BUG BAN GEGN BITMÝI
Um leið og allur gróður lifnar við, lifna skordýrin líka við. Í fyrra var það lúsmýið sem truflaði fólk mest og olli víða miklum bitfaraldri. En hvort sem þú ert á svæði sem lúsmýið var á í fyrra og þess er hugsanlega að vænta á ný, eða ætlar að stunda útiveru eða veiðar þar sem mikið er af mýi, þá er frábært á nýta sér BUG BAN.
BUG BAN Í ÚÐABRÚSA
BUG BAN fæst bæði í litlum úðabrúsa og sem ilmkjarnaolíublanda. Úðabrúsinn er nettur og auðvelt að hafa hann með sér í mittistösku eða bakpoka í göngu- eða veiðiferðum.
Brúsinn er hristur varlega og síðan er úðað útvortis á líkamann eftir þörfum. Eina sem þarf að passa sig á er að úða ekki of mikið.
Virku innihaldsefnin í BUG BAN eru blanda af ilmkjarnaolíunum Citronella, Lemongrass, Rosmany og Thyme. Citronella hefur oft verið notuð ein og sér sem moskítóvörn, auk þess sem henni er bætt í útkerti og ilmolíuker.
BUG BAN ILMKJARNAOLÍA
Það er líka til BUG BAN ilmkjarnaolíublanda sem setja má í ilmolíulampa utandyra. Þá má í mesta lagi setja 15 dropa af BUG BAN í 30 ml af vatni. Ekki er ráðlagt að nota þessa ilmkjarnaolíublöndu á húðina.
Í blöndunni eru: 33,3% af Citronella olíu (Cymbopogon winterianus), 33,3% af Lemongrass olíu (Cymbopogon flexuosus), 16,7% af Rosemary olíu (Rosmarinus officinalis) og 16,7% af Thyme olíu (Thymus vulgaris/zygis).
NÁTTÚRULEG FLUGNAFÆLA
Með þessar tvær náttúrulegu BUG BAN vörutegundir ættirðu að geta varið þig á skaðlausan hátt fyrir bitmýi og moskítóflugum í sumar. Bara að muna að taka þær með í ferðalagið, hvort sem er innan- eða utanlands.
Gott er að geyma bæði úðabrúsa og ilmolíu á svölum og dimmum stað, milli þess sem BUG BAN er í notkun.
Neytendaupplýsingar: Þú færð BUG BAN náttúrulega úðann og BUG BAN ilmkjarnaolíauna í Hverslun.is, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup og flestum apótekum.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Mynd: CanStockPhoto/Coprid
Hugleiðsla hefur slakandi áhrif á taugakerfið, eykur styrk ónæmiskerfisins og virkar róandi fyrir líkamann í heild.
Þú getur náð þér í ókeypis MORGUNHUGLEIÐSLU á síðunni minni með því að SMELLA HÉR!
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025