PÖNNUKÖKUR ÚR HAFRAGRAUT

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
býður upp á uppskrift að flottu meðlæti með kaffi eða
te, hvort sem er heima eða í sumarbústaðnum.
Hennar mottó er engin matarsóun!


PÖNNUKÖKUR ÚR HAFRAGRAUT

Ég hef verið að borða svolítið af hafragraut undanfarið. Sama hvað ég mæli vel, virðist ég alltaf gera ég aðeins of mikinn graut. Afganginn set ég inn í ísskáp en langar svo kannski ekkert sérstaklega í restina daginn eftir.

Þar sem við ættum öll að vera að sporna við matarsóun datt mér í hug að hægt væri að nota hann í pönnukökur. Ég verð að segja það að það kom mér skemmtilega á óvart hvað þær urðu góðar, nammi namm!

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

 

INNIHALDSEFNI Í PÖNNUKÖKURNAR

170 gr.hafragrautur, þykkur
2 egg
1 tsk. vínsteinslyftiduft
salt eftir smekk
stevia nokkrir dropar – þitt uppáhalds bragð
rúsínur eftir smekk
smjör til steikingar

MEÐLÆTI MEÐ PÖNNUKÖKUNUM

Grísk jógúrt
síróp ( hægt að nota Agave, sykurlaust síróp eða hunang)

AÐFERÐ:

1 – Hrærið öllum hráefnunum vel saman og setjið rúsínurnar út í hræruna í lokin.
2 – Bræðið vel af smjöri á pönnu og steikið pönnukökurnar upp úr því. Þær þurfa aðeins meiri steikingu en þær pönnukökur sem eru með hveiti í þannig að miðið við að þær séu vel gullinbrúnar á báðum hliðum eftir steikingu því þá verða þær aðeins stökkar að utan og mjúkar að innan.

Berið fram með grískri jógúrt og sírópi eða með ferskum ávöxtum

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram