BAGUETTE MEÐ BRIE, HUNANGI OG HNETUM

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er með ekta uppskrift þessa vikuna 
fyrir saumaklúbba, vinahitting, 
eða kósý kvöld með fjölskyldunni.
Hún er alveg fullkomin fyrir 
haustið.


 

Kæri lesandi,

Eitt það einfaldasta en besta sem ég býð upp á er heitt ostabrauð. Ég elska alls konar ostabrauð og spila af fingrum fram þegar ég útbý þau. 

Þetta brauð er fljótlega að útbúa og slær alltaf í gegn þegar ég býð upp á það. Lykillinn er að smyrja það vel með majónesi og þá finnst mér best að nota Hellmanns eða japanskt majónes. Geggjað að bera þetta fram eitt og sér, með öðru á smáréttaborðið eða með mat.

Ég er viss um að ef þið prófið að gera þetta brauð einu sinni, eigið þið eftir að gera það aftur.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

BAGUETTE MEÐ BRIE, HUNANGI OG HNETUM

1 baguette brauð
Hellmans eða japanskt majónes
rifinn ostur sem bráðnar vel
góður brie ostur sem er ágætlega þroskaður
dökkt hunang
ferskt timian
flögusalt

AÐFERÐ:

1 – Skerið brauðið langsum og smyrjið vel með mayonesinu og
þá meina ég notið vel af því því þá verður það meira djúsí.

2 – Stráið rifnum osti yfir.

3 – Skerið brie í sneiðar og raðið á brauðið. Passið að hafa
sneiðarnar ekki of þunnar.

4 – Stráið pekanhnetum yfir ostinn.

5 – Að lokum setjið þið aðeins af hunangi yfir allt saman.

6 – Bakið í ofni við 180 gráður þar til osturinn er farinn að
taka lit.

7 – Takið út og setjið aðeins meira hunang yfir heitt brauðið
ásamt fersku tímían og örlitlu af flögusalti.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 517 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?