HVÍTLAUKUR ER ALLRA MEINA BÓT

HVÍTLAUKUR ER ALLRA  MEINA BÓT

Ég rakst á mjög athyglisverðar greinar nýlega um hvítlauk og ákvað að deila upplýsingum úr þeim hér á vefsíðunni minni. Hvítlaukur er af sömu ætt og laukur, blaðlaukur og graslaukur og talið er að hann eigi uppruna sinn að rekja til Síberíu. Hann dreifði sér þó fljótt um heiminn,  því hvítlaukur hefur verið notaður til lækninga í þúsundir ára meðal Grikkja, Kínverja, Babilóníumanna, Rómverja og Egypta. Hippókrates sem var uppi um 400 árum fyrir Krist, fyrirskipaði notkun á hvítlauk við hinum ýmsu heilsufarsvandamálum.

HVÍTLAUKUR TIL LÆKNINGA

Hvítlaukur var og er notaður við ýmsu sem tengist hjarta og blóðflæði. Hann virkar vel bæði við háum og lágum blóðþrýstingi, þar sem notkun hans kemur jafnvægi á blóðþrýstinginn. Hann hefur einnig jákvæð áhrif á of hátt kólesteról, hvort sem það er áskapað eða hefur erfst. Hvítlaukur hefur reynst vel við slagæðavandamálum í hjarta og gegn minnkandi blóðflæði, vegna æðaþrengsla.

BAKTERÍUDREPANDI ÁHRIF HVÍTLAUKS

Sumir nota hvítlauk daglega til að koma í veg fyrir ristil- og endaþarmskrabbamein eða maga-, brjóst- og blöðruhálskirtilskrabbamein, þar sem hvítlaukurinn er mjög bakteríudrepandi.

Bakteríudrepandi áhrif hvítlauks hafa líka áhrif á sveppasýkingar, bæði innvortis og útvortis. Þess vegna er hvítlaukur mikið notaður í hreinsikúrum, því hversu hrein sem við teljum okkur vera leynast víða bakteríur innandyra í líkamanum. Hvítlaukurinn er líka góð flensuvörn og almennt vörn gegn sýkingum og bakteríum, góður við hósta, höfuðverk og hitastillandi.

Hvítlaukur er einnig góður við magaverk og kinn- og ennisholusýkingum, auk þess sem hann er talinn virka vel á asma og sýkingar í hálsi og nefi.

Grikkir til forna gáfu íþróttamönnum sínum hvítlauk, til að auka orku þeirra og styrk og er hann því á vissan hátt fyrsta fæðubótarefni íþróttamanna. Samhliða því að auka líkamlegan styrk dregur hann líka úr neikvæðum áhrifum streitu á líkamann.

HVÍTLAUKUR SEM MOSKÍTÓVÖRN

Hvítlaukurinn er bragð- og lyktarmikill og ekki eru allir ánægðir með að anga af hvítlauk, þótt hvítlaukurinn búi yfir svona mörgum heilandi eiginleikum. Þegar við tökum hins vegar inn lyktarlaus hvítlaukshylki er ekki angandi hvítlaukslykt út úr okkur.

Líkaminn sendir samt frá sér daufan ilm af hvítlauk í gegnum svitaholurnar, án þess að við skynjum það endilega. Hins vegar skynja moskítóflugur það og því er hvítlaukurinn góð vörn gegn þeim og öðrum skordýrum sem bíta.

HVÍTLAUKSHYLKIN FRÁ NOW

Hvítlaukshylkin frá NOW eru unnin úr þykkni úr heilum hvítlauksrifjum. Ekkert af áhrifum hvítlauksins á því að hafa farið til spillis við vinnsluna, nema lyktin, því hylkin eru lyktarlaus. Hvítlaukshylkin eru reglulega á bætiefnalistanum mínum og ég hef þau alltaf með mér þegar ég ferðast til landa þar sem hreinlætið er ekki upp á hundrað og umhverfið fullt af bakteríum sem líkaminn er ekki vanur. Ég er einmitt þegar byrjuð að styrkja líkamann fyrir næstu ferð, en í október liggur leiðin til Suður Afríku, þar sem ég verð fararstjóri í ferð fyrir Bændaferðir.

Odorless Garlic er vara mánaðarins í NOW verslun og því með 15% afslætti.

Myndir: CanStockPhoto – olenayemchuk

Heimildir: webmd.com  og  ciroeco.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram