HIN SKYNSAMA KONA

HIN SKYNSAMA KONA

Væntanlega ertu frekar hissa á þessari fyrirsögn, því hver er þessi skynsama kona sem ég er að tala um? Þannig er mál með vexti að ég sendi einum vini mínum, sem er mjög hagmæltur beiðni um ljóð í væntanlega bók mína. Ég sendi honum síðdegis dag nokkurn punkta með upplýsingum um hvað ég fjallaði aðallega í bókinni. Um hádegi næsta dag hringdi hann í mig og las fyrir mig alveg frábært ljóð, sem fékk mig til að tárast því það fjallar um ÞIG og MIG og okkur ALLAR sem erum á besta aldri.

Vinur minn kallar ljóðið HIN SKYNSAMA KONA og tekur saman í nokkrum erindum, það sem hin skynsama kona myndi vilja gera fyrir líf sitt.

BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri

Væntanleg bók mín heitir BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri. Það hugtak er nokkuð teygjanlegt, en ég myndi segja að upplýsingar í bókinni hentuðu konum frá 40 + og uppúr, en á þessum árum eiga sér stað miklar breytingar í líkama kvenna. 

Í bókinni eru tíu kaflar og í hverjum og einum þeirra fjalla ég um leið, sem getur stutt hina skynsömu konu í að hugsa vel um líkama sinn og njóta aukinna lífsgæða.

Líkaminn er musteri sálarinnar, sá eini sem við fáum þessa ævina og þarf að endast vel, til að viðveran í honum einkennist af lífsgæðum, en ekki verkjum og vanlíðan.

BETRA LÍF HÓFST FYRIR 30 ÁRUM

Þessi bók mín tengist á vissan hátt því að 2. nóvember næstkomandi eru liðin 30 ár frá því ég stofnaði verslunina BETRA LÍF. Ég átti hana og rak í einungis 5 ár, en þá fluttist ég að Hellnum á Snæfellsnesi. Verslunin er enn í fullum rekstri eftir öll þessi ár, nú á bíógangi Kringlunnar.

BETRA LÍF og þær bækur og það efni sem ég flutti inn á fyrstu árum hennar, auk fyrirlesara og námskeiðshaldara sem komu erlendis frá, urðu hvati að öflugri sjálfsrækt hjá mér og leit að meiri þekkingu á náttúrulegum leiðum til að heila líkamann. Á langri ævi hef ég því bæði reynt og lært ýmislegt. Mörgu af því deili ég í bókini, en ekki kemst allt fyrir í einni 180 síðna bók.

Bókin er þannig uppsett að hún verður auðlæsileg. Ef þú ert ein af þeim sem nennir ekki að lesa langa texta – geturðu huggað þig við að það verða margar millifyrirsagnir, svo þú verður fljót að finna það sem þú vilt lesa þá og þá stundina.

BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri er í FORSÖLU næstu vikurnar með 10% afslætti.

FRÍ póstsending hér á landi og til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.

Höfundur: Guðrún Bergmann
Hún hefur haldið mörg HREINT MATARÆÐI námskeið á ári, undanfarni fjögur og hálft ár og þátttakendur eru orðnir um sautján hundruð.
Síðast námskeiðið á þessu ári hefst 22. október – ókeypist einkatími með Guðrúnu fylgir næstu sex skráningum. SMELLTU HÉR ef þú vilt vera með!

MyndirMynd á bókarkápu/Árni Sæberg
Mynd með grein www.canstockphoto.com /logan5

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?