PEKANHNETUPÆ GUNNU STELLU
PEKANHNETUPÆ GUNNU STELLU
Mér finnst svo dásamlegt að fylgjast með þátttakendurm á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum hjá mér og sjá þau blómstra, þegar þau skipta út þeim hráefnum sem þau eru vön að nota fyrir hollari hráefni. Þessi uppskrift kemur frá Gunnhildi Pálmarsdóttur, öðru nafni Gunnu Stellu.
Hún töfraði þetta pæ fram, þegar hana langaði svo að eiga eitthvað til að grípa í. Pekanhnetupæið heppnaðist svo ljómandi vel að hún segist klárlega munu gera það aftur. Pæið hentar vel þeim sem eru í A- blóðflokki, þar sem það er mikið af hnetum í því.
PEKANHNETUPÆ GUNNU STELLU
BOTN:
1 bolli Valhnetur
1 bolli Pekanhnetur
10 döðlur (ferskar)
Sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Gott að setja smá heitt vatn út í ef það blandast ekki nægilega vel. Á að vera eins og þykk deigkúla. Setta í kringlótt form. Þrýst í botninn og upp til hliðar (eins og á alvöru pæ:-))
KREM:
10 ferskar döðlur
10 msk kakósmjör (brætt)
1/2 tsk himalajasalt
Dass af möndlumjólk
Heitt vatn ef þarf
Blandað vel saman í matvinnsluvél þangað til orðið eins og þykkt krem. Sett ofan á botninn. Skreytt með pekanhetum og sett í frysti í eina klukkustund.
Best ef borið fram kalt – beint úr frysti.
Mynd: Gunna Stella
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24
- Greinar04/08/2024NÝTT TUNGL Í LJÓNI