RÓAÐU HUGANN MEÐ CALM MIND
Þeir sem framleiða góð bætiefni eru sífellt að bæta um betur og leggja sig fram um að mæta þörfum neytenda. Eitt af þeim fyrirtækjum er Natural Vitality, sem framleiðir CALM magnesíum bætiefnin.
Í nýjustu blöndunni þeirra CALM MIND er að finna Magnesíum Carbonate og sítrónusýru (citric acid), en þegar þessum tveimur efnum er blandað saman í vatni verður úr magnesíum sítrat. Að auki er í þessari blöndu L-Theanine og bætiefnið er með hunangs-kamillu bragðefni.
HVAÐ ER L-THEANINE?
L-theanine er amínósýra sem myndast á náttúrulegan máta í grænu[i] og svörtu tei, auk þess sem ákveðnar sveppategundir innihalda náttúrulegt L-theanine. Rannsóknir sýna að L-theanine getur haft áhrif á ákveðin boðefni í heila, þeirra á meðal serótónin[ii] og dópamín, sem hafa áhrif á skap, svefn, tilfinningar og á cortisól, en það boðefni hjálpar líkamanum að takast á við streitu[iii].
Þegar breytingar verða á jafnvægi þessara boðefna getur það leitt til breytinga á skapi eða haft áhrif á streituviðbrögð líkamans. Ýmsar rannsóknir á dýrum benda til þess að L-theanine sé eitt af þessum náttúrulegu efnum sem nýtast vel í líkamanum.
HVAÐA ÁHRIF HEFUR L-THEANINE?
Rannsóknarniðurstöður benda til þess að L-theanine geti haft eftirfarandi áhrif á líkamann.
- BETRI ATHYGLI OG SKARPARI FÓKUS en rannsókn sýndi að þeir sem tóku 100 mg af L-theanine á dag gerðu færri mistök en þeir sem voru í viðmiðunarhópnum[iv].
- BETRI SVEFNGÆÐI, einkum ef L-theanine er neytt á kvöldin fyrir svefn. Þá leiðir það til þess að fólk á auðveldara með að sofna og sefur betur yfir nóttina.
- STUÐLAR AÐ SLÖKUN meðal annars með því að hægja á hjartslætti líkamans í hvíld.
- BETRI HUGRÆN VIRKNI þar sem L-theanine leiðir til skarpari athygli og skjótari viðbragða[v].
- ÞYNGDARTAP vegna þess að bragðið af L-theanine er sérstakt og kallast umami bragð. Þetta umami bragð[vi] getur dregið úr matarlyst, sem aftur leiðir til þess að fólk léttist.
- STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ þar sem L-theanine styrkir ónæmiskerfi fólks, dregur það úr líkum á að það fá flensu eða kvef, meðal annars vegna þess að L-theanine slær á bólgur í líkamanum.
- LÆKKAR BLÓÐÞRÝSTING vegna þess að L-theanine dregur úr steitu og eykur slökun í líkamanum, leiðir slökunin til þess að blóðþrýstingur lækkar.
HVERNIG Á AÐ NOTA CALM MIND?
CALM MIND bætiefnið með L-theanine er í duftformi. Best er að drekka það á kvöldin og byrja á að setja ½ teskeið af duftinu í bolla. Hella svo smávegis af heitu vatni yfir og leyfa því að freyða. Fylla svo bollann og hræra í honum, þar til duftið leysist alveg upp. Smátt og smátt er hægt að auka skammtinn upp í 1 ½ teskeið á dag.
Eins og með öll bætiefni skila þau bestum árangri ef þau eru notuð reglulega í minnst þrjá mánuði í einu.
Neytendaupplýsingar: CALM MIND bætiefnið með L-theanine fæst í Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekki í Kópavogi og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: Canva og af vefsíðu Natural Vitality
Heimildir:
[i] https://www.medicalnewstoday.com/articles/269538
[ii] https://www.medicalnewstoday.com/articles/232248
[iii] https://www.medicalnewstoday.com/articles/145855
[iv] https://www.medicalnewstoday.com/articles/306437
[v] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22326943/
[vi] https://academic.oup.com/ajcn/article/102/4/717/4564701
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025