NÝTT UPPHAF FYRIR MANNKYNIÐ

NÝTT UPPHAF FYRIR MANNKYNIÐ

Lestrartími: 5 mínútur

Nýtt Tungl markar almennt nýtt upphaf á einhvern máta, en breski stjörnuspekingurinn Pam Gregory tekur sterkt til orða varðandi nýja Tunglið þann 21. mars, því hún telur að það sé að marka nýtt upphaf fyrir mannkynið.

Orkan í kringum það er alla vega mögnuð. Eins og alltaf á nýju Tungli eru Sól og Tungl í samstöðu, en auk þeirra eru Merkúr (sem er í samstöðu við Sól og Tungl), Chiron, Júpiter og dvergplánetan Eris í Hrútnum.

Með allar þessar plánetur í Hrút, samhliða fyrsta nýja Tungli stjörnumerkjahringsins, sem hefst með Jafndægrum þann 20. mars, getum við átt von á herskárri og kraftmikilli orku í kringum Tunglið. Við það bætist svo að Mars stjórnar Hrútnum – og á þessu nýja Tungli eru bæði Sól og Tungl í níutíu gráðu spennuafstöðu við Mars.

HUGREKKI OG ÁRÆÐNI

VIÐ sem heild – það er að segja mannkynið – erum að vinna úr þessari kosmísku orku og gera hana að raunveruleika – því stjörnuspekin sem gefur okkur líkindin, er ekki nema helmingur myndarinnar.

Okkar er að bæta hinum helmingnum við með því annað hvort að vera með lægri birtinguna af þessari orku – eða hærri birtinguna, sem tengist því að stíga inn í HUGREKKI okkar, ÁRÆÐNI og SJÁLFRÆÐI og taka þá áhættu að stíga inn í hið óþekkta og vera brautryðjendur.

NÝJA TUNGLIÐ

Vegna kraftsins sem fylgir þessu nýja Tungli getur það verið táknrænt fyrir snögga sveiflu fram á við inn í algerlega nýtt upphaf í lífinu. Þess vegna er mikilvægt að nýta orkuna vel og setja sér nýjan ásetning eða markmið fyrir næsta mánuð eða árið framundan, þar sem þetta Tungl markar upphaf nýs stjörnuspekiárs.

Bæði Sólin og Tunglið eru á núll gráðu í Hrút, auk þess sem dvergplánetan Manwe er á fyrstu gráðu í Hrút í samstöðu við Sól og Tungl. Það tekur Manwe 283 ár að fara einn hring um sporbaug sinn en í mýtunni var hann tengdur sköpun Jarðar, sem hann skapaði með konu sinni Varda. Saman starfa þau Manwe og Varda utan við tíma og rúm og orka þeirra er tileinkuð því að tryggja að LJÓSIÐ sigri MYRKRIÐ.

SJÁUM Í GEGNUM HULUNA

Ein mikilvæg afstaðan í korti þessa nýja Tungls er sú að Sól og Tungl eru í utan merkja samstöðu við Neptúnus. Neptúnusi fylgir alltaf ákveðin þoka og þess vegna getum við orðið ráðvillt eða það gæti þyrmt yfir okkur vegna allra þeirra upplýsinga sem streyma nú fram.

Pláneturnar þrjár Sól, Tungl og Neptúnus eru líka í níutíu gráðu spennuafstöðu við Mars. Þar sem Mars er í Tvíburanum og Tvíburinn tengist fjölmiðlum og samfélagsmiðlum – streymir mikið af upplýsingum fram í gegnum þessa miðla núna.

Skilaboðin að baki öllum þessum fréttum eru í reynd þau, að við þurfum að sjá í gegnum huluna sem ríkt hefur yfir hlutum. Úranus er plánetan sem örvar okkur til að „sjá í gegnum huluna“ en Sól og Tungl eru í mjög þéttri hálfspennuafstöðu (45 gráðum) við Úranus – og Úranus tengist skýrleika, sannleika og vitundarvakningu.

Við megum því vænta þess að sjá mikla vitundarvakningu í kringum þetta nýja Tungl. Þema Tunglsins er tengt því að „sannleikurinn komi fram í dagsljósið“ og það ferli er í gangi um heim allan.

NEPTÚNUS TÁKNRÆNN FYRIR ALHEIMSKÆRLEIKANN

Neptúnus og tunglin hans

Á þessu nýja Tungli er Neptúnus í utan merkja samstöðu (Neptúnus er enn í Fiskum) við Sól og Tungl. Neptúnus sendir frá sér óvænta öldu af andlegri orku og óskilyrtum kærleika og heilun, því við verðum að halda áfram fram á við með andlegu vinnuna okkar.

Þessi skýring er studd af þeirri staðreynd að Venus er í samstöðu við Norðurnóðuna í Nauti, en hún er táknræn fyrir sameiginlega framtíð heildarinnar – og þetta eru mjög skýr skilaboð um að við verðum að halda fram á við með kærleikann að leiðarljósi.

Kærleika til Jarðarinnar (Nautið) og kærleika til hvors annars (Venus). Neptúnus er táknrænn fyrir Alheimskærleikann og samkennd gagnvart öllum mannverum.

ÚR HAMSTURSHJÓLINU

Við verðum að komast fram úr þeim aðskilnaði og aðgreiningu og lægri birtingu af þeirri frumorku sem er áberandi í þessu stjörnukorti. Við höfum verið í þessu hamsturshjóli stríðsátaka, fátæktar og eymdar í þúsundir ára.

Samstaðan á milli þessara þriggja pláneta býður okkur upp á stórkostlegt tækifæri til framþróunar og möguleika á að komast út úr hamsturshjólinu og koma okkur á næsta stig, upp á næsta tíðni- og þróunarplan og lifa þaðan. Það er í raun möguleikinn sem felst í orkunni á þessum Jafndægrum og þessu nýja Tungli.

PLÚTÓ Í T-SPENNUAFSTÖÐU VIÐ ÖXULNÓÐURNAR

             Táknin fyrir Öxulnóðurnar

Öxulnóðurnar eða Tunglnóðurnar (líka þekktar sem Örlaganóðurnar) reiknast úr frá þeim stað á himnum þar sem Tungl og Sól mætast. Það gerist nokkrum sinnum á ári og við verðum vör við það sem Sól- eða Tunglmyrkva. Norðurnóðan er táknræn fyrir sameiginleg örlög mannkyns og Suðurnóðan er táknræn fyrir það karma eða þá fortíð sem við erum að vinna úr.

Norðurnóðuna er núna á rétt um 6 gráðum í Nauti – og Suðurnóðan því á sömu gráðu í Sporðdreka – svo Plútó er nú þegar kominn í 90 gráðu spennuafstöðu við nóðurnar þótt hann sé enn á síðustu mínútunum í Steingeit.

T-spennuafstaðan verður mjög skýr þegar hann fer inn í Vatnsberann þann 23. mars. Hann mun svo vera í þessari spennuafstöðu við Öxulnóðurnar fram í nóvember á þessu ári – eða nánast út allt árið.

HVAÐ TÁKNAR T-SPENNUAFSTAÐAN?

Síðast þegar Plútó var í T-spennuafstöðu við Öxulnóðurnar var árið 1789. Þá var almúginn í Frakklandi orðinn þreyttur á skattpíningu og yfirgangi elítunnar. Hann réðist því inn í Bastilluna og konungur og elítan voru tekin af lífi – og konungsríkið féll. Það markaði endalok konungsveldis í Frakklandi – og við tók lýðveldið Frakkland.

Þessi uppreisn almúgans í Frakklandi markaði algera umbyltingu bæði samfélags- og stjórnmálalega. Eftir að konungsveldið féll hófust miklar breytingar, meðal annars var skattalögum breytt til hagsbóta fyrir almenning og til að draga úr fríðindum elítunnar. Allt stjórnarfarslega og pólitíska umhverfið breyttist þannig að valdið fór í meira mæli til fólksins. Þetta gerðist ekki allt í einu, heldur var þetta hægvaxandi breytingarferli.

Líklegt er að núverandi T-spennuafstaða hafi áhrif á fjármálakerfið og endurmat á ýmsum gildum.

PLÚTÓ INN Í VATNSBERANN

Plútó fer úr einu stjörnumerki í annað á um það bil 20 ára fresti, enda tekur það plánetuna um 248 ár að fara einn hring um sporbaug sinn. Plútó er tengdur djúpstæðum og afgerandi umbreytingum – og það er einmitt það sem við erum að fara inn í – afgerandi umbreytingar. Jafndægrin og nýja Tunglið í Hrút marka upphafið að þessari risamiklu og svellandi framþróunaröldu.

Umbreytingin sem kemur til með að fylgja því þegar Plútó fer inn í Vatnsberann þann 23. mars gefur til kynna að við séum á leið inn í mun jafnara og stöðugra samfélagsmynstur, þar sem unnið er frá grasrótinni og upp – en ekki að ofan og niður.

Á næstu tveimur árum, það er að segja árin 2023 og 2024 komum við til með sjá aukið niðurbrot hins gamla heims, gamalla kerfa og stjórnunar að ofan og niður – og hægfara uppbyggingu á samfélagi sem starfar frá grasrótinni og upp. Samfélagi þar sem meira jafnræði ríkir fjárhagslega meðal fólks. Inn í þess konar framtíð liggur leið okkar.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á andlegri vinnu geturðu skráð þig í STJÖRNUSKINS hópinn til samfylgdar næstu tvo mánuði. Þar eru stjörnuspekiskýringar fyrir nýtt og fullt Tungl í fullri lengd, ásamt annarri fræðslu, andlegri vinnu og aukinni þekkingu á því umbreytingarferli sem er að eiga sér stað í heiminum.

SMELLTU HÉR til að skrá þig

 

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: CanStockPhoto – Catmando / Joeshmo

Heimild:  Byggt á útdrætti úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem þýddar eru með hennar leyfi. Skýringar hennar í fullri lengd má finna HÉR. Sjá einnig vefsíðu hennar: www.pamgregory.com 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram