TE GEGN KVEFI OG FLENSU

TE GEGN KVEFI OG FLENSU

Fréttir segja að snjórinn sé á eftir áætlun, en við finnum að það er farið að kólna úti og margir farnir að huga að snjódekkjum undir bílinn – hvort sem þetta verður nú snjóléttur eða snjóþungur vetur. Haust- og vetrarveðrunum fylgja oft kvef eða flensur.

Í Nei Ching,  einum af elstu textum hefðbundinnar kínverskrar læknisfræði segir: “Að lækna sjúkdóm eftir að hann hefur komið fram, er eins og að ætla að fara að smíða vopn eftir að bardaginn er hafinn, eða að grafa brunn eftir að þú verður þyrstur.”

Forvarnir eru eitt aðalsmerki hefðbundinnar kínverskrar læknisfræði, enda ríkari áhersla lögð á það í þeim fræðum að koma í veg fyrir veikindi, en lækna sjúkdóma.

OFURJURTATE

Uppskriftin að þessu jurtatei kemur frá Nick Polizzi, sem er stofnandi The Sacred Science í Bandaríkjunum. Hann segir að þetta ofur-jurtate geti komið í veg fyrir kvef og flensur, auk þess sem það er gott gegn hálssærindum.

Jurtalaufin sem notuð eru í teið eru salvíulauf, en salvían er einstaklega öflug og bakteríudrepandi, veirueyðandi og bólgueyðandi jurt.

Indíánar í Norður-Ameríku hafa notað salvíu til lækninga í margar aldir, meðal annars brennt salvíu og látið reykinn liðast í kringum veikt fólk til að losa það við bakteríur og sýkingar. Þeir hafa því lengi vitað um þann lækningamátt sem salvían býr yfir.

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar nýlegt staðfest að reykur frá salvíuvendi eyðir upp 94% af bakteríum sem berast með loftinu og geta til dæmis verið inni á heimilium eða vinnustöðum.

UPPSKRIFT AÐ SALVÍU-TEI

1 lítri vatn
12 fersk salvíulauf (má nota þurrkuð, en þessi fersku eru öflugri)
2 msk gott hunang
2 msk pressaður sítrónusafi, helst úr lífrænt ræktaðri sítrónu
örlítið af cayenne pipar

AÐFERÐ:

  • Hitið vatnið í potti eða hellið sjóðandi vatni í teketil.
  • Bætið salvíulaufunum út í vatnið og takið pottinn af hellunnni ef hann var notaður.
  • Látið teið standa í 15 mínútur.
  • Bætið öðrum innihaldsefnum saman við.
  • Hellið ykkur tei í bolla og njótið.
  • Hægt er að geyma það sem eftir er af teinu í hitabrúsa eða hitakönnu og drekka svo 2-3 bolla á dag sem forvörn við kvefi og flensum.
  • Gætið þess að nota hvorki álpott né áláhöld þegar þetta te er lagað.

Mynd: CanStockPhoto / HandmadePictures

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?