KAJA MEÐ NÝJUNGAR

KAJA MEÐ NÝJUNGAR

Hugsjónakonan hún Kaja (Karen Jónsdóttir) sem býr á Akranesi og rekur Kaffihús Kaju og framleiðslufyrirtækjið Kaja Organic er alltaf með einhverja nýjungar.

Nú síðast eru það Kaju brauðin og hrökkkexið, sem nýlega eru komin á markað. Þú finnur brauðið í Heilsuhúsinu og hjá bændamarkaði Frú Laugu sem er við Laugarlæk. Hrökkkexið fæst hins vegar bæði þar og í Hagkaup, Nettó, Melabúð og Fjarðarkaupum.

Fyrir þá sem vilja baka sjálfir er líka hægt að kaupa brauðblönduna tilbúna með upplýsingum um hverju á að bæta í hana til að hægt sé að baka brauð.

KAJU BRAUÐIN

Brauðin hennar Kaju eru engin venjuleg brauð, ekki frekar en annað sem frá henni kemur. Í brauðinu er gult hörfræmjöl, sólblómafræsmjöl, lúpínumjöl, graskersfræsmjöl, sesamfræ, hörfræ, sólblómafræ, husk trefjar, sjávarsalt og matarsódi, grísk jógurt (laktósafrí), vatn, egg og eplaedik.

Brauðin þurfa töluvert langan bökunartíma. Því er svo frábært að geta komið við í Heilsuhúsinu, hjá Frú Laugu eða í Kaffihúsi Kaju á Skaganum, til að ná sér í nýbakað og sneitt brauð, tilbúið til neyslu. Ég elska ristað brauð, svo ég hef ristað mitt og finnst það koma vel út.

Brauðblandan hentar sérlega vel fyrir þá sem búa utan þessara staða en vilja glútenlaust brauð. Hægt er að panta vörurnar á ÞESSARI SÍÐU.

KAJU HRÖKKKEXIÐ

Hrökkkexið hennar Kaju er vegan, án glútens og ketó – svo það þjónar mörgum sem eru með sérþarfir og kaupa ekki „venjulegar brauðvörur“. Kexið er nokkuð þykkt, en hentar frábærlega vel með hummus, sem auðvelt er að búa til – SJÁ UPPSKRIFT!

ALLT LÍFRÆNT VOTTAÐ

Öll hráefni í því sem Kaja framleiðir eru lífrænt vottuð og framleiðsluvaran vottuð af TÚN hér á landi og með Evrópska græna laufið. Hér er því á ferð sannkölluð hugsjónakona, sem er trú sinni sannfæringu.

Næst þegar þú átt leið úr bænum er ekki úr vegi að renna við á Kaffihúsi Kaju á Skaganum, því þar er hægt að fá sér dásamlegt meðlæti úr lífrænum innhaldsefnum og kíkja í hillurnar og taka eitthvað af því góðgæti sem hún selur með heim.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Guðrún Bergmann

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram