Enn á ný er það hún Björg Helen sem sér okkur fyrir uppskrift
á þessum föstudegi. Dásamlegar glútenlausar pönnukökur með
kókosrjóma – svona ekta til að setja á kaffiborðið um helgina.
PÖNNUKÖKUR MEÐ KÓKOSRJÓMA
Hvað er betra en að fá sér smá sætindi með kaffinu! Sætindi sem ekki eru uppfull af sykri. Þessar dásamlegu pönnukökur með kókos“rjóma“, ristuðuðum kókosflögum, blómahunangi og rifnum lime berki eru geggjaðar, þótt ég segi sjálf frá.
Svo eru þær líka svo fallegar fyrir augað sem mér finnst skipta svo miklu máli! Er ekki sagt að maður byrji að „borða með augunum“? Ég setti fyrir nokkru hér inn pönnukökuuppskrift sem ég nota í þessa dásemd.
INNIHALDSEFNI:
- Coop kókosmjólk, köld, í 330 ml umbúðunum – fæst í Nettó
- ristaðar kókosflögur frá Himneskri hollustu
- blómahunang frá Himneskri hollustu
- rifinn börkur af lime
- fersk bláber
- frosin eða fersk hindber
AÐFERÐ:
1 – Þegar ég er búin að baka pönnukökurnar kæli ég þær áður en ég byrja að setja á þær.
2 – Kókosmjólkin frá Coop er hnausþykk þannig að hún er eins og þeyttur rjómi en þó ferskari finnst mér. Nauðsynlegt er að hún hafi verið í nokkra tíma inn í ísskáp áður en hún er notuð. Það er alltaf smá vökvi í hyrnunni sem auðvelt er að skilja frá.
3 – Byrjið á því að setja kókosmjólkina (rjómann) í skál og hrærið aðeins í (án vökvans) þannig að áferðin á henni verði silkimjúk.
4 – Setjið vel af henni á pönnukökurnar. Setjið síðan berin.
5 – Raspið börk af límónu yfir en börkurinn gefur svo yndislega ferskt bragð.
6 – Því næst er blómahunangið sett yfir og að lokum er kókosflögum stráð yfir.
GLÚTENLAUSAR PÖNNUKÖKUR
Gott er að hafa pönnukökurnar um 5-7 cm í þvermál. Úr þessari uppskrift fáið þið um 4 stykki.
2 stór egg
30 gr kókoshveiti
½ tsk vínsteinslyftiduft
2-3 dropar „English Toffee“ stevia eða annað bragð
möndlumjólk eða mjólk
salt eftir smekk
Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman. Bætið við vökva eftir þörfum en deigið á vera eins og í amerískum pönnukökum, ekki of þykkt og ekki of þunnt. Steikið upp úr smjöri eða annarri fitu.
Myndir: Björk Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025