ónæmiskerfinu að losa sig við alls konar innrásaraðila sem geta valdið veikindum. Má þar nefna ýmis snýkjudýr, svo og myglu- og candidasveppi.

Kísill hjálpar líkamanum að afeitra sig og losar hann við hvers kyns þungmálma og önnur eiturefni sem geta safnast saman í meltingarveginum, öðrum líffærum og í frumum hans. Að auki örvar kísillinn svo framleiðslu á mótefnavaka líkamans og mótefnum hans.

STYRKIR BEIN, LIÐAMÓT OG ÆÐAVEGGI

Kísillinn stuðlar að þéttleika og styrk beina í líkamanum með því að flytja kalk og önnur steinefni inn í stoðnet beinanna. Hann styrkir bandvef líkamans og stuðlar að betri virkni í honum.

Kísill er mikilvægur fyrir myndun brjósks í liðamótum líkamans, en hann styrkir brjóskið með því að flytja til þess steinefni. Jafnframt veitir kísillinn brjóskinu aukinn sveigjan- og teygjanleika við hreyfingar.

Að auki styrkir kísill einnig innri veggi slagæðanna og eykur teygjanleika æðanna. Með því að auka bæði teygjanleika og styrk æðanna, dregur kísillinn úr líkum á því að í þeim myndist æðakölkunin.

PURELIFE KRISTALS KÍSILLINN

Kísillinn frá PURELIFE er unnin úr 90% ferskvatnskísil og er lífrænt og 100% náttúrulegt fæðubótarefni. Hann hefur verið fáanlegur nokkuð lengi hér á landi, því á sínum tíma mælti Hallgrímur heitinn Magnússon læknir sérstaklega með honum, vegna góðrar virkni og upptöku í líkamanum.

Það er auðvitað frábært, en það er ekki síðra að PURELIFE kísilinn er á mjög góðu verði.

Neytendaupplýsingar: PURELIFE kísilinn fæst í Mamma Veit Best, Auðbrekku í Kópavogi og í vefverslun þeirra www.mammaveitbest.is og í Lyfju í Lágmúla.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þú getur skráð þig á PÓSTLISTANN til að fá reglulega sendar áhugaverðar greinar.

Myndir: Purelife og CanStockPhoto/Deagreez

Heimildir: Getnourished.com og Insidershealth.com

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram