SALAT MEÐ NAUTAKJÖTI

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen
Andrésdóttir er komin í léttari gírinn
eftir jólin og er hér með uppskrift
að flottu salati sem hentar vel
eftir allan jólamatinn.


Kæri lesandi!

Ég vil byrja á því að óska þér gleðilegs árs og velfarnaðar á nýju ári.

Eftir allar vellystingarnar um jól og áramót í mat og drykk er voðalega gott að fara yfir í léttari mat á nýju ári. Það eru mjög margir sem vilja taka til í mataræðinu og borða hollara og hreinna á nýju ári.

Hér kemur ein hrein og góð uppskrift, algjör litasprengja sem gleður bæði augu og bragðlaukana. Hana er fljótlegt að gera sem skemmir ekki fyrir.

Hægt er að hafa það kjöt eða annað með salatinu sem hverjum og einum hentar best. Það er enga stund t.d.verið að skera kjúkling í bita og steikja á pönnu eða í ofni, risarækjur, tofú eða það sem ykkur langar í.

Ég ákvað að kaupa nokkrar Roast beef sneiðar í stað þess að steikja sjálf kjötið. Algjör snilld að láta aðra sjá um það !

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

 

Björg Helen

SALAT MEÐ NAUTAKJÖTI
OG GÓÐRI DRESSINGU

INNIHALDSEFNI Í SALATIÐ:

Roast beef frá Kjöthöllinni (sneitt niður fyrir þig)
furuhnetur, ristið þær
pekanhnetur, ristið þær
fersk salatblanda
klettasalat
tómatar eða ferskt mangó
avókadó
chilli flögur frá Kryddhúsinu
sesamgaldur frá Pottagöldrum

SALAT DRESSINGIN:

2 dl. extra Virgin ólífuolía
1 tsk. Agave síróp dökkt eða eftir smekk
1 tsk. Dijon sinnep
1-2 rifin hvítlauksrif
1 tsk. Soya sósa Clearspring eða önnur soya sósa
smá nýpressaður sítrónusafi
2-3 msk.vatn
svartur pipar Kryddhúsið
Himalayasalt

Best er að setja öll hráefnin saman í krukku og hrista síðan vel saman. Þá er dressingin tilbúin. Geymist í nokkra daga í ísskáp.

FRAMREIÐSLA SALATSINS

1 – Setjið salatið á fallegt fat og síðan Roast beef-ið og avókadóið þar ofan á.

2 – Setjið síðan tómata (eða mangó), pekan- og furuhneturnar yfir ásamt smávegis af Sesamgaldrinum.

3 – Mér finnst gott að strá yfir salatið smávegis af chilli flögum.

4 – Ég helli smávegis af salat dressingunni yfir salatið, en síðan getur hver og einn fengið sér aukalega sjálfur.

 

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaupum og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/ 

Myndir:  Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?