NÝTT TUNGL Í LJÓNI
NÝTT TUNGL Í LJÓNI
Nýja Tunglið kveiknaði þann 4. ágúst kl. 11:13 á tólf gráðum í Ljónsmerkinu. Eins og alltaf á nýju Tungli eru Sól og Tungl í samstöðu, og núna í jákvæðri sextíu gráðu afstöðu við Júpiter og Mars í Tvíburum. Þessi afstaða gefur okkur tækifæri til að taka örlitla hvíld og einbeita okkur að okkur sjálfum.
Flest vitum við af eigin reynslu að bestu hugmyndirnar koma oft þegar við erum í sturtu eða í göngutúr (án tónlistar í eyrunum), einfaldlega vegna þess að þá tökum við okkur aðeins hlé frá erli heimsins. Þá myndast nefnilega tækifæri til að hleypa því nýja að. Heilinn færi tækifæri til að slaka aðeins á. Við það myndast ákveðin kyrrð í huganum og þá streyma nýjar hugmyndir inn.
Hvenær veittir þú þér síðast þann munað að gera ekki neitt? Þér gæti fundist það óþægilegt eða þú jafnvel verið með sektarkennd yfir því – en það er nauðsynlegt annað slagið að taka sér hlé til að skapa pláss fyrir eitthvað nýtt. Þegar við hægjum aðeins á annasömu lífi okkar heyrum við í nýjum hugmyndum og lausnum.
TUNGL, MARS OG JÚPITER
Afstaðan á milli nýja Tunglsins í Ljóni og Mars og Júpiters í Tvíburum örvar drifkraft okkar og eldmóð. Hún færir okkur líka ný tækifæri sem þurfa að virkjast. Ólíkt níutíu gráðu afstöðu, sem táknar frekar meðfædda hæfileika og gjafir, táknar sextíu gráðu afstaðan tækifæri sem þurfa að virkjast og sem krefjast meðvitaðrar þátttöku okkar.
Ótrúlega marga dreymir um að breyta lífi sínu til hins betra án þess að gera nokkuð í málunum. Orkan í þessu nýja Ljónatungli hvetur okkur til dáða. Afstaðan við Júpiter í Tvíburum dregur fram markmið okkar og hvetur okkur til að stefna að þeim. Þegar við vinnum með tilhlökkun í huga og erum áhugasöm um framtíðina, vitum við að við erum í tengslum við Júpiterorkuna.
Mars ýtir svo hressilega við okkur og gefur okkur áræðni til að koma hlutunum í framkvæmd. Við hættum að láta okkur eingöngu dreyma um spennandi markmið (Júpiter), heldur hrindum við þeim í framkvæmd svo þau geti ræst.
VENUS Í LJÓNI
Venus er á tuttugu og níu gráðum í Ljóni og hún hvetur okkur til að endurmeta aðeins hlutina, einkum þar sem Merkúr er að búa sig undir að breyta um stefnu og fara aftur á bak. Þetta er því tíma til að tengjast sínu innra barni, gefa sér tíma til að kynnast sjálfum sér betur og endurmeta hvað það er sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm.
Hugtak eins og „innra barnið“ kann að hljóma klisjukennt því það er stundum ofnotað, en er samt mjög mikilvægt. Það er þekkt staðreynd að þunglyndi og margir aðrir sjúkdómar eru tengdir streitu, sem stafar af skorti á gleði, sjálfsumönnun og hollustu við sig sjálfan.
Gefðu þér tíma á þessu nýja Tungli til að velta fyrir þér hvað gerir þig hamingjusama/-n, hvað veitir þér gleði og hvað þú vilt meira af. Notaðu síðan orkuna frá nýja Tunglinu, ásamt framkvæmdakraftinum frá sextíu gráðu afstöðunni við Mars og Júpíter, til að auka hamingjuna í eigin lífi.
CHARIKLO Í VATNSBERA
Dvergplánetan Chariklo er í Vatnsbera í náinni andstöðu við nýja Tunglið. Vatnsberinn er merki sem hefur tilhneigingu til að stíga til baka og fylgjast með úr fjarlægð eða frá sjónarhorni æðri huga okkar.
Chariklo, sem var í mýtunni eiginkona Chiron, hefur kvenlega lækningareiginleika og getu til að halda rými fyrir orkuna, til að heilun geti átt sér stað. Hún leitar að hvaða formi sem þjónar ástinni best og styður hæstu niðurstöðu í augnablikinu.
Chiron snýst alltaf um að vera til staðar í augnablikinu með samtengingu milli andlega og tilfinningalega líkama okkar. Chiron dregur fram það sem þarfnast lækninga, oft með sérstökum einkennum, en gefur okkur jafnframt í skyn, að heilunin sé aldrei bara líkamlegs eðlis.
Hann hjálpar Chariklo að meta orkulíkama okkar, svo hægt sé að hreinsa fíngerða brenglun sem hefur áhrif á líðan þessa líkamlega farartækis okkar. Í Vatnsbera vinnur Chariklo að samfélagslegum og tæknilegum truflunum og stuðlar að hreinsun þeirra. Þannig lyftir hún okkur upp í félagslegu samhengi, áður en Plútó fer inn í Vatnsberann þann 19. nóvember.
SATÚRNUS OG NEPTÚNUS Á FERÐ AFTURÁBAK
Bæði Satúrnus og Neptúnus eru á ferða afturábak í Fiskunum næstu mánuði. Á öftustu gráðu í Fiskum er Neptúnus, en á þeirri gráðu er hann mjög tengdur flóðum og miklu vatni (rigningu). Satúrnus er hins vegar að “fella niður” þær girðingar sem takmarkað hafa huga okkar og skilning.
Neptúnus er líka að draga úr þeim blekkingum sem við höfum setið föst í. Fiskaorkan er því frekar ögrandi og óreiðukennd. Við getum stuðlað að því að koma á meira jafnvægi með bænum okkar, góðvild, kærleika og með því að sýna okkur sjálfum og öðrum samúð. Sjálfsumönnun er mjög mikilvæg núna og stuðlar að okkar eigin innri styrk, sem við þurfum svo sannarlega á að halda á þessum miklu umbreytingartímum.
PLÚTÓ OG MERKÚR Á FERÐ AFTURÁBAK
Plútó fer inn í Steingeitina frá 2. september til 19. nóvember, í síðast sinn í rúmlega 240 ár. Þar kemur hann til með að grafa upp og varpa ljósi á ýmis gömul mál, sem tengjast stjórnkerfum og öðrum kerfum í samfélagi okkar, sem eru ekki að virka sem skyldi. Orka hans hefur tilhneigingu til að brjóta niður hluti og endurmóta þá á nýjan máta og byggja svo upp.
Merkúr á ferð aftur á bak í Meyjunni hvetur okkur til að stíga aðeins til baka og flokka og forgangsraða hlutunum í lífi okkar. Einnig að sinna nauðsynlegum verkefnum eins og að hugsa vel um líkama okkar og meta og efla tengslin við náttúruna, til dæmis með meiri útiveru.
Sabian táknið fyrir Merkúr á fimm gráðum í Meyju er: “Maður verður meðvitaður um anda náttúrunnar og þá óséðu andlegu orku, sem við nemum almennt ekki.”
Meyjan sjálf hefur tilhneigingu til að stilla okkur inn í fínleika náttúrunnar, svo þetta þema er tvöfalt með andlegri merkingu. Við erum að tengjast fíngerðum skilningarvitum okkar, yfirnáttúrulegum möguleikum og okkar eigin andlega kjarna.
Merkúr fer aftur inn í skapandi og svipmikið Ljónsmerkið alveg til baka að tuttugstu og fyrstu gráðu undir lok ágúst, rétt áður en Plútó fer aftur inn í Steingeitina. Á þeim tíma nær Merkúr væntanlega að búa okkur vel undir að ljúka við „lausa enda“ áður en farið er í mikla endurskipulagningu.
MERKÚR OG VENUS Í LJÓNI
Venus í Ljóni hjálpar okkur að koma gleði og leik inn í okkar daglegu athafnir. Hún birtist aftur, nú sem kvöldstjarnan, á fullkomnum tíma! Ljónið getur gert allt skemmtilegt! Kímnigáfan nær langt ásamt því að gera hlé yfir daginn til að meta dans fiðrildanna, ilm blómanna, skýin sem þjóta um himininn eða bros frá góðum vini. Allt þetta gerir lífið þess virði að lifa því. Það er forgangsmál!
MERKÚR OG VENUS Í SAMSTÖÐU
Merkúr á fjórum gráðum í Meyju og Venus á tuttugu og níu gráðum í Ljóni eru í samstöðu. Merkúr er á leið afturábak inn í Ljónið og fer inn í það merki á næstu dögum. Þessar tvær plánetur mætast í þessu ferli og skipta um stað, eins og þær séu að tengjast í kunnáttulegum dansi, en þær sameinast einmitt við HLIÐ LJÓNSINS þann 8. ágúst.
Sabian táknið fyrir þrítugustu gráðuna í Ljóni gefur okkur táknræn skilaboð fyrir Merkúr á ferð afturábak: „Óinnsiglað bréf sem í eru mikilvægar trúnaðarupplýsingar“
Slíkar upplýsingar eru líklegar til að koma fram á næstunni og hjálpa okkur að skoða líf okkar í stærra samhengi. Upplýsingar geta líka komið fram sem við þurfum á að halda til að geta haldið áfram að bæta líf okkar og að ljúka þessu ferli Plútós í gegnum Steingeitina. Betri valkostir og lausnir kunna að koma fram en þær sem við sjáum núna.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum
Ef þig langar til að eignast stjörnukort sem hjálpar þér að fylgjast með því hvaða áhrif pláneturnar í dag eru að hafa inn á þitt eigið stjörnukort og þar með á líf þitt geturðu SMELLT HÉR!
Myndir: Stjörnukort og https://www.shutterstock.com/g/mibaba+project
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24
- Greinar04/08/2024NÝTT TUNGL Í LJÓNI