MAGNAÐUR MARS MEÐ TUNGL Í MEYJU

MAGNAÐUR MARS MEÐ TUNGL Í MEYJU

Lestrartími: 6 1/2 mínúta

Líkur eru á að mars verði geysilega magnaður mánuður, bæði vegna þeirra orkubreytinga sem verða, en ekki síður vegna þeirrar vitundarvakningar sem líkleg er að fylgi þeim. Tvær stórar svokallaðar kynslóðaplánetur, skipta um merki. Þær kallast kynslóðaplánetur vegna þess að þær dvelja lengur í hverju merki, en persónulegu pláneturnar sem eru Sól, Tungl, Merkúr, Venus og Mars.

SATÚRNUS OG PLÚTÓ Í NÝJUM MERKJUM

Þann  8. mars kemur Satúrnus til með að fara inn í Fiskamerkið. Þar verður hann í næstum þrjú ár eða fram í febrúar árið 2026. Satúrnus kemur til með að hafa gífurleg áhrif á heiminn, meðal annars vegna þess að vatnið í Fiskunum leysir upp þær takmarkanir sem Satúrnus gat beitt bæði í Steingeit og Vatnsbera.

Tæpum tveimur vikum síðar eða þann 23. mars fer Plútó svo inn í Vatnsberann. Þar sem Plútó fer ýmist áfram eða aftur á bak um sporbaug sinn, kemur hann til með að rokka milli Vatnsbera og Steingeitar fram í nóvember á næsta ári. Þá fer hann að fullu inn í Vatnsberamerkið þar sem hann á eftir að vera næstu tuttugu og eitt árið.

ENDALOK OG UPPHAF

Þegar svona áhrifamiklar plánetur fara á milli stjörnmerkja markar það ákveðin endalok og jafnframt um leið nýtt upphaf, svo við megum vænta mikilla breytinga. Þann 20. mars verða svo Jafndægur á vori og þau marka líka ákveðin endalok og nýtt upphaf. Endalok vegna þess að þá lýkur stjörnumerkjahringnum og upphaf, vegna þess að þegar Sólin fer inn í Hrútsmerkið hefst nýtt stjörnuspekiár. Það eru því allar líkur á að þetta verði magnaður mánuður.

FULLT TUNGL Í MEYJU

Þann 7. mars verður Tunglið svo fullt á 16 gráðum og 40 mínútum í Meyjarmerkinu kl. 12:40 um hádegi hér á landi. Þetta er sjötta af sjö fullum Tunglum, sem lendir á 16 gráðum í merkinu sem það er í. Sé talan 16 tengd við Tarot spilastokkinn, er sextánda kortið í honum TURNINN – svo líkur eru á að TURNINN eða kerfin hjá mannkyninu séu að hrynja.

Næstu þrír mánuðir, það er að segja mars, apríl og maí eru því líklegir til að verða algerir umbreytingarmánuðir í þróun mannkyns fram á við. VAL okkar í öllu því daglega sem við gerum kemur því til með að vera mjög mikilvægt fyrir heiminn og því gott að hlusta bæði á huga og ekki síst hjarta áður en VALIÐ er.

UMFANGSMIKIL HREINSUN FYLGIR MEYJUNNI

Fulla Tunglið í Meyju er táknrænt fyrir hreinsun.  Sú hreinsun getur verið bæði líkamleg, andleg og siðferðisleg og í tilviki þessa fulla Tungls, er um að ræða mun UMFANGSMEIRI hreinsun, en bara venjulega vorhreingerningu. Um er að ræða algert uppgjör og hreinsun í orkusviði okkar og meðvitund.

Við þurfum ekki bara að taka til heima hjá okkur, heldur almennt í öllu lífi okkar og í huga. Við þurfum að sleppta tökum á ÖLLU því gamla og  hreinsa í burtu og losa okkur við allt það sem ekki tengist hinu nýja sem við erum að verða.

Allt sem er táknrænt fyrir hið gamla ÞÚ okkar, hvort sem það tengist samskiptum, rómantískum eða annars konar, störfum, búsetu okkar eða því sem við segjum við okkur sjálf þarf að breytast. Við þurfum að losa okkur við allt það sem samræmist ekki því sem við nú erum og gera upp allt gamalt karma.

Við þurfum að hætta að skilgreina okkur út frá því sem komið hefur fyrir okkur í gegnum tíðina, gera það upp og sleppa tökum á því. Við viljum ekki lengur láta þessar eitruðu minningar smita líf okkar. Við viljum gera málin upp, fyrirgefa sjálfum okkur og öðrum og sleppa tökum á þessum eyðileggjandi minningum. Við erum um það bil að taka heljarstökk í framþróun okkar – og við viljum ekki að þetta gamla stöff haldi aftur af okkur.

BREYTILEGU MERKIN

Eins og alltaf á fullu Tungli eru Sól og Tungl í 180 gráðu andstöðu við hvort annað. Í korti fulla Tunglsins eru fimm plánetur í breytilegum merkjum, en þau eru Tvíburar, Meyja, Bogmaður og Fiskar. Af þeim eru þrjár plánetur í Fiskum, en það eru Merkúr, Sól og Neptúnus. Mars er svo í Tvíburanum og Tunglið er í Meyju. Þessar fimm plánetur í breytilegum merkjum, undirstrika enn frekar þær breytingar sem vænta má.

Breytilegu merkin hafa mikla aðlögunarhæfni, líkt og kameljón auk þess sem þau eru mjög sveigjanleg. Þau hjálpa okkur að fara hratt í gegnum hlutina þegar kringumstæður breytast. En stundum geta breytingarnar verið yfirþyrmandi, einkum þar sem þrjár plánetur eru í Fiskunum.

JARÐTENGING Á BREYTINGARTÍMUM

Í því umbreytingarferli sem framundan er, skiptir miklu máli að vera vel Jarðtendur. Ef veður leyfir er hægt að ganga berfættur á Jörðinni. Þannig er hægt að hlaða upp andoxunarefnum í líkamann. Inni á þessari vefsíðu er hægt að finna ýmsar leiðir og vörur til að Jarðtengja sig en slík tenging hefur bæði efnisleg og andleg áhrif.

Hlutirnir eiga eftir að ganga hratt fyrir sig og því er gott að vera stöðugur í efni og anda. Meyjan vill helst að öllum líði vel og hún vill aðstoða fólk á sinn praktíska máta til að svo geti verið. Fiskarnir eru meira á andlega sviðinu og vilja veita fólk stuðning þar og styrkja fólk áfram í umbreytingarferlinu.

HEILSUÖXULLINN

Sá öxull sem myndast í korti þessa fulla Tungls, á milli Tungls (Meyja) og Sólar (Fiskar) er almennt kallaður heilsuöxullinn. Það er vegna þess að Fiskarnir tengjast blóði og ónæmiskerfi fólks, á meðan Meyjan tengist þörmum, meltingu og næringu. Því er mikilvægt fyrir fólk almennt að finna leiðir til að láta líkamann vinna á réttan máta og halda honum í jafnvægi. Margir í heilbrigðisstétt eru einmitt fæddir í Meyjarmerkinu, auk þess sem heilarar og alls konar meðferðaraðilar eru með Fiskana á Miðhimni.

DVERGPLÁNETAN SEDNA

                   Táknið fyrir Sedna

Dvergplánetan Sedna sem er í Kuiper-beltinu, er að verða mun meira áberandi í meðvitund okkar, enda er hún að fara úr Nauti, inn í Tvíburann í júní á þessu ári. Þar kemur hún til með að vera nokkuð lengi, vegna þess að það tekur Sedna um 11.400 ár að fara einn hring um sporbaug sinn.

Mýtan í kringum Sedna tengist djúpu, ísköldu hafi hjá inúítum og þar sem Satúrnus er á leið inn í Fiskana, eru líkur á að við eigum eftir að skilja svo miklu meira um höfin, um vatn almennt og það hlutverk sem vatn spilar sem lifandi vitund.

MERKÚR STJÓRNAR MEYJU OG TVÍBURA

Meyjunni er stjórnað af Merkúr og Merkúr stjórnar líka Tvíburanum, en hann er merki huga og tjáskipta. Mars er á þessu fulla Tungli í T-spennuafstöðu við Sólina (Fiskar) og Tunglið (Meyja). Meyjan leitar eftir staðreyndum og vill að allt sé nákvæmt, niður í mestu smáatriði. Henni fylgir mikil huglæg orka og Mars í Tvíbura er að örva þá huglægu orku.

Tvíburinn er mjög tengdur meginstraumsmiðlunum og í raun öllum fjölmiðlum og það er mikið af upplýsingum að koma fram. Stóra spurningin er hvort þær séu allar réttar? Sólin er nefnilega nákvæmlega upp á gráðu mitt á milli Merkúrs og Neptúnusar.

Sú afstaða er frábær fyrir ímyndunaraflið og skapandi skrif – en getur hins vegar verið svolítið ruglandi þegar kemur að staðreyndum mála. Við þurfum því að tengjast hjartanu og nota innsæi þess til að meta hvað er satt og hvað ekki  – því stóra þemað í kringum þetta fulla Tungl tengist því að finna sannleikann.

ENDALOK OG NÝTT UPPHAF

Í marga mánuði hafa verið væntingar um að við séum að hefja mikilvægan tíma endaloka. Um það er mjög skýr merki nú á þessu fulla Tungli. Satúrnus er á tuttugu og níu gráðum og 59 mínútum í Vatnsbera – eða í einnar mínútu fjarlægð frá því að fara inn í Fiskana, sem hann gerir um klukkustund eftir að Tunglið verður fullt. Þessi rúma mínúta markar endalok og nýtt upphaf – og Satúrnus verður í Fiskunum í tæp þrjú ár.

Plútó er líka á síðustu gráðunni í Steingeit á þessu fulla Tungli eða á 29 gráðum og 39 mínútum. Síðasta gráðan í öllum merkjum er þekkt sem gagnrýna gráðan og Plútó á eftir að fara fram og til baka inn í Vatnsberann og aftur inn í Steingeitina næstu tvö árin, markandi endalok og nýtt upphaf, aftur og aftur.

Sedna er líka merki um þessi endalok og nýtt upphaf, en það tekur hana 11.400 ár að fara einn hring um sporbaug sinn. Hún er bara í átta mínútna fjarlægð frá síðustu gráðunni eða 29. gráðunni í Nauti. Hún mun því verða í samskonar dansi og Plútó og rokka á milli síðustu gráðu í Nauti og fyrstu gráðu í Tvíbura, aftur og aftur.

SEDNA OG FJÁRMÁLAKERFIÐ

Á milli Sedna og Plútó er 120 gráðu samhljóma afstaða, en það er mjög jákvæð afstaða, sem er táknræn fyrir RISAstórt framþróunarstökk fyrir mannkynið.

Sedna var í mýtunni hent út úr kajak föður síns út í hafið þegar stormur geisaði. Hún reyndi að halda í kajakinn með höndunum, en hann hjó fingurna af henni – en löngun hennar tengdist því að halda í það gamla, í stöðugleika Nautsins, auðæfanna og þess sem hafði verið. En þegar hoggið var á fingur hennar og líkami hennar sökk niður í djúp hins ískalda hafs, umbreyttist hún í fallegar útgáfur af höfrungum, skjaldbökum og hvölum.

Þetta eiga því eftir að verða alger umskipti og umbreyting á því hver við erum sem mannkyn. Þessi 120 gráðu samhljóma afstaða á eftir að vera í kortunum næstu tvö árin, en hún er táknræn fyrir endurtekin endalok og upphaf einhvers nýs.

TEHARONHIAWAKO

Dvergplánetan Teharonhiawako er í samstöðu við Sólina á 19 gráðum í Fiskum. Í mýtunni var Teharonhiawako skapandi bændaguðinn, sem sá um að tryggja að nægilega mikið væri til af fræjum til næsta ræktunartímabils. Að allir fengju nægan mat – og það er mjög þýðingarmikið, með hliðsjón af því sem er að gerast í heiminum. 

En Teharonhiawako snýst ekki bara um mat, heldur um það að planta fræjum sannleikans í hugum fólks, svo hugurinn geti greint hvað sé satt og hvað sé logið.

ORCUS OG VANHELGUN HELGRA LAGA

Dvergplánetan Orcus er á 14 gráðum og 30 mínútum í Meyju í samstöðu við fulla Tunglið en það tekur Orcus 247 ár í að fara einn hring um sporbaug sinn. Í mýtunni var hann guð undirheimanna í goðafræði Etrúríu og Rómarveldis, sem refsaði þeim sem rufu eiða sína.

Þeim sem höfðu vanhelgað heilög lög og hina guðlegu sköpun. Í mýtunni fór Orcus með þá niður í undirheimana, þar sem þeirra biðu makleg málagjöld og þeir þurftu að standa frammi fyrir þeim mistökum sem þeir höfðu gert og horfast í augu við sannleikann. Hluti af mýtunni í kringum Orcus er að storka þeim „sannleika“ sem settur hefur verið fram – til þess að réttlætið geti átt sér stað.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Nánar má lesa um þær breytingar sem við erum að fara í gegnum í bók minni LEIÐ HJARTANS sem er á tilboðsverði til 13. mars – FRÍ HEIMSENDING.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Guðrún Bergmann

Heimildir:  Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem þýddar eru með hennar leyfi. Skýringar hennar í fullri lengd má finna HÉR. Sjá einnig vefsíðu hennar: www.pamgregory.com 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram