ÓNÆMIKERFIÐ ÞARF STUÐNING Á ÞESSUM ÁRSTÍMA
ÓNÆMISKERFIÐ ÞARF STUÐNING Á ÞESSUM ÁRSTÍMA
Jólahátíðin er í mínum huga dásamlegur árstími – en þótt í einhverjum jólalagatexta segi að „ég vildi að alla daga væru jól“, held ég að enginn myndi halda það út. Ekki bara vegna gjafakaupa, heldur vegna þess að um jól gerum við yfirleitt betur við okkur í mat og drykk.
Jólin byggjast mikið á minningum og við eldum sama matinn og við höfum gert ár eftir ár, borðum meira af hangikjöti og öðru reyktu kjöti en á öðrum tímum árs, svo og smákökum, sælgæti og alls konar eftirréttum.
Allt leggur þetta mikið álag á líkamann, auk þess sem við vökum yfirleitt lengur, sem þýðir ekki endilega að við fáum nægan svefn, en skortur á svefni hefur líka sín áhrif á líkamann og veikir ónæmiskerfi hans.
HREINSIKÚR HEFUR MIKIL ÁHRIF
Meltingarkerfi líkamans, aðallega þó smáþarmar, mynda um 80% af ónæmiskerfi líkamans. Þar fer öll upptaka á fæðunni fram og þaðan dreifast næringarefnin til annarra hluta líkamans. Þetta kerfi verður fyrir hvað mestu álagi um jólahátíðina, svo það er mikilvægt að finna leiðir til að styrkja það á ný.
Til að koma heilsunni aftur í gott lag eftir jólahátíðina, sem formlega rennur sitt skeið á Þrettándanum, er frábært að breyta um mataræði og létta þar með á því sem líkamskerfin þurfa að vinna úr.
Af margra ára fenginni reynslu veit ég hversu mikil og jákvæð áhrif hreinsun líkamans hefur á meltingar- og ónæmiskerfi hans. Hreinsun losar ekki bara líkamann við alls konar eiturefni, heldur veitir hún honum hvíld og tækifæri til að endurnýja frumur og gera við sig.
Fyrsti HREINT MATARÆÐI hreinsikúr þessa árs hefst 6. janúar. Hann er frábær leið til að koma jafnvægi á líkamann á ný. Í dag er hægt að skrá sig á sérstöku tilboðsverði.
LÍKAMINN VER SIG
Maturinn hefur mismunandi áhrif á fólk, en í flestum tilvikum erum við að borða eitthvað á þessum árstíma, sem leggur aukið álag á ónæmiskerfi líkamans. Til að verja sig og sín innri kerfi framleiðir líkaminn slím, svo hann skaðist síður af því sem neytt er.
Slímið verður síðan að ágætis svæði fyrir ýmsar veirur að setjast að í, enda hefur í gegnum tíðina almennt gengið mikið „flensufár“ yfir landsmenn í framhaldi jóla. Vinnustaðir hafa þá oft verið lamaðir því mikið af starfsfólki hefur verið veikt, þótt enginn hafi farið í PCR próf, heldur bara legið heima með tissjú við höndina og lesið jólabækurnar, meðan „flensan“ gekk yfir.
BÆTIEFNI OG BREYTT MATARÆÐI
Auk þess að gera breytingar á mataræðinu í upphafi árs er einnig er gott að gera ýmislegt annað til að styrkja líkamann. Bætiefni og góðgerlainntaka koma þar sterk inn og kemur þá fyrst upp í hugann bætiefni eins og D3-vítamíni – sjá nánar í greininni D-VÍTAMÍN Á DIMMUMSTU DÖGUM ÁRSINS.
Ýmis önnur bætiefni og góðgerlar styðja við kerfi líkamans til að ónæmiskerfið nái aftur fullum styrk – og HÉR ER hægt að sækja sér ókeypis skjal með upplýsingum um 12 bætiefni sem styrkja ónæmiskerfið.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum
Mynd: CanStockPhoto/Andreus
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar15/09/2024FULLT OFURTUNGL OG TUNGLMYRKVI
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24