SENDUM KÆRLEIK TIL ALLRA

SENDUM KÆRLEIK TIL ALLRA

Allir hafa getu til að elska, en fæstir skilja ávinninginn sem felst í því að senda með ásetningi kærleik út í umhverfi sitt. Kærleikur sem sendur er af ásetningi út til annarra skilar okkur bæði persónulegum ávinningi og er auk þess ávinningur fyrir heildina.

KÆRLEIKURINN ER ÖFLUGUR

Það eru margir kostir við það að senda kærleiksorku út til þeirra sem í kringum þig eru, en eftirfarandi kostir koma fyrst upp í hugann:

#1 – RÓAR OFVIRKAN HUGA

Með því að æfa okkur í að senda kærleik til annarra róum við ofvirkan huga og tilfinningar, en slíkt eykur getu okkar til að takast á við aukið álag á Jörðinni. Aukinn kærleikur og samúð til þeirra sem í kringum okkur eru leiðir sjálfkrafa til meiri þolinmæði, umburðarlyndis og flæðis í samskiptum okkar.

Í raun er mikilvægara en nokkru sinni fyrr, miðað við þær aðstæður sem ríkja í heiminum, að senda kærleiksríka orku, samúð og innri ró út í orkusvið heimsins.

#2 – KÆRLEIKSTÍÐNIN

Kærleikurinn er sú tíðni hjartans sem sameinar og lyftir fólki upp yfir aðskilnað. Þegar hjarta okkar, hugur og tilfinningar eru í samræmi, en ekki í andstöðu við hvort annað, er auðveldara fyrir okkur að treysta innsæi hjartans og fylgja því eftir með ákvörðunum okkar.

Geislandi kærleikur hefur margfölduð áhrif, sem stuðla að auknu frumkvæði okkar til að fylgja eftir mikilvægum fyrirætlunum og skuldbindingum.

#3 – KÆRLEIKSRÍKARA VIÐHORF

Þegar við venjum okkur á að senda kærleik af ásetningi í kringum okkur, verða samskipti okkar við aðra í kærleiksríkari anda. Það leiðir til meiri samhljóms og minni streitu í samskiptum okkar.

Þegar við sendum kærleiksorku frá okkur, mildum við orkusviðið í kringum okkur. Það auðveldar öðrum að ná tengslum við sitt eigið hjarta og upplifa sterkari tengingu.

#4 – KÆRLEIKSORKA HEIMSINS

Stofnanir eins og The Heart Math Institute mæla reglulega þau áhrif sem kærleiksorkan hefur. Mat á þeim áhrifum sem kærleiksorkan getur haft á heiminn er þó enn á byrjunarstigi. Samt aukast áhrif hennar stöðugt, eftir því sem fleiri gera sér grein fyrir að hugurinn finnur ekki lausnir nema hafa hjartað með í spilunum.

Við þurfum að finna leiðir til að skapa meiri hamingju og frið á Jörðu með því að opna hjörtu okkur og deila kærleik okkar með öðrum. Með því að opna hjörtu okkar náum við samstillingu í gegnum góðvild, samvinnu og virðingu fyrir hvort öðru.

Þetta er eitthvað sem margir skilja. Eina sem við þurfum að muna er að senda kærleiksorkuna reglulega frá okkur – þar sem eitt skipti dugar ekki.

SVONA SENDIRÐU KÆRLEIKSORKUNA

  • Lokaðu augunum og beindu fókus þínum að hjartanu. Andaðu inn í það þeim kærleik sem þú berð til einhvers sem þú elskar eða þykir vænt um. Það eykur ásetning hjartans.
  • Skynjaðu hvernig hjarta þitt tengist öðrum um allan heim sem líka eru að senda kærleiksorku og samhyggð út í orkusvið Jarðar. Sjáðu fyrir þér hvernig það hækkar kærleikstíðni Jarðarinnar og dregur úr streitu heildarinnar.
  • Sendu frá þér kærleiksorku og umhyggju til að draga úr þeim þjáningum sem margir líða og til að milda aðgreiningu og dómhörku sem er að valda mikilli streitu, kvíða og öryggisleysi. Þegar þú æfir þig í að senda út kærleiksorku, sjáðu þá fyrir þér að þú sért að stuðla að bestu útkomu fyrir alla.
  • Taktu ákvörðun um að senda frá þér kærleiksorku inn á milli verkefna dagsins, eins oft og þú manst eftir til fólks, kringumstæðna og málefna sem þér er annt um.

Taktu svo eftir þeim áhrifum sem þessi einfalda æfing kemur til með að hafa á þig og aðra í kringum þig.

Þú finnur meiri upplýsingar um kærleiksorkuna og mikilvægi hennar í bók minni LEIÐ HJARTANS sem er á Bókamarkaðsverði á vefsíðu minni meðan Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli stendur yfir. FRÍ heimsending!

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram