DÁSAMLEG HAUSTLITASÚPA

DÁSAMLEG HAUSTLITASÚPA

Þessi uppskrift kemur frá Björgu Helen Andrésdóttur, en hún hefur áður leyft mér að birta uppskriftir sem hún deilir með þátttakendum á HREINT MATARÆÐI námskeiðum hjá mér. Súpan er sérstaklega einföld og það tekur skamman tíma að sneiða í hana  grænmetið – og svo er bara að láta hana malla.

INNIHALDSEFNI:

800 g – 1 kíló gulrætur
600 – 800 g sæt kartafla
2 meðalstórir rauðlaukar
1 vænt búnt af ferskri basiliku
4 cm rifin engiferrót, gott að hafa vel af engifer í súpunni
2 hvítlauksrif (pressuð)
Safi úr rúmlega hálfri sítrónu
1 stór grænmetisteningur
1 – 2 msk Clearspring Tamarisósa
Himalayjasalt eftir smekk

AÐFERÐ:

  1. Allt hráefnið skorið og sett saman í pott.
  2. Vatn sett út í þannig að það fljóti aðeins yfir grænmetið.
  3. Látið suðuna koma upp og sjóðið svo við vægan hita í ½ tíma.
  4. Notið síðan „töfrasprota“ til að mauka grænmetið þannig að súpan verði silkimjúk.
  5. Í lokin er frábært að setja góða sítrónuólífuolíu yfir súpuna áður en hún er borðuð.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?