KOLLAGEN MEÐ ALOE OG VEGAN KOLLAGEN
Lestrartími: 2 mínútur og 40 sekúndur
Vissir þú að kollagen er eitt helsta prótínið í líkamanum og að um 30 prósent af prótínmólekúlum hans eru kollagen? Aðalefnið í bandvef líkamans er kollagen og sem prótíntegund skipar það stórt hlutverk í uppbyggingu og styrkingu á ótal vefjum í líkamanum, allt frá beinum og brjóski, til húðar, hárs og augna, að ógleymdu meltingarkerfinu.
Nýlega kom á markaðinn kollagen með Aloe Vera, en það hefur verið notað í Ayurvedískum lækningum í Indlandi og í hefðbundnum kínverskum lækningum í aldaraðir, þar sem það viðheldur raka í húðinni. Að auki er það sérstaklega styrkjandi fyrir slímhúð í meltingarvegi.
Einnig er nú komið á markaðinn vegan kollagen, en kísillinn í því er unninn úr bambus og í því er líka C-vítamín, sem styrkir og stuðlar að heilbrigðu hári, húð og nöglum. Í því eru hvorki soja, hveiti né gervibragðefni, svo það er glútenlaust.
LÍMIÐ SEM HELDUR LÍKAMANUM SAMAN
Kollagen er í reynd límið sem heldur líkama okkar saman. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á því og þá er mikilvægt að bæta sér upp skortinn með því að taka inn kollagen-bætiefni.
Kollagen eykur teygjanleika húðarinnar, stuðlar að auknum raka í henni og eykur þéttleika kollagen-trefja í henni. Þéttari og styrkari húð veitir unglegra útlit.
KOLLAGEN ER AUÐMELT PRÓTÍN
Margir eiga erfitt með að brjóta niður prótín úr bæði hvítu og dökku kjöti og hjá þeim getur slíkt leitt til meltingarvandamála og uppþembu. Kollagen-bætiefnin frá NeoCell eru hins vegar auðupptakanleg, því í þeim er vatnsrofið (hydrolyzyed) kollagen. Við vatnsrofið brotnar það niður í peptíð, sem auðvelda líkamanum upptöku þess.
Kollagen sem búið er að brjóta niður í peptíð leysist auðveldlega upp, hvort sem er í heitum eða köldum vökva. Ég blanda bara 10 gr eða einni mæliskeið út í heitt vatn sem ég drekk fyrst á morgnana, en það má líka bæta kollageninu út í heitt kaffi eða kalt búst, svo það er auðvelt í notkun.
SYKUR BRÝTUR NIÐUR KOLLAGEN
Kollagen er stinna efnið sem gefur húð þinni fyllingu, æskuljóma og þéttleika. Eitt af þeim efnum sem brýtur niður kollagen í húðinni er sykur. Sykurneysla leiðir til aukinnar insúlínframleiðslu, sem aftur veldur því að það verður truflun á prótínnýtingu.
Sú truflun verður til vegna þess að sykurinn brenglar merkjasendingar í líkamanum. Brenglunin hefur síðan á áhrif á framleiðslu prótína og amínósýra sem byggja upp kollagen og teygni í húðinni. Sykurinn bindur sig við amínósýrurnar og úr verður límkennd blanda, eftir því sem einn þekktasti húðlæknir í Hollywood, Dr. Harold Lancer segir.
KOLLAGEN ER GOTT FYRIR LIÐI OG BEIN
Með aldrinum valda liðverkir mörgum vanda og geta til dæmis dregið úr getu fólks til daglegra hreyfinga, lengri gönguferða eða líkamsræktar. Eftir tíðahvörf byrjar að draga úr þéttleika beina hjá konum og hætta á beingisnun eykst.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kollagen-bætiefna á bein og liði. Niðurstöður þeirra sýna að regluleg inntaka á kollageni dregur úr eða kemur í veg fyrir liðverki og styrkir beinin, auk þess sem kollagen styrkir ýmsa vefi í líkamanum.
KOLLAGEN STYRKIR MELTINGARVEGINN
Kollagen er stór þáttur í bandvefnum sem myndar ristil og þarma. Kollagen-bætiefni, einkum með Aloe Vera ætti því að henta vel til viðgerða hjá þeim sem eru með leka þarma, iðraólgu (Irritable Bowel Syndrom=IBS) eða aðra meltingarsjúkdóma, því þeir tengjast yfirleitt því að bandvefurinn hefur skaddast.
Þar sem kollagen er svo mikilvægt fyrir bein, liðamót og brjósk er það líka eitt af þeim næringarefnum sem þeir sem æfa mikið ættu að nýta sér. Öll áreynsla við æfingar leggur álag á liði og liðamót og því er nauðsynlegt að styrkja líkamann með kollageni.
Neytendaupplýsingar: Þú finnur Kollagenið frá NeoCell hjá Mamma Veit Best í Auðbrekku/Kópavogi.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar og upplýsingar um ýmis mál tengd sjálfsrækt, stjörnuspeki, andlegum málum og náttúrulegum leiðum til að styrkja heilsuna.
Myndir: Af vef neocell.com og canva.com
Heimildir: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26267777/
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025