GAKKTU Í GEGNUM ÓTTANN
Svo virðist sem samfélagið sé sjúkt af ótta í dag. Ótta við veirur og svo ótal margt annað sem fylgir óttaáróðrinum. Þessum „ég er hrædd/-ur um…“ áróðri sem sífellt dynur á fólki. Óttinn er hamlandi tilfinning á lágri tíðni. Þess vegna er gott að gera sér grein fyrir að þær aðstæður, atburðir og einstaklingar sem hræða okkur eru að gera það með staðnaðri orku.
Hins vegar er það óttatilfinningin sem magnast upp. Þegar þú óttast eitthvað, sérðu yfirleitt fyrir þér allt það sem afvega getur farið og orkan í óttanum vex við það. Örlítill kvíði getur auðveldlega orðið að skelfingu sem sest að í líkamanum og dregur úr öllum viðbrögðum hjá þér.
Ef okkur tekst hins vegar að ganga í gegnum óttann, komumst við að raun um að þessi mikli ótti var ekki í samræmi við raunveruleikann. Við komumst líka oft að því að þegar við gerum það sem við óttumst mest, leiðir það yfirleitt til góðrar útkomu. Má þar nefna flughræðslu og annað þvíumlíkt.
Þegar við horfumst í augu við hlutina komumst við yfirleitt að raun um að þeir eru ekki eins skelfilegir og við erum búin að ímynda okkur í huganum að þeir séu.
ÓTTINN ER YFIRSTÍGANLEGUR
Óttinn er mikilvægur til að skerpa skynfæri okkar og veita okkur aukna orku á álagstímum. Hann getur hins vegar komið í veg fyrir að við fullnýtum möguleika okkar og þannig komið í veg fyrir að við njótum alls konar gefandi reynslu sem getur haft áhrifaríkar breytingar í för með sér.
Áður en þú ákveður að horfast í augu við óttann, getur þú þurft að takast á við fullt af neikvæðum hugsunum og tilfinningum. Hvað sem það er sem þú óttast, tekur aðeins á að yfirstíga óttann að því marki að þú farir í gegnum hann.
Þegar fólk hefur yfirstigið óttann, veltir það oft fyrir þér af hverju það hafði miklað hlutina svona fyrir þér, hvort sem þeir sneru að flugferð, því að tala opinberlega, því að gera eitthvað sem þú hafðir hingað til ekki þorað að gera – eða verja skoðanir þínar, gjörðir eða langanir, ef aðrir eru ekki sammála þeim.
Þegar þú kemst að raun um þú hefur sloppið án skaða í gegnum óttaferlið, sem þú munt gera, áttu sennilega eftir að velta því fyrir þér af hverju þú hafðir einungis vænt hins versta.
Málið er nefnilega að flest það sem við höfum mestar áhyggjur af, gerist yfirleitt ekki.
ÆFING OG ÞOLINMÆÐI
Þegar þér tekst að yfirvinna ótta þinn við eitthvað ákveðið er eins og þungu hlassi sé af þér létt og þú átt væntanlega eftir að vera stolt/stoltur af afreki þínu. Það kann hins vegar að gera kröfu um æfingu og þolinmæði að yfirvinna óttann, sem byggður hefur verið svo snilldarlega upp í höfðinu á þér.
Með því að taka eitt skref í einu lærirðu að takast við óttavandamál framtíðarinnar af hugrekki og sjálfstrausti. Þú kemst væntanlega líka að raun um að þegar þú horfist í augu við ótta þinn, hver sem hann er, þá er eins og Alheimurinn veiti þér á einn eða annan hátt stuðning.
Óttatilfinningar eru á mjög lágri tíðni. Gleðitilfinningar eru hins vegar á mjög hárri tíðni. Það eru líka kærleiks- og þakklætistilfinningar. Lífið er of stutt til að lifa því í ótta, svo beindu athygli þinni að því að takast á við hann og auka þannig eigin innri styrk og traust á sjálfri/sjálfum þér með tilfinningum á hárri tíðni.
Ein leið til að takast á við óttanum er að róa hugann með hugleiðslu. HÉR GETURÐU náð þér í ókeypis MORGUNHUGLEIÐSLU sem virkar vel, þótt hún sé bara 6 mínútna löng.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Mynd: CanStockPhoto /krimchak
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025