BREYTUM ÓTTA Í KÆRLEIKSORKU

BREYTUM ÓTTA Í KÆRLEIKSORKU

Ekki fer á milli mála að mikill ótti hefur ríkt, ekki bara hér á landi, heldur um heim allan undanfarna mánuði. Hann tengist Covid-19 og óttanum við að veikjast af SARS-Cov2 vírusnum.

Óttinn er lamandi. Hann dregur okkur inn í skel. Fær okkur til að líta á alla sem við hittum sem óvini, því þeir gætu borið smit. Samt virðist eins og helsta smithættan sé liðin hjá hér á landi og reyndar víðar og einungis eru örfáir í einangrun hér á landi. Fleiri eru í sóttkví, en hún er ekki staðfesting um að viðkomandi beri með sér smit.

NÝTT TUNGL Í DAG

Ég hef tekið upp á því að vera með spjall í beinni á Facebook síðunni minni nokkuð reglulega á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Þar hef ég meðal annars fjallað um orkuna sem fylgir nýju tungli hverju sinni, en sú umfjöllun byggir á upplýsingum frá breska stjörnuspekingnum Pam Gregory.

Síðastliðinn þriðjudag fjallað ég einmitt um orkuna sem fylgir nýju Tungli á 2° í Tvíburamerkinu, en það birtist í dag kl. 17:38. Ef þú hefur áhuga á að hlusta á spjallið SMELLTU ÞÁ HÉR!

AÐLÖGUNARHÆFNI OG SKAPANDI ORKA

Óttinn sem ríkir snýr ekki bara að Covid-19. Hann snýr einnig að öllum þeim umbreytingum sem orðið hafa í heiminum við það að landamærum hefur verið lokað og samgöngur milli landa nánast lagst af, nema í vöruflutningum.

Öryggisleysið sem þetta veldur snýr að afkomu fólks, hvað hægt er að gera og hvernig hægt er að finna nýjar leiðir til að afla tekna til að lifa af. Hvernig á að bregðast við ástandinu og hvaða leiðir eru til úrbóta spyrja margir þessa dagana?

Gömlu kerfin okkar eru að hrynja og sú heimsmynd sem þeim fylgir. Á þessu nýja tungli eru fimm plánetur í breytilegum merkjum – þ.e. Sól, Tungl og Merkúr í Tvíbura og Mars og Neptúrnus í Fiskum.

Samkvæmt skýringum Pam Gregory, fylgir þessum plánetum orka sem gerir kröfu um aðlögunarhæfni, breytingar og það að vera skapandi í nýjum aðstæðum, sem geta stundum minnt á flúðasiglingar, þar sem maður þarf að halda sér fast þegar straumkastið er mikið.

INNRI STYRKUR MIKILVÆGUR

Í öllu umbreytingarferli gildir að halda innri ró, því sé hún ekki til staðar er hætt við örvæntingarfullum viðbrögðum, sem ekki leiða alltaf til góðs.

Því er mikilvægt að temja sér að hugleiða alla daga og byggja þannig upp innri ró og styrk. Þú getur náð þér í ókeypis MORGUNHUGLEIÐSLU á síðunni minni með því að SMELLA HÉR.

Pam bendir líka á áhugaverða leið til að takast á við þessa miklu umbreytingartíma og byggja upp innri styrk. Hún hvetur fólk til að leita inn á við, beina sjónum að önduninni og anda inn í hjartað – líkt og það væri lunga.

Finna þann óskilyrta kærleik sem þar ríkir og senda hann frá sér út í Alheiminn. Þannig má draga úr óttanum og umbreyta honum í kærleiksríka orku, því allt í heiminum er jú orka.

Þessi æfing dregur líka úr kortisólframleiðslu líkamans og minnkar þannig streituáhrifin í honum. Einnig stuðlar hún að því að við höldum okkur í NÚINU, sem er í raun eini staðurinn til að vera á.

Þegar hugur og hjarta kyrrast er hægt að fara að beina sjónum að skapandi lausnum.


Ef þér finnst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Mynd: Simon Migaj on Unsplash

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram