NAMMIBITAR BJARGAR

NAMMIBITAR BJARGAR

Það er ekki að því að spyrja. Ef hún Björg Helen kemur á HREINT MATARÆÐI námskeið hjá mér er hún  dugleg að deila uppskriftum sínum með öðrum þátttakendum – og gefa mér leyfi til að birta þær hér á vefsíðunni til að deila með fleirum.

Björg Helen segist vera „dassari“, þannig að stundum er erfitt að festa á blað hvert magnið er í uppskriftunum hjá henni. Þetta er frekar stór uppskrift sem hún deilir með okkur. Uppskrift/innihald er þannig að hægt er að leika sér með hlutföllin, hvaða hnetur valið er að nota eða kannski bara engar hnetur. Sama með þurrkuðu ávextina, möndlu- og kókosmjölið. Kókosolían heldur þessu saman þannig að magnið af henni ræðst aðeins af því hvað hráefnin eru mikil.

INNIHALDSEFNI:

1 bolli döðlur
½ bolli rúsínur
1 bolli apríkósur
1 bolli pekanhnetur
½ -1 bolli valhnetur
1 ½ bolli kókosmjöl gróft
1 bolli möndlumjöl
Salt eftir smekk (alls ekki of mikið)

AÐFERÐ:

Allt sett í matvinnsluvél og hún látin ganga þar til ykkur finnst hráefnið vera orðið þokkalega smátt. Passið að mauka það ekki of mikið.

Nokkrir dropar af English Toffee stevíu frá Now (má reyndar nota hvaða bragð sem er)

2-3 kúfaðar matskeiðar af kókosolíu

Kókosolían brædd í örbylgjuofni í ca 30 sek eða í potti (alls ekki að láta hana sjóða).

Setjið stevíuna út í olíuna, blandið vel saman og hellið síðan yfir blönduna í vélinni og hrærið vel saman.

Þjappið deiginu í ferkantað form, sem klætt er með bökunarpappír. Kælið ísskáp.
Skerið í litla bita og frystið eða geymið í loftþéttum umbúðum í ísskápnum.

Mynd: Björg Helen Andrésdóttir
www.CanStockPhoto.com –  natavkusidey

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?